Súrir fætur og sveittir krikar!!
Það var ólýsnlegur unaðshrollur sem hríslaðist um mig þegar gamlar júróvisíon stjörnur stigu á svið og rifu barkann. Núna ertu hjá mér Nína. Ef Nína hefur einhvern tíma verið á lífi var það í gær. Það var sem þakið ætlaði að kofanum, húsið raknaði á saumunum og gólfið dúaði. Hjörtu fólksins í salnum slógu í takt, þessar þrjár mínútur var öll athygli á sviðinu, Stebbi og Eyji sem fáir myndu horfa tvisvar á á venjulegum degi voru nú sjarmatröll.
Það var ólýsanlega skemmtilegt á Nasa í gær. Ansi langt síðan ég hef dansað svona mikið. Undir lokin gekk ég eins og belja með klaufaveiki því svo gríðarlegt var álagið á klaufirnar. Það var löngu komin nýr dagur þegar ég skreið heim í nótt, sólin komin upp og brosti sínu blíðasta.
Maður hefur svo verið með þynnra lagi í dag og gengur um með svamp undir fótunum.
Á þessum kvöldum eru aðeins tveir staðir sem maður ætti að vera á. Annaðhvort á keppninni sjálfri sem verður að ári í Helsinki nú eða á Nasa þar sem alltaf er gaman :)
Hard rock Halelúja!!
Janus
Það var ólýsanlega skemmtilegt á Nasa í gær. Ansi langt síðan ég hef dansað svona mikið. Undir lokin gekk ég eins og belja með klaufaveiki því svo gríðarlegt var álagið á klaufirnar. Það var löngu komin nýr dagur þegar ég skreið heim í nótt, sólin komin upp og brosti sínu blíðasta.
Maður hefur svo verið með þynnra lagi í dag og gengur um með svamp undir fótunum.
Á þessum kvöldum eru aðeins tveir staðir sem maður ætti að vera á. Annaðhvort á keppninni sjálfri sem verður að ári í Helsinki nú eða á Nasa þar sem alltaf er gaman :)
Hard rock Halelúja!!
Janus
1 comments:
At 9:43 AM, Helena said…
Jamm Janus, takk fyrir frábært kvöld. Langt síðan ég hef skemmt mér svona ótrúlega vel :) enda kominn tími til hehehe
Það eru nokkrir góðir punktar sem mar þarf að muna frá þessu kvöldi, ullarvettlingar, daður, dans, aumir fætur, leigubílaröð, leigubíll heim (sluppum vel) já og margt fleira :) en takk aftur fyrir skemmtilegt kvöld :)
Post a Comment
<< Home