Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Monday, May 01, 2006

Síðustu dagar.

Það þarf að fara langt aftur í tímann fyrir þessa færslu. Við byrjum á fimmtudegi. Á fimmtudagskvöldið fór ég á tónleika á Nasa. Í boði voru tvær hljómsveitir, önnur braselísk og hin íslensk nánar tiltekið Mezzoforte. Ég hef ekki haft mikla reynslu af þeirri tónlist sem Mezzoforte spilar en eftir þessa tónleika er ég orðin einn af þeirra heitustu aðdáendum. Þeir voru ekkert smá skemmtilegir og ekkert smá myndarlegir. Ég hef nú þegar prentað út mynd af trommuleikaranum og smella honum á koddann minn....oooooooohhhh svo fallegur maður.

Jæja föstudagur. Afmæli hjá Guggunni, enn ein Sínan orðin 29 ára. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld með öllum skemmtilegu konunum mínum og alveg þremur köllum. Fórum svo á Ölstofuna og skoðuðum fólkið, þó ekki Soffíu í þetta sinnið, hélt hún væri eitt af húsgögnunum þar eins og við hinar. Gott ef daðrið skilaði ekki árangri þetta kvöld.....blikk, blikk.

Jæja laugardagur. Svolítið ryðgaður. Brunaði upp í bústað til Rebekku frænku og Sigrúnar og átti þar skemmtilegt kvöld. Enda alveg eðal dömur þar á ferð. Eftir smá rauðvín og smá lærdóm úr Trival fórum við í pottinn og svo að sofa undir fuglasöng Kiðjabergs.

Jæja Sunnudagur. Fermingarveisla númer tvö þetta árið. Arnar Freyr frændi minn komin í fullorðinna manna tölu. Fyrsta barna, barna, barn ömmu og afa í Rauðholtinu. Gaman að hitta fjölskylduna, enda alveg eðalhópur þar á ferð. Eyddi svo kvöldinu í Sequnce og vann alltaf nema tvisvar. Það var ekki mikil kæti í bróður mínum eftir þessa aðför.

Jæja mánudagur. Vaknaði í hörku stuði og dreif gamla settið með mér upp á Ingólfsfjall. Formið skal ég segja ykkur er allt að koma og farið að kræla á draum um Hvannadalshnjúk...hmmmm!! Spennandi.

Jæja mánudagskvöld. Eina fasta sjónvarpskvöld vikunnar. Góðar stundir.

4 comments:

  • At 8:43 PM, Blogger Halla said…

    Hvannadalshnjúkur...:) Hvítasunnan?

     
  • At 8:56 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hehehe... ég komst víst ekki lengra en á 11 á föstudagskvöldið ;) Annars óska ég Guggu til hamingju með afmælið!!

    Kveðja,
    Ölstofuhúsgagnið

     
  • At 9:01 PM, Blogger Gugga said…

    Takk Soffía ;)

     
  • At 11:36 PM, Blogger Tilvera okkar.... said…

    ....Hvítasunnan!! Hvannir?

     

Post a Comment

<< Home