Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, April 23, 2006

Hjartað mitt

Hjarta – þessi pumpa sem slæst allan daginn, stundum hægt og stundum hratt og svo að lokum ekki neitt. Það eru mörg orð sem tengjast hjarta. Það er hægt að vera hjartahreinn, hjartaheitur, hjartgóður, hjartheitur. Stundum er eiginleikum hjartans líkt við dýr t.d. ljónshjarta, dúfuhjarta, músarhjarta. Smellt við lýsingarorð kalt hjarta, heitt hjarta, lítið hjarta, stórt hjarta, brostið hjarta. Svo getur hjartað verið notað sem forliður t.d. hjartaflökt, hjartsláttur, hjartaáfall. Sem sagt fullt af orðum sem lýsa þessu merka líffæri sem er ekki einu sinni eins og hjarta í laginu, að minnsta kosti ekki eins og það lítur út í blöðunum. Þeir sem eru með steinhjarta geta ekki vandaðar manneskjur. Að hafa hjarta sem er jafnhart og steinn hlýtur að vera fyrirboði erfiðs dauðdaga, ekki myndi ég vilja láta lífið mitt slást í stein!! Nú er spurt? Sá sem er með steinhjarta, getur honum hlýnað um hjartaræturnar? Þversögn sem ég rakst á um daginn….einhver sem lýsir sér með steinhjarta og hlýnar svo um hjartaræturnar. Kannski þetta sé bara Grinch. Stækkar um eitt númer ef hann slysast til að koma fram eins og mannvera! Kannski Grinch eigi sér bara uppreisn æru? Alla vega…ég verð að fara að stytta þessa pulsuenda, annars kemst rúsínan ekki til skila. Ég hitti börnin mín í dag eftir tíu daga fjarveru og satt að segja var ég farin sakna þeirra pínulítið. Eins og flesta aðra daga fékk ég gjöf frá nemenda, meira að segja tvær. Í færslunni á undan er mynd af þeim. Önnur gjöfin er heimatilbúið perlað stykki og sautján krónur. Hin gjöfin er flottasti hlutinn af páskaegginu sem daman fékk þetta árið. Ykkur finnst þetta kannski kjánalegt en ef við hugsum um það þá voru þessar tvær prinsessur að gefa kennarum smá bita af hjartanu sínu.

Ég hef nú aldrei verið sögð hafa steinhjarta og því get ég með hreinskilni sagt að mér hafi hlýnað um hjartaræturnar og gott ef litla dúfuhjartað hafi ekki stækkað um nokkur númer.

….og hver segir svo að dráttlaus kona sé döpur?????

0 comments:

Post a Comment

<< Home