Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Monday, April 10, 2006

Stuldur á blogghugmynd.

Á bloggrúnti las ég mjög góða færslu frá manni sem skrifaði um hvenær hann notaði mannanöfn í öðru vísi tilgangi. Er búin að leita núna að færslunni og finn hana því miður ekki svo ég get ekki vísað í hana á annan hátt en svona. Alla vega fannst mér þetta svo fyndið að ég ákvað að gera svona könnun á sjálfri mér og vona að þið hafið gaman af:
  • Þetta er alveg út í Hróa – Skýrir sig sjálft, eitthvað er svo bjánalegt að það er alveg út í Hróa!!!
  • Rósa frænka er í heimsókn – allir kvennmann þekkja að minnsta kosti eina rósrauða Rósu, sama hvort hún er frænka þeirra eða ekki. Nánari skýringa ekki þörf.
  • Ég hef bara ekki Guðmund! – hef ekki hugmynd um hver þessi Guðmundur er né hvernig hann fór af því að verða táknmynd mín þegar ég skil ekkert um hvað er verið að tala!!!
  • Skúli fúli – misskilningur sem byrjaði út á Flórída og hefur þaðan af alltaf verið notað um þá sem eru í fýlu, þá gildir einu hvort nafn þess fúla er Skúli eða Magnús.
  • Við verðum bara að berjast við Kára - ekki misbeitning heldur gamalt og rótgróið íslenskt mál. Sagði þessa setningu margoft á ferðalagi mínu um miðbæinn með 30 orma í brjáluðu roki fyrir helgi. Já! þá slógumst við í bókstaflegri merkingu við Kára og alla hans fylgismenn.
  • Ekkert mál fyrir Jón Pál – þetta er greypt í minni okkar allra sem fæddust fyrir síðustu aldamót, augljóslega á þetta við þegar eitthvað er svo auðvelt að leysa að það er ekkert mál. Komið með stóran stein og ég skal finna einhvern til að lyfta honum (eehheee) ekkert mál fyrir Jönu Páls.
  • Eggbert – besti og oft eini karlkyns vinur okkar einhleypu kvennanna, nánari skýring var strokuð út með þessum táknum XXXXXXXXXXX!!!
  • Ert þú þessi Jónas – vísar til þeirra sem koma sér ekki úr sporunum á blikkdósunum sínum, öðru nafni bílum. Ég þoli ekki þennan Jónas þegar ég er að flýta mér.
  • Sól, Máni, Sunna, Dagur, Nótt, Líf, Mist, Snær, Mjöll, Birta, Lind og Logi, er þetta misbeiting mín eða bara samansafn af hugmyndaleysi í nafngiftum...hver vill heita Birta Sól eða Bjartur Dagur? Ég hef því ákveðið að íhuga hvort ég ætli að nefna fyrsta barnið mitt Mjúkur Sófi eða Kaldur Ís!
  • Janus – veit ekki hvers vegna hann Janus er ég? Þetta byrjaði fyrir nokkrum árum og hefur æ síðan verið listamannsnafnið mitt. Aðrir segja að þetta sé mín Freudíska- undirmeðvitund sem búin að telja sér trú um að best að skilgreina sig sem karlmann til að komast áfram í lífinu. Burtséð frá brengluðum hugsunarhætti Freud þá er Janus klár gaur eða gaura.
............man ekki eftir fleiri misbeitingum á mannanöfnum en hvet ykkur kæru lesendur til að bæta við listann!!

Janus hinn knái kveður.

1 comments:

Post a Comment

<< Home