Strætó
Þetta gerðist hérna um árið þegar ég átti í ástarsambandi við harðgiftan strætóbílstjóra úr millahverfinu í Garðabæ. Ég var ung og vitlaus og bjó í kjallaranum í húsinu hjá mömmu og pabba í smáíbúðahverfinu. Ég kynntist strætóbílstjóranum þegar hann var næturvagninum í miðbænum þar sem ég hafði verið að sópa í kringum tjörnina. Hann bauð mér far heim á gula stóra bílnum. Hann var náttúrulega í einkennisbúning og þar sem ég er svona mikill sökker fyrir búningum stóðst ég hann ekki. Hann var miklu eldri en ég og giftur og því vildi ég helst ekki að mamma og pabba myndu sjá hann. Ég kenndi honum því hvernig hann gæti skriðið inn um gluggan í kjallaranum, klætt sig hljóðlega úr og skriðið svo beint upp í til mín eftir langa vakt í vagninum. Þetta gekk lengi. Hann stóð sig vel strætóbílstjórinn.
Svo kom amma í heimsókn utan að landi og þar sem kellan hraut svo hátt var ákveðið að hún myndi sofa í kjallaranum en ég á sófanum í stofunni. Um miðja nótt vakna ég við skelfingaröskur ömmu, á milli svefns og vöku áttaði ég mig strax á því hvað var að gerast. Ég fór því á handahlaupum niður í kjallarann og opnaði rifu á hurðina og heyrði mér til mikillar skelfingar að amma mín segir...svona vinur þetta er nú allt í lagi komdu hérna aðeins aftur til mín. Svo sá ég undir hælana á strætóbílstjóranum mínum út um gluggann. Amma dæsir og heldur áfram að sofa. Ég sá bílstjórann aldrei aftur þó glugginn stæði alltaf opinn fyrir hann.
Nokkrum árum seinna fór ég á ættarmót. Ég geng inn í sal, ég með ömmu í taumi og heilsuðum öllum ættingunum. Allt í eins stend ég augliti til augliti við strætóbílstjórann ennþá með ömmu upp á arminn. Amma heilsar og kynnir sig og horfir brosandi til hans og segir...mér finnst ég nú kannast við þig vinur!!! Gúbb
Frændi svarar....já það getur vel verið ég keyri strætó. Ættarmót eru nauðsynleg.
Góðar stundir.
Svo kom amma í heimsókn utan að landi og þar sem kellan hraut svo hátt var ákveðið að hún myndi sofa í kjallaranum en ég á sófanum í stofunni. Um miðja nótt vakna ég við skelfingaröskur ömmu, á milli svefns og vöku áttaði ég mig strax á því hvað var að gerast. Ég fór því á handahlaupum niður í kjallarann og opnaði rifu á hurðina og heyrði mér til mikillar skelfingar að amma mín segir...svona vinur þetta er nú allt í lagi komdu hérna aðeins aftur til mín. Svo sá ég undir hælana á strætóbílstjóranum mínum út um gluggann. Amma dæsir og heldur áfram að sofa. Ég sá bílstjórann aldrei aftur þó glugginn stæði alltaf opinn fyrir hann.
Nokkrum árum seinna fór ég á ættarmót. Ég geng inn í sal, ég með ömmu í taumi og heilsuðum öllum ættingunum. Allt í eins stend ég augliti til augliti við strætóbílstjórann ennþá með ömmu upp á arminn. Amma heilsar og kynnir sig og horfir brosandi til hans og segir...mér finnst ég nú kannast við þig vinur!!! Gúbb
Frændi svarar....já það getur vel verið ég keyri strætó. Ættarmót eru nauðsynleg.
Góðar stundir.
0 comments:
Post a Comment
<< Home