Vík frá mér myrkur...
20. MARS VORJAFNDÆGUR.
Frá og með þeim degi mun birtan hafa betur yfir myrkrinu fram að 23. september en þá er er haustjafndægur, heill hellingur af dagsbirtu framundan......getur lífið verið dásamlegra!!
Eitt ljóð eftir Þórarinn Eldjárn í tilefni þess!!!
VOR
Í garðinum eru byrjuð blóm,
þau biðja mig að fara úr skóm.
Úr brumi gægist lítið lauf,
líkt og tippi úr buxnaklauf.
Sólin tekur mynd af mér
milli þess sem rigning er.
fuglar syngja , grasið grær,
gamall ánamaðkur hlær.
Óð fluga nálgast óðfluga,
ætli það sé góð fluga?
Frá og með þeim degi mun birtan hafa betur yfir myrkrinu fram að 23. september en þá er er haustjafndægur, heill hellingur af dagsbirtu framundan......getur lífið verið dásamlegra!!
Eitt ljóð eftir Þórarinn Eldjárn í tilefni þess!!!
VOR
Í garðinum eru byrjuð blóm,
þau biðja mig að fara úr skóm.
Úr brumi gægist lítið lauf,
líkt og tippi úr buxnaklauf.
Sólin tekur mynd af mér
milli þess sem rigning er.
fuglar syngja , grasið grær,
gamall ánamaðkur hlær.
Óð fluga nálgast óðfluga,
ætli það sé góð fluga?
2 comments:
At 8:55 PM, Sveinsína said…
This comment has been removed by a blog administrator.
At 8:57 PM, Sveinsína said…
Þetta er góð vísa hjá Þórarni, hana hef ég lesið mikið fyrir leikskólabörn í gegnum tíðina og þeim alltaf þótt jafn gaman að typpinu sem gægist út um buxnaklaufina ... og mér reyndar líka :)
Post a Comment
<< Home