Í tilfefni dagsins
Ég hef aldrei fundið skýringu á því hvers vegna minningagreinar í Morgunblaðinu höfða svona til mín. Það er eitthvað við þessi skrif sem tilfinningaboltinn Janus fílar. Það er ekki hægt að fá betri lýsingu á þeim manneskjum sem eru að kveðja þennan heim heldur en úr minningargreinum. Ég skrapp á Selfoss í dag og komst aðeins í Moggann. Það er alltaf sorglegt að lesa minningargreinar þá sérstaklega þegar ungt fólk fellur frá. Ég hef í gegnum tíðina klippt út úr blöðunum það sem setur tilfinningar mínar í hnút og skrifað það í grænu bókina mína.
Í einni af minningargreinunum þessa vikuna var að finna afskaplega fallegt ljóð sem fjallar um vináttu og þó svo þarna sé minnst á dauðann get ég ekki annað en sýnt ykkur þetta ljóð. Látum það minna okkur á það mikilvægasta í þessum heimi.
Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá,
og árin án vitundar minnar.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd,
gleymd ekki hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnum send,
er sannlægur og einlægur vinur.
Það var fallegur dagur í dag.
Í einni af minningargreinunum þessa vikuna var að finna afskaplega fallegt ljóð sem fjallar um vináttu og þó svo þarna sé minnst á dauðann get ég ekki annað en sýnt ykkur þetta ljóð. Látum það minna okkur á það mikilvægasta í þessum heimi.
Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá,
og árin án vitundar minnar.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd,
gleymd ekki hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnum send,
er sannlægur og einlægur vinur.
Það var fallegur dagur í dag.
3 comments:
At 1:00 AM, Halla said…
Vá, hvað þetta er fallegt ljóð, veistu hver orti það?
At 6:03 PM, Anonymous said…
í grendinni veit ég um vin sem ég á
í víðáttu stórborgarinnar
en dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar
og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann
sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er
því viðtöl við áttum í símann
en yngri vorum við vinirnir þá
af vinnuni þreyttir nú erum
hégómans takmari hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum
"ég hringi á morgun" ég hugsaði þá
svo hug minn fái hann skilið
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst milli okkar bilið
dapurleg skilaboð dag einn ég fékk
að dáinn sé vinurinn kæri
ég óskaði þess er að gröf hans ég gekk
að í grenndinni ennþá hann væri
sjálfur ef þú átt góðan í grennd
gleymd ekki hvað sem á dynur
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur
hér er allt ljóðið, ég veit ekki hver orti þetta en þetta hittir beint í hjartastað....
kveðja Margrét Unnur
At 8:15 PM, Tilvera okkar.... said…
Svona líka flottara svona, takk Magga mín! Það stendur líka bara höfundur ókunnur í Mogganum :)
Þetta fer í bókina :)
Post a Comment
<< Home