Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, March 01, 2006

Áfram

Sá ótrúlega skemmtilegt skemmtiatriði. Atriðið var tískusýning..hattasýning! Það voru sextán tegundir af höttum og það besta var að þeir sem sýndu hattana voru af 16 mismunandi uppruna...Þetta voru hattar fyrir stór höfuð, lítil höfuð, mjó höfuð, feit höfuð, gáfuð höfuð, heimsk höfuð og höfuð með höfuðverk.....hver hattur fékk svo flotta útskýringu á um það bil fjórum tungumálum.

Ert þú íslenskt spurði asíski strákurinn stelpuna frá Afríku. Já sagði stelpan frá Afríku ég tala íslensku og á heima á Íslandi og ég er íslensk. Ert þú íslenskur spurði stelpan á móti? Ja sko ég fæddist ekki á Íslandi og ég er með svona svart hár en ég er samt íslenskur og ég kann íslensku. Já, já var á ráðstefnu með rúmlega 600 kennurum og það besta við hana var þetta frábæra upphafsatriði.

Fór ekki í orkuna í dag, enda ekki úr mikilli orku að moða eftir að hafa setið á rassinum í allan dag. Hvernig er hægt að vinna svona á rassinum vinnu. Ég var nú eiginlega bara búin á því. Svo er víst martröð kennarans á morgun....dagur foreldranna.

Er að fara í bíó á morgun, en ein myndin sem ég fæ að fara ókeypis á....hahahahaha!! Þessi mynd heitir The new world!!! Segi ykkur seinna hvernig hún er.

0 comments:

Post a Comment

<< Home