Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, February 25, 2006

Árshátið og bensínstöð

Já það var pínu stress í gær. Rjúka úr vinnunni og gera sig sæta á ofurtíma og byrja að djammast. Það var bara hörkustuð á þessari ágætu kvennasamkomu. Hitti nokkra sem ég þekkti áður og aðra sem ég þekkti ekki neitt. Sat við hliðina á maraþon hlaupurum sem heimtuðu að ég kæmi á hlaupaæfingu með þeim....ég hef bara áhyggjur af því að þau pikki mig upp þegar að æfingu kemur. Á miðnætti rann svo upp afmælisdagurinn og áður en ég vissi var búið að skella mér upp á svið og þar söng ég eitt lag með hljómsveitinni, so now go, walk out the door. Mjög skemmtilegt að lenda óvart í þessu. Vona ég hafi ekki misboðið hljóðhimnum kennarana sem þarna voru staddir.....29 ára fólki eru víst flestir vegir færir.

Ég kom tiltölulega snemma heim með hausinn undir væng, tók kannski óþarflega vel á eftir langa vinnuviku. Í nótt var svo varla svefnfriður fyrir draumförum, alla nóttina var ég stödd á einhverri bensínstöð, veit ekki hvað ég var að gera þar, var bara þarna...og kom mér ekki heim. Kíkti í draumaráðningabók í Perlunni með Guggu áðan og fékk fína útskýringu á því hvers vegna manni dreymir bensínstöð, en sá fróðleikur lak strax út enda ekki úr mörgum sellum að moða eftir gærkvöldið :/ gúbb!

Þá er bara að taka sig saman í andlitinu því afmælisgestir mæta von bráðar :)

0 comments:

Post a Comment

<< Home