Deit
Þó að deit-menning sé ekki eins rík á Íslandi og í öðrum löndum er ýmislegt hægt að gera hér á landi á þess háttar kvöldum. Hver hefur ekki látið sig dreyma um hið fullkomna stefnumót, jafnvel hið fullkomna blinda stefnumót? Til leiðbeiningar fyrir ykkur fjölmarga sem langar til að bjóða mér á svona mót þá koma hér smá leiðbeiningar.
Sund
Kostir: Ég er góður sundmaður og myndi ekki koma illa út úr þeirri keppni. Er samt meira fyrir heita pottinn heldur en sundlaugina og er óvígður Íslandsmeistari í að hanga í heitum potti eða baðkari ef því er að skipta.
Gallar: Nú að vera í sundbol er að næsta stig fyrir ofan það að vera nakin. Veit ekki alveg hvort ég vil fara að sýna kroppinn eða sjá þinn á fyrsta stefnumóti. Þá er betra að geyma sundið.
Bíó/leikhús
Kostir: Ef þú ert leiðinlegur eða þér finnst ég vera leiðinleg er bíó hin fullkomna leið sem hægt er að fara. Þá getur þú setið í tvo tíma án þess að þurfa að segja eitt orð. Gamanmynd gefur til kynna hvort þú hefur húmor og dramamynd sýnir hvort þú leyfir tilfinningunum að sjást.
Gallar: Nú ef þig langar að spjalla þá eru einungis tíu mínútur í hlé. Ef myndin er leiðinleg verður deitið það líka.
Kaffihús
Kostir: Nú hefur þetta breyst mikið til batnaðar. Flest kaffihús, meira að segja Vegamót, eru orðin reyklaus mestan hluta virks kvölds. Loksins, loksins. Kaffihús er fínn staður til að spjalla og kynnast.
Gallar: Nú eftir klukkan tíu fer Janusi að líða afskaplega illa þar inni, fær hausverk og verður geðvondur og þá er ekki eins unaðslegt að sitja með honum. Hver á að borga. Janus drekkur ekki kaffi.
Að halda matarboð
Kostir: Þú færð að kenna á minni eðaleldamennsku. Já mér finnst gaman að elda.
Gallar: Hver vill bjóða einhverjum heim til sín á fyrsta deiti??? Og hvað ef maturinn er öðrum hvorum aðilanum ekki að skapi?
Hittast á djamminu
Kostir: Nú ef þú vaknar upp við að hafa gert stór mistök getur þú alltaf sagt….vá ég man ekkert eftir þessu ég var alveg á eyrunum. Þá fyrirgefst þér næstum allt. Á djamminu getur þú dregið upp mynd af sjálfri þér sem á svo enga stoð í þinni raunverulegu persónu.
Gallar: Sá sem var á djamminu getur sagt það sama við þig og af því hann var svo fullur getur þú ekkert gert nema svekkt þig yfir þessu líka.
Útivist
Kostir: Ferskt loft, náttúra, friður, ahhhh minn uppáhaldsdeit staður. Að eiga deit við Ísland, það getur engin staðist það.
Gallar: Líkamlegt form viðkomandi kemur í ljós, rautt andlit, sviti, mæði. Sumir vilja ekki sjá deitið sitt öðruvísi en nýmálað og ferskt.
Út að borða
Kostir: Hægt að spjalla, njóta matar, hlægja. Já bara flott.
Gallar: Borðsiðir, ef þú smjattar, eða sötrar fæ ég klígju. Hver á svo að borga?
Horfa á video
Kostir: Sama og í bíó, kemst upp með að þegja því myndin er að spilast. Ef svo spjallið færist yfir þig er bara hægt að setja á pásu og eða slökkva og njóta samskipta.
Gallar: Ef þú bíður mér að koma og horfa á Vídeo á fyrsta deiti mun ég ekki koma á fyrsta deit. Maður getur horft á nóg vídeo og sjónvarp þegar sambandið er farið að hjakka í sama farinu….og að bjóða einhverjum í vídeo heim til sín á fyrsta deiti er næstum eins og að bjóða kynlíf á fyrsta deiti!!!!
Keila
Kostir: Það er alltaf gaman í keilu. Það býst líka engin við að þú sért góður í keilu. Maður verður bara ánægður ef kúlan lendir á keilunum.
Gallar: Viðkomandi getur horft óáreittur á rassinn á þér. Þú gætir líka klúðrað einhverju t.d. misst kúluna aftur fyrir þig. Dottið á rassinn. Og ef þú ert tapsár skaltu ekki fara í keilu með mér….því ég vinn alltaf (múhahhaah)
Bíltúr
Kostir: segir til um hreinleika, ef bíllinn er hreinn eru líkur á að viðkomandi sé snyrtilegur. Ef bílinn er nýr segir það til um fjárhag (eða hæfileika til að skrifa nafnið sitt). Bíltúr getur verið afskaplega rómantískur ef aðstæður eru réttar.
Gallar: Ef það er fúlt veður og/eða mikil umferð er hundfúlt að hossast í einhverju blikkdós.
Svona hljómaði þessi upptalning. Til að draga saman þessar niðurstöður myndi ég helst vilja eyða mínu fyrsta stefnumóti með landinu þ.e. að fara í einhverja útivist. Síst af öllu myndi ég vilja vera boðin í mat eða horfa á vídeo….hver nennir að hanga heima við svona tækifæri.
Nú þú…hvað er það besta og hvað er það versta í þínum huga?? Og kommenta svo!!!
Sund
Kostir: Ég er góður sundmaður og myndi ekki koma illa út úr þeirri keppni. Er samt meira fyrir heita pottinn heldur en sundlaugina og er óvígður Íslandsmeistari í að hanga í heitum potti eða baðkari ef því er að skipta.
Gallar: Nú að vera í sundbol er að næsta stig fyrir ofan það að vera nakin. Veit ekki alveg hvort ég vil fara að sýna kroppinn eða sjá þinn á fyrsta stefnumóti. Þá er betra að geyma sundið.
Bíó/leikhús
Kostir: Ef þú ert leiðinlegur eða þér finnst ég vera leiðinleg er bíó hin fullkomna leið sem hægt er að fara. Þá getur þú setið í tvo tíma án þess að þurfa að segja eitt orð. Gamanmynd gefur til kynna hvort þú hefur húmor og dramamynd sýnir hvort þú leyfir tilfinningunum að sjást.
Gallar: Nú ef þig langar að spjalla þá eru einungis tíu mínútur í hlé. Ef myndin er leiðinleg verður deitið það líka.
Kaffihús
Kostir: Nú hefur þetta breyst mikið til batnaðar. Flest kaffihús, meira að segja Vegamót, eru orðin reyklaus mestan hluta virks kvölds. Loksins, loksins. Kaffihús er fínn staður til að spjalla og kynnast.
Gallar: Nú eftir klukkan tíu fer Janusi að líða afskaplega illa þar inni, fær hausverk og verður geðvondur og þá er ekki eins unaðslegt að sitja með honum. Hver á að borga. Janus drekkur ekki kaffi.
Að halda matarboð
Kostir: Þú færð að kenna á minni eðaleldamennsku. Já mér finnst gaman að elda.
Gallar: Hver vill bjóða einhverjum heim til sín á fyrsta deiti??? Og hvað ef maturinn er öðrum hvorum aðilanum ekki að skapi?
Hittast á djamminu
Kostir: Nú ef þú vaknar upp við að hafa gert stór mistök getur þú alltaf sagt….vá ég man ekkert eftir þessu ég var alveg á eyrunum. Þá fyrirgefst þér næstum allt. Á djamminu getur þú dregið upp mynd af sjálfri þér sem á svo enga stoð í þinni raunverulegu persónu.
Gallar: Sá sem var á djamminu getur sagt það sama við þig og af því hann var svo fullur getur þú ekkert gert nema svekkt þig yfir þessu líka.
Útivist
Kostir: Ferskt loft, náttúra, friður, ahhhh minn uppáhaldsdeit staður. Að eiga deit við Ísland, það getur engin staðist það.
Gallar: Líkamlegt form viðkomandi kemur í ljós, rautt andlit, sviti, mæði. Sumir vilja ekki sjá deitið sitt öðruvísi en nýmálað og ferskt.
Út að borða
Kostir: Hægt að spjalla, njóta matar, hlægja. Já bara flott.
Gallar: Borðsiðir, ef þú smjattar, eða sötrar fæ ég klígju. Hver á svo að borga?
Horfa á video
Kostir: Sama og í bíó, kemst upp með að þegja því myndin er að spilast. Ef svo spjallið færist yfir þig er bara hægt að setja á pásu og eða slökkva og njóta samskipta.
Gallar: Ef þú bíður mér að koma og horfa á Vídeo á fyrsta deiti mun ég ekki koma á fyrsta deit. Maður getur horft á nóg vídeo og sjónvarp þegar sambandið er farið að hjakka í sama farinu….og að bjóða einhverjum í vídeo heim til sín á fyrsta deiti er næstum eins og að bjóða kynlíf á fyrsta deiti!!!!
Keila
Kostir: Það er alltaf gaman í keilu. Það býst líka engin við að þú sért góður í keilu. Maður verður bara ánægður ef kúlan lendir á keilunum.
Gallar: Viðkomandi getur horft óáreittur á rassinn á þér. Þú gætir líka klúðrað einhverju t.d. misst kúluna aftur fyrir þig. Dottið á rassinn. Og ef þú ert tapsár skaltu ekki fara í keilu með mér….því ég vinn alltaf (múhahhaah)
Bíltúr
Kostir: segir til um hreinleika, ef bíllinn er hreinn eru líkur á að viðkomandi sé snyrtilegur. Ef bílinn er nýr segir það til um fjárhag (eða hæfileika til að skrifa nafnið sitt). Bíltúr getur verið afskaplega rómantískur ef aðstæður eru réttar.
Gallar: Ef það er fúlt veður og/eða mikil umferð er hundfúlt að hossast í einhverju blikkdós.
Svona hljómaði þessi upptalning. Til að draga saman þessar niðurstöður myndi ég helst vilja eyða mínu fyrsta stefnumóti með landinu þ.e. að fara í einhverja útivist. Síst af öllu myndi ég vilja vera boðin í mat eða horfa á vídeo….hver nennir að hanga heima við svona tækifæri.
Nú þú…hvað er það besta og hvað er það versta í þínum huga?? Og kommenta svo!!!
0 comments:
Post a Comment
<< Home