Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, February 09, 2006

10 strjálbýlustu lönd heims er eftirtalin:

Land - Fjöldi íbúa á km2
Grænland - 0,03
Falklandseyjar - 0,25
Vestur-Sahara - 1,16
Mongólía - 1,66
Franska Gvæjana - 1,98
Namibía - 2,41
Ástralía - 2,56
Súrínam - 2,67
Ísland - 2,81
Máritanía - 2,83

Þar hafið þið það, Grænlendingar hafa mest pláss í kringum sig, kannski skiljanlega. Falklandseyjar og Vestur Sahara koma í kjölfarið...og svo land af landi þangað til kemur að landinu í 9 sæti. Er ekki bara fósturlandið komið þar, eina Evrópulandið á listanum. 2,81 íbúi á hvern ferkílómeter. Ekki vildi ég vera íbúinn sem fær ferkílómeterinn um Hvannadalshnjúk. Úfff vei þeim manni sem heldur að Ísland sé nafli alheimsins.

Hvar er svo þetta Súrínam og þessi Máritanía???

2 comments:

  • At 1:40 PM, Anonymous Anonymous said…

    Sveppy hérna :)

    Súrínam er í norður Suður-Ameríku, gömul hollensk nýlenda og Máritanía er stórt, en strjálbýlt, land í Vestur-Afríku. Þar hefurðu það, og spjöllum endilega saman mjög fljótlega!

     
  • At 9:00 PM, Blogger Tilvera okkar.... said…

    ....Takk svo mikið og þar hafið þið það, báðum þessum löndum ætla ég að gefa nafnið Langíburtistan...!

     

Post a Comment

<< Home