New York
Borgin mín er þáttur á Skjá einum sem mér finnst mjög skemmtilegur. Því miður var síðasti þátturinn á dagskrá í kvöld svo nú verð ég bara að láta mig dreyma um fjarlæga staði og borgir á nýjan hátt. Þættirnir voru náttúrulega misjafnir eins og þeir voru margir. Þátturinn um St. Pétursborg var þvílík menningarsúpa , þátturinn um London var bara um djamm og kaffihús og svo kom þessi skemmtilegi menningar og skemmtiþáttur um New york.
Kannski var hann bara svona skemmtilegur því ég hef sjálf komið til New York, hef samt líka komið til London svo það getur varla verið skýringin.
Ég hef tvisvar sinnum komið til New York, viku fyrir jól árið 1997 og um páskana árið 1998. Fyrri ferðin var með fjölskyldunni sem ég bjó hjá á þeim tíma og mestan tíma var ég í einhverju úthverfi og sá ekki mikið af New York. Fyrir utan að hafa séð Christmas carol í Madison Square garden. Gaman! En ekkert spes.
Í seinna skiptið fór ég með tékkneskri vinkonu minni. Þeir dagar í New York voru alveg sérstaklega skemmtilegir ef frá er talið mesta menningarsjokk ever en ég nenni ekki að skrifa um það. Við fórum um allt, vorum á hóteli á 88 street og þar af leiðandi í gönguferð við alla skemmtilegu staðina. Við skoðuðum Wall street hverfið og nautið með stóra punginn. Við lögðum ekki í biðröðina til að sigla út í Frelsisstyttuna. Við stóðum á turnum sem nú eru horfnir. Við fórum upp í Empire state bygginguna. Soho, Litla Ítalía, Chinatown og Central park og meira segja villtumst við í lestinni í myrkrinu og enduðum einhvers staðar þar sem tveimur ungum stúlkum með ferðatöskur var ekki óhætt að vera á þeim tíma nætur….!
Eitt er víst að ef ég hefði siglt út að Frelsisstyttuna hefði ég ekki haft tíma til að skoða tvíburaturnana eins og ég gerði. Ekkert er eilíft og sú hugsun flaug ekki um hugann að þessi ólýsanlegi risastóri steinsteypuklumpur yrði ekki til staðar að eilífu.
Markmiðið er því að komast til New York aftur og skoða frelsisstyttuna áður en eitthvað langt í burtu ríki hefnir sín á henni. Öllu frekar væri gáfulegra að smella sér til Köben og skoða hafmeyjuna áður en reiðir trúarmenn senda hana enn einu sinni í viðgerð. Úffff…aumingja Danir.
Kannski var hann bara svona skemmtilegur því ég hef sjálf komið til New York, hef samt líka komið til London svo það getur varla verið skýringin.
Ég hef tvisvar sinnum komið til New York, viku fyrir jól árið 1997 og um páskana árið 1998. Fyrri ferðin var með fjölskyldunni sem ég bjó hjá á þeim tíma og mestan tíma var ég í einhverju úthverfi og sá ekki mikið af New York. Fyrir utan að hafa séð Christmas carol í Madison Square garden. Gaman! En ekkert spes.
Í seinna skiptið fór ég með tékkneskri vinkonu minni. Þeir dagar í New York voru alveg sérstaklega skemmtilegir ef frá er talið mesta menningarsjokk ever en ég nenni ekki að skrifa um það. Við fórum um allt, vorum á hóteli á 88 street og þar af leiðandi í gönguferð við alla skemmtilegu staðina. Við skoðuðum Wall street hverfið og nautið með stóra punginn. Við lögðum ekki í biðröðina til að sigla út í Frelsisstyttuna. Við stóðum á turnum sem nú eru horfnir. Við fórum upp í Empire state bygginguna. Soho, Litla Ítalía, Chinatown og Central park og meira segja villtumst við í lestinni í myrkrinu og enduðum einhvers staðar þar sem tveimur ungum stúlkum með ferðatöskur var ekki óhætt að vera á þeim tíma nætur….!
Eitt er víst að ef ég hefði siglt út að Frelsisstyttuna hefði ég ekki haft tíma til að skoða tvíburaturnana eins og ég gerði. Ekkert er eilíft og sú hugsun flaug ekki um hugann að þessi ólýsanlegi risastóri steinsteypuklumpur yrði ekki til staðar að eilífu.
Markmiðið er því að komast til New York aftur og skoða frelsisstyttuna áður en eitthvað langt í burtu ríki hefnir sín á henni. Öllu frekar væri gáfulegra að smella sér til Köben og skoða hafmeyjuna áður en reiðir trúarmenn senda hana enn einu sinni í viðgerð. Úffff…aumingja Danir.
1 comments:
At 3:39 PM, Velkomin í Ruglið!!! said…
Sæl
Ég er alveg sammála þér með þessa þætti. Er nú búin að horfa á þá og mér fannst NY þátturinn bestu. Þó hef ég ekki komið þangað hehe ;) En ég held að það sé vegna þess að hann fór svo víða og talaði bara stutt um allt og á mannamáli hehe, allavega mitt álit.
Kv. Guðbjörg
Post a Comment
<< Home