Staksteinar
Stepping stones – þ.e. steinar sem maður stígur á til að þess að komast frá einum árbakka yfir á annan, er ekki réttast að þýða það Staksteinar?
Hérna er talvan! Einn unginn minn sagði þetta í dag og ég með hjartað í buxunum yfir því að íslenskan væri að deyja út leiðrétti hana….þú átt að segja tölva! Af hverju spurði barnið? Nú af því annars myndir þú fara út í búð og biðja um talvaleiki. Jááááá sagði barnið, auðvitað og svo hlógu þau, auðvitað sögðu börnin í kring…við förum sko aldrei í talvaleika, við spilum sko tölvuleiki!!! Þau eru skýr þessir ungar skal ég segja ykkur. Ég trúi því ekki að þau passi ekki upp á tungumálið sitt eins og við hin.
Vissuð þið að það er hægt að fá innilokunarkennd á stóru opnu svæði. Fólk fyllist innilokunarkennd í stórmörkuðum eða bara þar sem margt fólk er. Amma mín var með mikla innilokunarkennd. Hún fékk innilokunarkennd af því að sitja föst við girðingu. Hún var að vinna úti á túni og ætlaði að skríða undir girðingu en festi sig við hana og sat þar föst í einhvern tíma. Eftir það var amma með mikla innilokunarkennd. Ég er líka með innilokunarkennd og ég man alveg hvenær það byrjaði.
Ég var að leika heima hjá vinkonu minni. Við vorum frægar fyrir undarlega og heimatilbúna leiki og þennan dag vorum við að leika okkur í fangelsisleik. Við vorum sennilega svona um tíu ára aldurinn. Ég var fanginn og vinkonan var fangavörðurinn. Leikvöllurinn voru allir lausir púðar í húsinu, öll teppi og annað í þeim dúr. Ég man svo sem ekki nákvæmlega út á hvað leikurinn gekk það eina sem ég man ég var ekki neinn draumafangi og var því stungið í einangrun. Og þá kemur að rúsínunni í pylsuendanum. Ég var látin leggjast á gólfið á mottuna og svo var mér rúllað upp í þessa löngu mottu. Mottan var stór svo hvorki haus né hali stóð út fyrir og tilfinning var sennilega eins og hjá kjúklingi í sellófón. Ég gat ekki hreyft mig og trúið mér það var ótrúlega dimmt og loftlaust í þessari upprúlluðu mottu. Það er ekki margt sem ég frá þessum árum fyrir 1990 en þessi minning er steypt í hausnum á mér.
Svona var það…..einn staksteinn sem skýrir það hvers vegna Janus litli getur ekki breytt upp fyrir haus og þarf að beita sig hörðu til að ganga með húfu…..!
Hérna er talvan! Einn unginn minn sagði þetta í dag og ég með hjartað í buxunum yfir því að íslenskan væri að deyja út leiðrétti hana….þú átt að segja tölva! Af hverju spurði barnið? Nú af því annars myndir þú fara út í búð og biðja um talvaleiki. Jááááá sagði barnið, auðvitað og svo hlógu þau, auðvitað sögðu börnin í kring…við förum sko aldrei í talvaleika, við spilum sko tölvuleiki!!! Þau eru skýr þessir ungar skal ég segja ykkur. Ég trúi því ekki að þau passi ekki upp á tungumálið sitt eins og við hin.
Vissuð þið að það er hægt að fá innilokunarkennd á stóru opnu svæði. Fólk fyllist innilokunarkennd í stórmörkuðum eða bara þar sem margt fólk er. Amma mín var með mikla innilokunarkennd. Hún fékk innilokunarkennd af því að sitja föst við girðingu. Hún var að vinna úti á túni og ætlaði að skríða undir girðingu en festi sig við hana og sat þar föst í einhvern tíma. Eftir það var amma með mikla innilokunarkennd. Ég er líka með innilokunarkennd og ég man alveg hvenær það byrjaði.
Ég var að leika heima hjá vinkonu minni. Við vorum frægar fyrir undarlega og heimatilbúna leiki og þennan dag vorum við að leika okkur í fangelsisleik. Við vorum sennilega svona um tíu ára aldurinn. Ég var fanginn og vinkonan var fangavörðurinn. Leikvöllurinn voru allir lausir púðar í húsinu, öll teppi og annað í þeim dúr. Ég man svo sem ekki nákvæmlega út á hvað leikurinn gekk það eina sem ég man ég var ekki neinn draumafangi og var því stungið í einangrun. Og þá kemur að rúsínunni í pylsuendanum. Ég var látin leggjast á gólfið á mottuna og svo var mér rúllað upp í þessa löngu mottu. Mottan var stór svo hvorki haus né hali stóð út fyrir og tilfinning var sennilega eins og hjá kjúklingi í sellófón. Ég gat ekki hreyft mig og trúið mér það var ótrúlega dimmt og loftlaust í þessari upprúlluðu mottu. Það er ekki margt sem ég frá þessum árum fyrir 1990 en þessi minning er steypt í hausnum á mér.
Svona var það…..einn staksteinn sem skýrir það hvers vegna Janus litli getur ekki breytt upp fyrir haus og þarf að beita sig hörðu til að ganga með húfu…..!
4 comments:
At 1:19 PM, Anonymous said…
Hæ Jana, takk fyrir síðast. Ég ákvað að vera kurteis og kvitta aðeins fyrir mig, ég kíki oft á bloggið þitt:)
Þetta hlýtur að hafa verið hræðileg lífsreynsla, að vera rúlluð upp í teppið! Ég er líka voða gjörn að fá innilokunarkennd, finnst t.d. alveg ferlega leiðinlegt að fara í gegnum Hvalfjarðargöngin og mundi aldrei hafa hellaskoðun sem hobbí.
Eníveis, bið að heilsa þér!
Kveðja, Bríet.
At 1:42 PM, Gugga said…
Eitthvað rámar mig í þetta, alla veganna veit ég að ég vafði einhverjum í inn í golfmottu einu sinni. Vissi ekki að saklausi fangelsisleikurinn hefði haft svona langvinnar og leiðinlegar afleiðingar. Biðst innilegrar afsökunnar á æskubreki mínu :) Ef þú vilt get ég tekið þig í sjokkmeðferð sem felst í því að ég vef þig inn í sturtuhengi og set þig inn í skáp í stutta stund....alveg svínvirkar....múhahahahahahah!!!
At 2:13 AM, Tilvera okkar.... said…
múhahahahahaha!!! Ég elska þig samt!!!!
At 2:13 AM, Tilvera okkar.... said…
Takk Bríet, gaman að vita að þú lest mig :)
Post a Comment
<< Home