Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Friday, January 13, 2006

Föstudaginn 13

...þetta á að vera hinn eini sanni óhappadagur ;( Föstudagurinn þrettándi verður einu sinni til þrisvar sinnum á ári. Á þessum degi eru margir svo óttaslegnir að þeir mæta ekki til vinnu - það hefði kannski átt að hafa þennan snjóuga dag bara heilagan frídag. Ég er búin að sitja heima í dag með ferlega flensu og leiðindi, þessi heimaseta hefur náttúrulega ekkert að gera með það að í dag er föstudagurinn 13.

Hræðsla við töluna 13 er kölluð triskaidekafobia. Ýmsar skýringar hafa verið settar fram um uppruna þessarar fælni og hjátrúin sem tengist henni birtist í ýmsum myndum. Til að mynda hafa mörg hótel enga hæð sem kölluð er 13. hæðin, happdrætti forðast að gefa út miða númer 13, sumum finnst borðhald með 13 manneskjum óhugsandi og fjöldamorðingjar sem hafa 13 stafi í nafninu sínu eru tíndir til hjátrúnni til staðfestingar. Þegar þrettánda dag mánaðarins ber upp á föstudag á dagurinn að vera slíkur óheilladagur að sumt fólk forðast jafnvel að mæta til vinnu.

Sú skýring sem heyrist líklega oftast á neikvæðri ímynd tölunnar 13 er að við síðustu kvöldmáltíð Krists hafi verið samtals þrettán menn. Óorðið sem föstudagurinn þrettándi hefur á sér má svo meðal annars rekja til þess að krossfesting Krists á að hafa farið fram á föstudegi.

En hjátrú! Eruð þið hjátrúafull?

Er hjátrú að trúa því að maður verði að svara fyrir gjörðir sínar í þessu lífi í því næsta? Ef svo er þá er ég hjátrúafull og mun því fara með svarta köttinn minn í strýpur á næstu dögum :) fara inn um gluggann á íbúðinni minni svo ég þurfi ekki að labba undir stiga, setja kross í öll horn og sofa á Biblíunni :)

Léttar lundir og góðar stundir.

0 comments:

Post a Comment

<< Home