Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Monday, January 02, 2006

Kvikmyndir ársins!!!!

Hitch, Sideways, Bridget Jones the edge of reason, Notebook, Mr. And Mrs. Smith, 13 going on 30, The Incredibles, Be cool, The pacifier, Alfie.

Á lista yfir vinsælustu myndir ársins 2005 eru 58 myndir og ég er bara búin að sjá tíu þeirra, þær sem taldar eru upp hér að ofan. Fjórar þeirra sá ég á í bíó, tvær þeirra í flugvél (mjög athyglisvert því ég fór bara einu sinni erlendis á árinu), eina sá ég í gær…og hinar þrjár við eitthvað annað tilefni. Já ég er ekki mikið inni í bíómyndunum. Þegar ég lít yfir þennan lista langar mig líka ekki til sjá nema örlítin hluta þessara mynda. Þær sem efstar eru á lista ef ske kynni að ég færi á vídeoleigu á næstunni myndi ég vilja sjá Hotel Rwanda, Closer og Finding Neverland.

Ég er búin að rífa opnuna úr blaðinu og ætla að bæta mig og auka prósentuna úr 5,8 í að minnsta kosti 15.

3 comments:

  • At 2:57 PM, Blogger Sveinsína said…

    Í hvaða blaði var þessi listi? Forvitni mín er vakin :o)

     
  • At 8:03 AM, Blogger Tilvera okkar.... said…

    Blaðinu sem maður fær á vídeoleigunum - Kvikmyndir mánaðarins!!!

     
  • At 8:18 PM, Blogger Helena said…

    já þú verður að sjá Hotel Rwanda og Closer, búin að sjá þær báðar heheh á þær reyndar báðar og þær eru mjög góðar :) mæli með þeim. Ég held að ég hafi séð um 15 myndir af þessum topp 58 :) þarf að telja aftur ehe

     

Post a Comment

<< Home