Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Monday, December 26, 2005

Það er komin jólanótt!

Ég er ennþá með kjánahroll yfir innihaldi síðustu færslu....haldið þið að það sé til fólk sem heldur að það sé hægt að taka lyf við því að vera samkynhneigður? Stundum verður meira að segja Janus litli orðlaus!

Ótrúlegt hvað þessi jól eru fljót að líða....það er búið að vera undirbúa jólin í margar vikur og svo bara búið! Það varð þannig um þessi jól að ég var bara ein með mömmu og pabba, og ég er ekki einu sinni litla barnið á heimilinu! Sorglegt!

Með það í huga fékk ég náttúrulega fullt af pökkum því þeir eru nú mest fyrir börnin. Ég fékk nýja potta, sat uppi með einn lítinn pott úr Ikea eftir að hafa gert heiðarlega tilraun til að kveikja í engu í góða pottinum. Ég fékk ilmvatn, og fótameðferðarkrem, ilmjurtir og kerti sem breytir lit (geggjað). Ég fékk krem á þurru húðina mína og ég fékk geggjað flottan heimagalla - svona mjúkan velúrgalla. Svo fékk ég náttföt og sokka og síðast en ekki síst...pening til endurnýjunnar á eldhúsinnréttingu......held ég hafi ekki gleymt neinu!

Ég er búin með jólapússlið, alla 1500 bitana og jólin eru ekki einu sinni búin. Ég ætlaði því að rifja upp kynni mín við jólapússlið síðan í fyrra en það er því miður harðlæst inni í skáp og lykillinn brotinn, er ekki soldið hallærislegt að rífa í sundur jólapússlið til að pússla það aftur? Ég held ég reyni frekar að brjótast inn í antikskápinn.

Ég fór heim til Gunnars frænda áðan en hann var að koma heim af ekki ómerkari stað en suðurpólnum. Þar voru næstum öll systkini og fjölskyldur hans komin saman og tóku á móti honum í jólaveislu...sólarhring of seint...en jólin koma þá bara í Lóurimann í fyrramálið :) Gunnar var krýndur Mr. world record með svona ekta fegurðarsamkeppnisborða, því einhver hafði víst sagt í fréttum að hann væri fegurðardrottning, greinilegt að sá hinn sami þekkir ekki Gunnar!!! Hann stillti sér upp fyrir myndatökur og sagði okkur svo nokkur orð um þetta ævintýri. Hann lofar meiru seinna með myndum...maður bíður bara spenntur þangað til :) Suðurpólinn.....been there done that!!! Næsta verkefni verður að keyra frá Íslandi til Grænlands.....ef ég þekki kappann rétt myndi hann alveg getað kokkað slíkt farartæki á verkstæðinu sínu og rústað fleiri heimsmetum.

Svona er Ísland, Julia vinkona mín í Braselíu á ennþá ekki til orð, nú frétti hún að við kaupum meira en allir aðrir (hún hafði reyndar fengið smjörþefinn af verlsunaróðum Íslendingum þ.e. þegar hún horfði á mig í sumar, en það er allt önnur saga). Ísland á Ungfrú heim 2005 sem er skyld mér í 7 lið (eins og allir Íslendingar) og svo eigum heimsmethafa sem rústaði heimsmetinu á Suðurpólinn og nota bene hann er skyldur mér í 1 lið ..... Bréfið hennar endaði því svona í þetta sinnið.........................OH MY GOD, I HAVE TO COME!!!!

Já, já...góða nótt.....og gleðileg jól.........maður stoltur af því að vera Íslendingar og hana nú!!!!!!!!

0 comments:

Post a Comment

<< Home