Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Friday, December 30, 2005

Dóttir vörubílstjóra og klæðskera!

Sá grein í einhverju slúðurblaði um karlinn sem leikur House!! Þar er svona upptalning á öllu því merkasta sem hann hefur eða hefur ekki gert á ævi sinni. Alla vega ef samskonar grein myndi nú birtast um mig þ.e. þegar ég yrði fræg myndi hún hljóma einhvern vegin svona:

1. Kristjana Pálsdóttir er fædd í verslunarstórborginni Selfoss, eða Árborg eins og nú á víst að segja, 25 febrúar á því herrans ári 1977.

2. Pabbi Kristjönu starfar sem vörubílstjóri og þyrfti að hafa að minnsta kosti 30 klukkutíma í sólarhringum ef allt ætti að nást. Móðir Kristjönu starfar sem klæðskeri og hefði líka nóg að gera á 30 klukkutíma sólarhring.

3. Kristjana er miðjubarnið í fjölskyldunni sinni, hún á eldri systir sem býr í Reykjavík og yngri bróðir sem býr á Selfossi. Sjálf býr hún í Reykjavík.

4. Kristjana lauk námi frá Kennaraháskóla Íslands árið 2001 og svo frá framhaldsdeild sama skóla árið 2003. Hún hefur frá útskrift starfað sem grunnskólakennari í nokkrum eðalskólum.

5. Á yngri árum var Kristjana mikið í íþróttum en lagði gaddaskóna á hilluna um 18 ára aldur vegna áverka sem hún varð fyrir í baki þegar keyrt var aftan á bifreið hennar.

6. Kristjana á geysistóra fjölskyldu sem býr að mestum hluta á Selfossi. Faðir hennar á 8 systkini og móðir hennar á 8 líka þó tvö þeirra séu ekki á þessari jörð. Öllu þessu fólki fylgir urmull af börnum og barnabörnum.

7. Á framhaldsskólaárunum átti Kristjana kærasta frá Stokkseyri, á háskólaárunum annan úr Reykjavík, dundur í Keflavík og svo hirðfíflið úr Reykjavíkinni. Kristjana fer rólega í tilfinningalífinu í dag eftir að hafa brennt sig illa á liðnum árum.

8. Helstu afrek Kristjönu eru þau að vera með tvo fætur, tvær hendur og eitt höfuð eins og aðrir. Vissulega væri hægt að telja upp efnislega hluti líka en dauðir hlutir eru ekki það sem Kristjana setur í fyrsta sæti. Fyrst og fremst skipa fjölskylda og vinir fremstu bekkina í lífsleikritinu hennar.

9. Kristjana hefur mikinn áhuga á námsefni og námsefnisgerð og hefur síðustu 8 ár búið til urmul af efni sem notað er orðið í nokkrum skólum á landinu. Hún sér fram á mikla gósen tíð í þeirri grund.

10. Kristjana er eðlisfræðingur í dulbúningi. Einu sinni sannaði hún lögmálið um að allt sem fer upp kemur niður aftur....þá reyndi hún að fljúga á hjólinu sínu en lenti á andlitinu á götunni og hefur gatan ekki boðið þess bætur síðan.

ps. Muna eftir að kvitta fyrir sig - komment og gestabók í boðinu!

Thursday, December 29, 2005

Efni dagsins:

Efni dagsins:

14. janúar 2005 sló teljarinn í 10.000, fann ekki hvenær hann sló í 20.000 en núna mun hann slá í 30.000 - sem sagt á einu ári hafa verið um 20.000 heimsóknir....það eru að meðaltali 55 heimsóknir á dag, sem er bara nokkuð gott þegar litið er yfir svona langan tíma. Mér finnst gaman að blogga og ég vona að einhverjum sem lesa þyki gaman að lesa. Mér þætti mjög gaman að fá einhverja hugmynd um þá sem eru að lesa en ég er með svo harðlæst komment kerfi að það er ekki fyrir hvern sem er að kommenta...en þeir sem geta!!!!! Af þessu tilefni færði ég gestabókina mína efst í bloggið en þar er hægt að kvitta án þess að skrá sig inn eða setja inn leyniorð, eða að setja inn orðakóðann!!! Vona nú samt að þið getið þrátt fyrir svona lausar hendur skrifað mér kveðju undir nafni :) Látið í ykkur heyra.

Helstu umhugsunarefni dagsins voru eftirfarandi:

1. Juðari er alveg snilldaruppfinning, eftir að hafa eytt þremur tímum í pússa 4 skáphurðir með sandpappír gafst ég upp og náði í juðara og pússaði restina fyrir kvöldmat. Núna eftir allt þetta juð er eldhúsinnréttingin mín hvít!!

2. Agnar sprautari hvatti mig til að taka þetta með trompi og setja einhvern almennilegan lit á innréttinguna. Ég juðaðist með þetta í hausnum í dag og allt í einu fékk ég hugljómun. Á eldhúsborðinu stóð Appelsín flaska og á miðanum sá ég litinn.....sem sagt innréttingin verður blá (nema hvað) eins og blái liturinn í miðanum á Appelsín flöskunni :) Geggjað!

3. Forsætisráðherra lýsir vonbrigðum með kjaradóm. Hmmmm er ekki soldið spes að fara í fýlu yfir að fá launahækkun. Ég skal með glöðu geði senda honum og öllum öðrum í þessari stjórn ríksins, reikningsnúmerið mitt og þau geta þá bara lagt mismuninn inn á mig!!!! Sérkennilegt?

4. Ekkert þýðir að kvarta yfir nýja veginum yfir Hellisheiði og Svínahraun því samskonar vegur hefur gefist vel í Svíþjóð! Er þetta ekki soldið langsótt? Þó Ikea geri sama gagn á Íslandi og í Svíþjóð er varla hægt að líkja einhverri malbiksbraut yfir fjall á Íslandi og Svíþjóð saman.

5. Ein furðufrétt af mbl.is: Rifrildi pars í Blue Springs í Missouri í Bandaríkjunum út af farsíma fékk óvæntan endi síðastliðna nótt þegar konan gleypti símann í heilu lagi. Þegar lögregla kom á staðinn sat síminn fastur í hálsi konunnar, sem er 24 ára.

6. Mikið rosalega er óhuggulegt að á Íslandi geti öldruð kona verið dáin í 3 vikur án þess að nokkur vitji hennar. Nú held ég unga fólkið verði að taka höndum saman og finna einhverjar leiðir til að svona atburðir komi ekki fyrir. Hvernig getur þetta gerst???

AFMÆLI

Í dag 28 desember eiga fjórir afmæli sem ég þekki. Þetta er nota bene eini dagurinn í allri afmælisdagabókinni minni þar sem allar fjórar línurnar eru uppteknar.

Afmælisbörnin eru:
Óli Hauks verður eitthvað rúmlega fimmtugur í dag.
Bjöggi frændi fyrrum söngvari og Idol reynari verður 29 ára í dag.
Magga Ósk frænka og fræðingur í lögum verður 27 ára í dag.
Fríða frænka og kubbaeigandi verður 26 ára í dag.

Svona syngur maður fyrir marga í einu:
Þau eiga afmælisdag.
þau eiga afmælisdag.
þau eiga afmælisdag, dag!
Þau eiga afmælisdag.

Húrra og jei fyrir þeim!

Wednesday, December 28, 2005

Vantar hljóð!!

Tuesday, December 27, 2005

.........og svo jólafríið áfram.

Mér finnst þetta ekki sanngjarnt gagnvart verlsunarfólki, rétt þegar jólastressið er búið og jólin raða sér á helgi....þá byrja ÚTSÖLUR!!!!!!!! Nú til að styðja verslunarfólk fór ég náttúrulega á eina útsölu í dag. Fór í Ikea og sá hinn fullkomna glerskáp sem mig langar í í stofuna mína fyrir góðan pening.....svo ef einhver þarf að losna við 20.000 þús krónur þá skal ég með glöðu geði taka þær eignarnámi.

Mér til mikillar gleði og ánægju og yndisauka og kartaflna voru loksins til höldurnar sem ég ætla að setja á fínu innréttinguna þegar það verður búið að sprauta hana. Innréttingin liggur núna í aftursætinu á bílnum mínum. 16 hurðir og 7 skúffur. Það krafðist ótrúlegrar lagni að ná þessu niður og meira að segja þurfti bara krafta á það síðasta.........merkilegt alveg hreint. Kerlan hafði það meira að segja af að gera frontið á skúffunni skítugt að innan.....Skil ekki hvernig hún fór af því!!!!

Svo var alveg fullt af jólapósti í póstkassanum mínum, sorry þið öll sem ég sendi ekki jólakort, ég er bara pínu sauður stundum. Ég get svarið það að ég gleymdi að senda öllum frændsystkinum mínum jólakort....nema Sigrúnu!!!!!!! Ég mun taka lýsi fyrir næstu jól og skrifa kort handa ykkur öllum!!!! Mér finnst svo frábært hvað fólk er duglegt að setja myndir í kortin sín, ég fékk alveg tvær brúðkaupsmyndir og fullt, fullt af barnamyndum!!!!

úfffffffff frekar scary með fólkið þarna á Frakkastígnum, sérkennileg jólasteik það árið!! Nú styttist í gest númer 30.000. Ég á ennþá gjöfina sem gekk ekki út fyrir tíuþúsundastagestinn, og svo aftur ekki fyrir þann númer 20.000! Kannski gerist það við 30.000 að hún gengur út!

Svona var 27.desember...lifið heil :)

Núverandi.

  • Núverandi tími: 19:26.
  • Núverandi föt: brúnar buxur, rauður rúllukragabolur, gulur brjóstahaldari, rauð brók og svartir s0kkar (það mætti halda að það væri þvottadagur).
  • Núverandi skap: Er bara nokkuð brött eftir víndrykkju fram á morgun, finn samt skapið versna með hverri mínútu sem líður enda alveg að koma háttatími.
  • Núverandi hár: Dökkt, sítt í styttum, laust.
  • Núverandi pirringur: Barnaskapur og fíflagangur í skyldmennum og já er með smá hausverk eftir næturbröltið.
  • Núverandi lykt: Jólagjöfin frá Sigga og Önnu sem heitir Miracle frá Lancome.
  • Núverandi hlutur sem þú átt að vera að gera: Hmmmm ég er í jólafríi svo ég á ekki að vera neitt krefjandi.....þess vegna sit ég bara og blogga :)
  • Núverandi skartgripur: Ég veit þið trúið því ekki en........ég er ekki með einn einasta skartgrip, ekki einu sinni úr.....bara mitt undurfallega bros :)
  • Núverandi áhyggjur: Barnaskapur og fíflagangur í fullorðnum skyldmennum.
  • Núverandi löngun: Mmmmmmmmm sandur og sól og fír!
  • Núverandi ósk: Mmmmmmmmmmm sandur og sól og fír!
  • Núverandi farði: Maskari!
  • Núverandi eftirsjá: Hmmmmmm....erfitt að segja er bara nokkuð sátt með sjálfið þessa dagana!!!
  • Núverandi vonbrigði: Barnaskapur og fíflagangur í fullorðnum skyldmennum!
  • Núverandi skemmtun: http://www.mega.is/wg/product/product=75 .....hvað get ég sagt...ég er nörd!!!
  • Núverandi ást: Ég elska sjálfa mig og kannski svolítið þig :)
  • Núverandi staður: Í tölvunni hans pabba á Selfossi!
  • Núverandi bók: Er ennþá að paufast í gegnum bók sem heitir Svo fögur bein :)
  • Núverandi bíómynd: Er alveg með Love actually í hausnum síðan á jóladag.
  • Núverandi íþrótt: stólfimi og pottalega!!! er það ekki örugglega íþrótt, það er erfiðara en skák!
  • Núverandi tónlist: upptaka af aðventutónleikunum í Skálholti árið 2005, hvað get ég sagt, ég bara elska Pál Óskar!
  • Núverandi lag: pffffffff my mind is empty!
  • Núverandi blótsyrði: Hans í koti!
  • Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: tölvast og horfast og já jafnvel pottast :)
  • Núverandi manneskja sem að þú ert að forðast: Pffff forðast smorðast...komdu ef þú þorir!!!
  • Núverandi hlutir inni í þessu herbergi: Skrifstofan hans pabba, rúm, köttur, ég, og svo bunki af fötum á skrifstofunni.......hvað meiniði það er engin skápur hérna inni
  • Núverandi klukkarar: ég held enn í vonina og klukka þá sem ekki hafa bloggað í margar herrans vikur........Gugga, Inga, Halla, Gerður, Guðfinna og Anna Margrét..........svona hott, hott!

Já, stundum er það skárra að vera kvenmaður!

Betra að vera kona?

1. Þú getur gert fleira en eitt í einu

2. Ef þú ert með bólur geturðu málað yfir þær

3. Þú getur afsakað allt með því að það sé sá tími mánaðarins

4. Þú getur farið í lýtaaðgerð og stært þig af því

5. Maki þinn er alltaf til í að sofa hjá þér

6. Þú gengur fyrir í þau störf sem þú og jafnhæfur karlmaður sækja um

7. Þér er frekar fyrirgefið ef þú lætur einhverja vitleysu út út þér

8. Þú ert falleg nakin

9. Ef þú prumpar í bíó grunar þig enginn

10. Þú borgar lægri skatta en karlar (ert að vísu með lægri laun)

11. Þú ferð fyrst í björgunarbátana

12. Þú mátt keyra eins og hálfviti

13. Það finnst engum skrítið þótt þú hangir langtímum saman inni á klósetti

14. Þú lifir lengur

15. Þú getur feikað fullnægingu

16. Þú manst hvenær allir eiga afmæli

17. Ef þér gengur illa í vinnunni geturu hætt og farið heim og eignast börn

18. Þú getur gengið í bæði kjól og buxum

19. Ef þú missir hárið og þarft hárkollu fattar það enginn

20. Þú getur farið staurblönk á stefnumót

21. Þegar þú ert dónaleg finnst karlinum það kynæsandi

22. Þér er hjálpað ef það springur á bílnum

23. Þú getur tekið vinkonu þína með á klósettið

24. Þú færð börnin ef þú skilur

25. Þú getur saumað fötin á þig án þess að vera talin furðufugl

26. Þú getur eignast barn

27. Það eru opnaðar fyrir þér dyr

28. Þú pissar ekki út fyrir

29. Þú þolir sársauka betur

30. Fólk klórar sér ekki í kynfærunum fyrir framan þig

31. Þú þarft aldrei að kaupa smokka

32. Brad Pitt

33. Þú veist hvort stærðin skiptir máli

34. Þú hefur löglega afsökun til að vera alger tík einu sinni í mánu
ði

Monday, December 26, 2005

Það er komin jólanótt!

Ég er ennþá með kjánahroll yfir innihaldi síðustu færslu....haldið þið að það sé til fólk sem heldur að það sé hægt að taka lyf við því að vera samkynhneigður? Stundum verður meira að segja Janus litli orðlaus!

Ótrúlegt hvað þessi jól eru fljót að líða....það er búið að vera undirbúa jólin í margar vikur og svo bara búið! Það varð þannig um þessi jól að ég var bara ein með mömmu og pabba, og ég er ekki einu sinni litla barnið á heimilinu! Sorglegt!

Með það í huga fékk ég náttúrulega fullt af pökkum því þeir eru nú mest fyrir börnin. Ég fékk nýja potta, sat uppi með einn lítinn pott úr Ikea eftir að hafa gert heiðarlega tilraun til að kveikja í engu í góða pottinum. Ég fékk ilmvatn, og fótameðferðarkrem, ilmjurtir og kerti sem breytir lit (geggjað). Ég fékk krem á þurru húðina mína og ég fékk geggjað flottan heimagalla - svona mjúkan velúrgalla. Svo fékk ég náttföt og sokka og síðast en ekki síst...pening til endurnýjunnar á eldhúsinnréttingu......held ég hafi ekki gleymt neinu!

Ég er búin með jólapússlið, alla 1500 bitana og jólin eru ekki einu sinni búin. Ég ætlaði því að rifja upp kynni mín við jólapússlið síðan í fyrra en það er því miður harðlæst inni í skáp og lykillinn brotinn, er ekki soldið hallærislegt að rífa í sundur jólapússlið til að pússla það aftur? Ég held ég reyni frekar að brjótast inn í antikskápinn.

Ég fór heim til Gunnars frænda áðan en hann var að koma heim af ekki ómerkari stað en suðurpólnum. Þar voru næstum öll systkini og fjölskyldur hans komin saman og tóku á móti honum í jólaveislu...sólarhring of seint...en jólin koma þá bara í Lóurimann í fyrramálið :) Gunnar var krýndur Mr. world record með svona ekta fegurðarsamkeppnisborða, því einhver hafði víst sagt í fréttum að hann væri fegurðardrottning, greinilegt að sá hinn sami þekkir ekki Gunnar!!! Hann stillti sér upp fyrir myndatökur og sagði okkur svo nokkur orð um þetta ævintýri. Hann lofar meiru seinna með myndum...maður bíður bara spenntur þangað til :) Suðurpólinn.....been there done that!!! Næsta verkefni verður að keyra frá Íslandi til Grænlands.....ef ég þekki kappann rétt myndi hann alveg getað kokkað slíkt farartæki á verkstæðinu sínu og rústað fleiri heimsmetum.

Svona er Ísland, Julia vinkona mín í Braselíu á ennþá ekki til orð, nú frétti hún að við kaupum meira en allir aðrir (hún hafði reyndar fengið smjörþefinn af verlsunaróðum Íslendingum þ.e. þegar hún horfði á mig í sumar, en það er allt önnur saga). Ísland á Ungfrú heim 2005 sem er skyld mér í 7 lið (eins og allir Íslendingar) og svo eigum heimsmethafa sem rústaði heimsmetinu á Suðurpólinn og nota bene hann er skyldur mér í 1 lið ..... Bréfið hennar endaði því svona í þetta sinnið.........................OH MY GOD, I HAVE TO COME!!!!

Já, já...góða nótt.....og gleðileg jól.........maður stoltur af því að vera Íslendingar og hana nú!!!!!!!!

Saturday, December 24, 2005

Oh my god!

Ég veit það eru að koma jól og þetta er kannski ekki alveg rétti textinn til að hafa uppi á aðfangadag....en ég bara varð!!! Er til eitthvað heimskulegra?

Disease Information More than 80 million Americans suffer from some type of Homosexuality, and one in eight persons need treatment for Homosexuality during his or her lifetime. Homosexuality is not a character flaw; it is neither a "mood" nor a personal weakness that you can change at will or by "pulling yourself together."

Many healthy men can identify with having some of the symptoms of homosexuality, such as experiencing sexual fantasies about other men; But Homosxuality is diagnosed only when these activities take at least an hour a day, are very distressing, and interfere with daily life.

We encourage you to Learn more specifics about homosexuality from your doctor- The more you know about the illness itself, the more you can do to manage and recover from it.

Hetracil is the world's most widely prescribed anti-effeminate; it has been prescribed for more than 54 million people worldwide. Chances are, someone you know is getting better because of it. Learn more about how Hetracil works to make you better, so that you can know what to expect while you work toward your recovery.

http://www.hetracil.com/

.....er til eitthvað heimskulegra????????????????

Friday, December 23, 2005

Í sæluna!

Þá er maður komin á Selfoss á hótel mömmu eins og einhver sagði. Hér er náttúrulega allt tilbúið fyrir jólin og ekki eyðilagði hin stanslausa snjókoma í allan dag fyrir jólaskapinu. Pakkarnir komnir undir tréð, ljósin komin á tréð, búið að þvo sængurföt og viðra sængina. Já það mætti halda að jólin væru á morgun!!!!

Um hádegi í dag fór samt undarleg stækja að berast úr eldhúsinu, ég er algerlega á móti því að hér sé orðið eitthvað skötupartý á hverri Þorláksmessu. Þegar mamma smellti skötunni á borðið fyrir framan Árna Þór litla frænda kom skelfingarsvipur á barnið svo tók hann fyrir nefið og sagði stundarhátt ÉG VIL FÁ GRJÓNAGRAUT!!! Það var alveg þokkalega fyndið. Sem sagt skötustækjan yfirtók allt í fína jólahúsinu hennar mömmu og mér er alveg sama þó hún sé holl og allt þannig þá er þetta að mínu áliti ekki mannamatur og ætti ekki að vera borin fram sem slíkur. Ég stakk því bara af, smellti börnunum á sleða og fór með þau í gönguferð og þegar við komum svo heim var ekki lengur skötulykt, nei, nei það hafði eitthvað annað gerst.......HANGIKJÖTSSTÆKJA!!!! Ég varð mjög ráðavillt og fór að spyrja mig þessara spurninga. Hvort er betra? Hvort er verra? Hvort vildir þú heldur sofa hjá skötu eða hangikjöti?

Ég spurði pabba: hann sagðist ekki vilja sofa hjá hvorugu þeirra en hann væri alveg til í að éta það hvoru tveggja. Aðrir fussuðu og sögðu "láttu ekki svona?"

Spurning dagsins er því þessi? HVORT VILDIR ÞÚ HELDUR SOFA HJÁ HANGIKJÖTI EÐA SKÖTU????

Þangað til vil ég bara grjónagraut!!!

Þetta var það áhugaverðasta á mbl!!!!

Nýja árinu frestað um eina sekúndu

Árinu 2006 hefur verið frestað, en þó ekki nema um eina sekúndu. Rétt fyrir miðnætti á gamlárskvöld að Greenwich-viðmiðunartíma, sem er sá sami og íslenskur tími, verður klukkum seinkað um eina sekúndu, og henni þannig bætt við árið - svonefndri hlaupasekúndu. Mælingastöð bandaríska flotans greindi frá þessu í dag.

Thursday, December 22, 2005

Gleðileg jólin!!!


Ef þið finnið númerið endilega sendið mér e-mail!!

Slúður!!

Afi Enrique eignast barn - það var gert svo mikið grín af áhugaleysi mínu á slúðri....ég meina hverjum er ekki sama um hvað einhver leikari í langt í burtu landi heldur framhjá fyrrverandi konu bróðir síns sem er ólétt eftir pabbann!!!

Svo hér kemur eitt stórmerkilegt slúður....þið heyruð það fyrst hjá mér!!!!

Afi söngvarans Enrique Iglesias, Julio Iglesias eldri, er að verða pabbi aftur og er hann 90 ára. Eiginkona hans Ronna Kneit (43) á von á öðru barni þeirra aðeins ári seinna eftir að þau eignuðust sitt fyrsta barn saman, Jamie. Þetta allt saman þýðir að pabbi Enrique eignast bróður viku áður en hann verður 63 ára.

Wednesday, December 21, 2005

Belja í tré!!

Hvernig í ósköpunum komst hún upp í tré?

Jólagjöfin mín!!!!!


There is a new Friends video game out now called Friends: The One With All the Trivia. It's available for both the PC and the Playstation 2. The video game is a question and answer based game using over 600 memorable episodic clips, audio soundbites, catchphrases and live-audience laughter from all 10 seasons of the hit show to test players' "Friends" knowledge. Recurring show characters Janice, Actress: Maggie Wheeler, and Gunther, Actor: James Michael Tyler host the game, reading over 3000 interactive questions and guiding players through fast-paced gameplay including different single and multi-player game options. And currently there is special going where you can get $5 back when you purchase both the video game and Friends Season 10 on dvd. For more info be sure to click here for the PC version or here for the Playstation 2 version.

Bíómyndalærdómur

Hlutir sem við myndum aldrei vita ef ekki væri fyrir amerískar bíómyndir

  • Það skiptir ekki máli þó að þú ert að berjast við marga í bardagaíþróttum- óvinir þínir bíða alltaf þolinmóðir og ráðast á þig bara einn og einn í einu og hinir dansa í kringum þig á meðan.
  • Í öllum lögreglurannsóknum þá er nauðsynlegt að fara á allavega einn strippstað.
  • Þegar útlendingar eru einir finnst þeim best að tala ensku við hvor við annan.
  • Öll rúm eru með sértöku L laga laki sem ná upp undir handakrikan á konunum en aðeins að mittishæð á manninum sem liggur við hlið hennar..
  • Lögreglustjórinn rekur oftast aðal rannsóknarlögreglumanninn eða gefur honum 48 tíma frest til að leysa málið.
  • Allir innkaupapokar innihalda að minnsta kosti eitt stykki snittubrauð!
  • Það er ekkert mál fyrir hvern sem er að lenda flugvél svo lengi sem einhver sem getur leiðbeint manni í gegnum talstöðina.
  • Loftræstikerfið í hvaða byggingu sem er er tilvalinn staður til að fela sig og engin mun nokkurn tíman leita þín þar. Þú getur farið um alla bygginguna án þess að nokkur taki eftir því !
  • Lögregludeildirnar setja menn sína í persónuleika próf til þess að geta sett þá með félaga sem er akkúrat andstæða þeirra.
  • Það er hægt að sjá Effelturnin úr hvaða glugga sem er í París.
  • Allar tímasprengjur eru með risa stórum skjá þar sem tölurnar telja niður í áberandi rauðum stöfum. Svo þú getir vitað hvenær nákvæmlega þær munu springa!
  • Það er nánast bókað mál þú munnt vinna hvaða bardaga sem er, nema þú sért búin að sýna einhverjum myndir af ástvinum þínum.
  • Ef þig vantar að þykjast vera þýskur hermaður þarft þú ekki að kunna þýsku. -Það er nóg að tala með þýskum hreim.
  • Karlmaður mun ekki sýna nein sársaukamerki meðan að það er verið að berja hann í klessu en kippist til af sársauka þegar kona hreinsar sár hans!
  • Þegar verið er að borga leigubíl þá áttu aldrei að líta í veskið þitt. Kipptu bara einhverjum seðli út. Það er pottþétt nóg fyrir farinu..
  • Ef konur sofa í draugahúsi, þá fara þær að skoða öll grunsamleg hljóð í flottustu undirfötunum sínum.. Stífmálaðar!
  • Mömmur elda nánast alltaf stóran og mikinn morgunmat alla morgna, þó svo að fjölskylda þeirra hafa yfirleitt aldrei tíma til að borða hann.
  • Ef bíll lendir í árekstri, springur hann oftast í loft upp.. -Allavega kviknar í honum.
  • Öll símanúmer í bandaríkjunum byrja á 555.
  • Ein eldspíta gefur frá sér nóg ljós til að lýsa upp heilan íþróttavöll.
  • Allir þeir sem vakna upp af martröð, setjast strax upp, beint í upprétta stellingu og mása kófsveittir.
  • Það þarf ekki að segja hæ og bæ í upphafi og enda hvers símtals.
  • Jafnvel þegar keyrður er beinn vegur þá er það nauðsynlegt að hreyfa stýrið stanslaust til hliðanna.
  • það er alltaf hægt að finna stæði beint fyrir utan staðin sem þig vantar að komast á.
  • Þegar manneskja er rotuð hlítur hún aldrei varanlegan skaða af.
  • Enginn sem tekur þátt í bílaeltingaleik, flugráni, sprengingu eða árás frá geimverum, þarf á áfallahjálp að halda.
  • Þegar búið er að setja á varalit, helst hann þar alltaf... Meira að segja þegar kafað er.
  • Þú finnur alltaf keðjusög ef þig vantar slíka.
  • Alla lása er hægt að opna með kreditkorti eða bréfaklemmu á nokkrum sekúndum...

..ég þoli ekki!!

Fann þetta á netinu og fannst þetta mjög svo skemmtilegt :) og svo í anda jólanna,,,,tíhí!

Ég þoli ekki...
* Þegar maður er alveg að fara að hnerra en svo fer hnerrið.
* Gamalt fólk í umferðinni.
* Þegar maður kannast ýkt mikið við eitthvern en veit ekki hvaðan.
* Þegar kennarar þurrka ekki nógu vel af töflunni.
* Marbletti.
* Þegar að maður er nýbúin að naglalakka sig og rekur sig í eittthvað.
* Þegar maður rekur vitlausa beinið í eitthvað. * Kennara og yfirmannasleikjur.
* Þá sem pissa út fyrir.
* Þegar það er skellt á um leið og maður svarar.
* þegar rétta stærðin er ekki til í búðinni.
* þegar mjólkin er búin og mann langar geðveikt í Cocoa Puffs.
* Að fá leiðinlegt lag á heilann.
* þegar konan á undan manni í röðinni er með vont ilmvatn.
* þegar fólk er að reyna að syngja með en kann ekki textann og bullar bara eitthvað.
* Auglýsingar í miðjum sjónvarpsþáttum.
* þegar prentarinn bilar og maður á að skila ritgerð á morgun.
* Miðar innaná fötunum sem pirra mann.
* Hælsæri.
* þegar einhver heilsar þér sem þú veist ekki hver er.
* þegar afgreiðslufólk vigtar eða telur oní blandí poka.
* þegar fólk svarar ekki e-maili.
* þegar video upptakan klikkar.
* þegar maður gleymir að skila videospólunni.
* þegar einhver kófsveittur rekur sig í mann.
* Hlaupasting.
* þegar maður nær ekki að klóra sér á bakinu þar sem mann klæjar geðveikt.
* Þegar maður sest á klósettið og fattar að það er ekki til neinn klósettpappír.
* Skattskýrslur.
* Þegar einhver stór sest fyrir framan mann í bíó.
* Fólk sem fær 9 og 10 í öllu en þarf aldrei að læra.
* Einbreiðar brýr.
* Kynþáttahatur.
* Hausverk.
* Þegar maður reimar annan skóinn fastar en hinn.
* Lausar reimar.
* Þegar maður vinnur veðmál en félaginn neitar að borga.
* Að það meigi ekki segja ristavél í staðinn fyrir brauðrist. (Ristatæki?)
* Að íslendingar nenna aldrei að mótmæla almennilega.
* Baktal.
* Rauð jól.
* þegar að það er ekki sturtað niður.
* Hár í mat.
* þegar að maður er búin að gera verkefnið heima fyrir skólann og gleymir því í alvörunni heima.
* þegar gatamappan opnast og öll blöðin detta út.
* þegar að fólk talar ekki um annað en sig sjálft.
* Snobb.
* Fólk sem spyr of mikið.
* Fólk sem smjattar.
* Líffræðikennara sem þora ekki að segja typpi.
* Kul í tennurnar og í heilann þegar að maður borðar ís.
* Illa uppsettar jólaseríur.
* þegar maður getur ekki ropað.
* þegar beyglan kemst ekki í ristina.
* þegar maður man ekki brandara.
* Fólk sem tuðar yfir öllu.. hehe..

Tuesday, December 20, 2005

Jólafrí!



Já það er komið!
Jó, jó, jólafrí!!!

Miðillinn...

Ég fór aftur til miðils í gærkvöldi. Eins og síðast þá var þetta alveg mögnuð upplifun hvort sem talað var um uppvaskið, matreiðluna, snooze takkann eða tómarúm :) Ekki að ég ætli að breyta lífsstíl í takt við það sem hún sagði en samt gaman að hlusta á skýjaborgirnar sem hún byggði um framtíðina. Söngskóli, listaskóli, Danmörk og bunki af tvíburum!!!!!!!! Gaman að þessu :)

....og Það styttist og styttist, það eru aðeins 7 tímar í hið langþráða, frábæra, magnaða JÓLAFRÍ!! Það var meira að segja bara auðvelt að vakna í morgun :)

JEI!

Sunday, December 18, 2005

Ef ég myndi skrifa bók…

…myndi ég skrifa bók um framhaldsdrauminn minn síðustu mánuði og ár ef því er að skipta. Alveg magnað að fara að sofa og detta jafnharðan inn í sama drauminn aftur og aftur og aftur. Jæja í bókinni minni yrði hin grunlausa sæta stúlka sem getur ekki af þessari undarlegu stöðu sinni gert. Formálinn í bókinni myndi vera einhvern vegin svona:

Ég geng á skýi. Ég horfi á jörðina. Ég horfi á fólkið á jörðinni og velti fyrir mér hvers vegna ég er hérna uppi meðan þið eruð þarna niðri. Hérna uppi er svo fallegt. Skýin eru svo mjúk. Það flýgur flugvél fyrir ofan mig. Hjúkk þá er alla vega fólk fyrir ofan mig. Ég er þá alla vega ekki dauð og í himnaríki. Nei ég er bara hérna á þessu skýi. Mér leiðist ekkert á skýinu. Hérna uppi sé ég allt. Ég get fylgst með skemmtilegum hlutum og lokað svo augunum þegar eitthvað slæmt gerist. Ég kem hingað upp á hverri nóttu. Ég veit ekki af hverju. Ég hef reynt að hoppa niður af skýinu. En ég lendi samt alltaf á því aftur. Fyrstu dagana sat ég því bara á þessu skýi eins og klessa og vissi ekki hvaða möguleika þessi staða bauð mér. Það var því skemmtileg nótt þegar ég áttaði mig á raunverulegu stöðunni sem ég var í.

Fyrsti kafli
Fyrsta nóttin eftir uppgötvunina:

Myndir þú halda áfram að lesa????

Hjálpum þeim!!

Já er ekki bara komin fjórði í aðventu og ég ekki ennþá búin að smella upp aðventuljósinu mínu! Það er ekki úr fleiri gluggum að moða og ég er ekki það hrifin af svona aðventuljósi að ég fari að teppa einn glugga með slíku ljósi. Ég keypti mér jólatré áðan, ég bara stóðst það ekki. Tréið er metershátt, með innbyggðum mislitum ljósum og búið til úr fjöðrum. Liturinn gerir svo gæfumuninn, það nefnilega blátt sjáiði til.

Í gær keypti ég restina af jólagjöfunum, er ekki alveg nógu ánægð með hugmyndaleysið á bakvið þessa síðustu gjöf. En það sleppur til og fullvissan um að þetta er eitthvað sem verður notað huggar mig. Ég og Alla settumst svo á kaffihús í miðbænum, drukkum kaffi og kakó og nutum þess að horfa á fólkið. Ég fór svo í bíó í gærkvöldi og hef því farið oftar á bíó á síðustu tveimur vikum heldur en allt árið…..! og geri aðrir betur. Við settumst svo í smástund á Ölstofuna, þangað til öll umræðuefni voru uppurin og þá fórum við heim.

Í dag gerði ég svo jólahreingeringuna (vá hvað þetta er langt orð). Lá á hnjánum og skrubbaði og skúraði. Það er ekkert smá fínt hjá mér og bláa jólatréð gerir náttúrulega gæfumuninn. Það er ekkert smá kósý hjá mér J

Eftir Kompás kvöldsins er það eina sem hægt er að segja þetta:

Gleymdu ekki þínum minnsta bróður
Þó höf og álfur skilji að
Kærleikurinn hinn mikli sjóður
Í hjarta hverju á sér stað
Í von og trú er fólgin styrkur
Sem öllu myrkri getur eytt
Í hverjum manni Jesú Kristur
Er mannkyn getur leitt

Á skjánum birtast myndir
Við fáum af því fréttir að hungursneyð ógni heilli þjóð
Menn, konur og börn bíði dauðans
Án hjálpar eigi enga von

Búum til betri heim
Sameinumst hjálpum þeim
Sem minna mega sín
Þau eru systkin mín
Vinnum að frið á jörð
Lífsréttinn stöndum vörð
Öll sem eitt

Á skjánum birtast myndir
Við fáum af því fréttir að hungursneyð ógni heilli þjóð
Menn, konur og börn bíði dauðans
Án bjargar eigi enga von

Búum til betri heim
Sameinumst hjálpum þeim
Sem minna mega sín
Þau eru systkin mín
Vinnum að frið á jörð
Lífsréttinn stöndum vörð
Öll sem eitt

Saturday, December 17, 2005

Sirkus

Ég hef tvisvar sinnum farið í Sirkus, einu sinni í móanum á móti Fossnesti gamla og einu sinni í Grand Rapids í Michigan. Hvort tveggja var þetta léleg skemmtun og það sem helst situr í minningu er einmana dansandi fíll :(

Svo er til Sirkus sjónvarpsstöð. Þar er hægt að horfa á Friends í bunkum a.m.k. fyrir þá sem eiga ekki allir seríurnar fyrir. So you think you can dance hefur líka komið skemmtilega á óvart. En!!! litla snót geislum baða.....það á að fara að sýna AMERICAN IDOL á Sirkus eftir áramótin. Jei!

Svo kemur stóra sjokkið og haldið ykkur fast. Slúðurblaðið Sirkus! Ég man reyndar ekki alveg orðrétt hvað stóð en fyrirsögnin var eitthvað á þessa leið "þú verður að prófa að ríða í rass, annars er bara eins og þú sért hrein mey"!!! Þetta sögðu þrjár stúlkur sem verið var að tala við á aldrinum 21-22 ára. Úfff ég fór að velta fyrir mér hver markhópurinn fyrir þetta blað væri, og hugsa með velgju um yngri en tvítugt ára stúkur sem fengu sjokk við lestur þessarar greinar. OJ! Ég segi nú bara ég líkist Jóu frænku meira og meira með hverjum deginum sem líður :)

Og svo er búið að klámvæða jólasveininn (hef þetta eftir feminista í sjónvarpinu, því ég er í alvörunni ekki Jóa frænka). Í auglýsingu frá Egils fyrir jólin fær jólasveininn ekki lengur að vera með ístru, rautt nef og skósítt skegg, nei í þessari auglýsingu er jólasveininn með strípur, ljósabrúnku, með six pack og flaksandi jólasveinabúning :) Ég ætla að setja skóinn minn út í glugga í nótt og vona að jólasveininn í Egils auglýsingu komi og gefi mér í skóinn....eða eitthvað í þá áttina.

.....Jóa frænka var kúl gella!!!

Wednesday, December 14, 2005

Nokkrir hlutir sem eru þess virði að tuða yfir.

Kvenfólk er miklu minna í fjölmiðlum heldur en karlfólk. Af hverju? Jú, hver nennir að horfa á kvennastéttirnar í sjónvarpinu. Skeinitæknar og lúsabanar? Kannski ættum við að sýna fiskikonur og hjúkrunarkarla, skúringakarl, eða saumakarl, eða bara húsfluga, kvenkyns húsfluga. Í mörgum störfum er búið að skilgreina starfið bara með nafninu, skiljið þið? Kennari, bóndi, bílstjóri, kokkur…allt eru þetta hlutlaus nöfn en samt held ég að mörg okkar hugsi í karlkyni um þrjú þeirra. Það er bara kennarinn sem er í mínum huga kvenkyns…! Æ ég veit það ekki, bull, bull, bull.

Ég fór í bíó í gærkvöldi að sjá vel útþynnta ameríska útgáfu af snilldarmyndinni Love actually! Þessi útgáfa heitir The family Stone. Í henni er allt sem þarf – hommar, margir kynþættir, táknmál, sjúkdómar, væmni og happy ending. Það skemmtilegasta við bíóið var að hlusta á kelluna sem sat við hliðina á Guggu, greyið talaði við myndina.. Úfff ég vona að hún sé ekki svona týpískur Létt hlustandi. Það mest óþolandi við þessa bíóferð voru gelgjurnar sem þurftu að hlægja eins og smástelpur yfir endinum, okei endirinn var ógeðslega væmin og eins amerískur og hægt væri ….ég hélt að gelgjur ættu að vera farnar að sofa á þessum tíma. Mér finnst það ansi hart þegar að stærsti áhrifavaldurinn á því hvaða sýningartíma maður velur á bíómynd er hvort gelgjurnar séu farnar að sofa! Ég ætla að vona að ég hafi ekki verið svona óþolandi gelgja.

Ég fékk jólakort í póstinum áðan. Ég skoðaði umslagið að utan, já ég var nokkuð viss um hvaðan kortið kæmi því ég þekkti skriftina utan á. Svo kíkti ég póststimpilinn og sá mér til smá gremju að kortið var póstlagt í Reykjavík!! Og þar með fór kenningin mín. Ég skoðaði því umslagið betur og það var ekki um villst í umslaginu var pottþétt kort með mynd í, sem leiddi mig aftur að upprunalegu hugmyndinni. En þessi póststimpill gaf annað í ljós. Ég gaf því eftir og opnaði jólapakkann (kortið) löngu áður en jólin koma, ég vona að pabbi frétti þetta ekki. Til að kóróna svo þennan ósigur á sjálfri mér þá vissi ég alveg hver sendi kortið, þekkti alveg skriftina á því…..ég segi því bara: Skammastu þín Gurrý og framvegis skaltu senda kortin þín frá Keflavík………grrrrrrrrrrr! Brúðkaupsmyndin fer vel í hillunni minni.

Mamma sefur hjá stærðfræðikennaranum mínum, ég er ekki með brjóst, ég er fjórtán ára og hef aldrei verið með strák og ég er nýbúin að komast af því að ég er prinsessan af Genúvíu….haldið þið virkilega að svona auglýsing hvetji gelgjur til þess að kaupa þessa bók. Hahaha kannski gelgjurnar sem voru í bíóinu í gær!!! Þær geta þá setið heima og gigglað yfir þessu í stað þess að pirra heilan bíósal af kvenfólki (og undirokuðum karlmönnum).

…og þá er best að fara að STEIKJA JÓLAKLEINURNAR!!!!!

Ævintýraþema!

Whether you're battling evil stepsisters, arguing against an unfair grade, or trying to put a bully in their place, one thing's for sure — you fight for the underdog. Let's face it: The world's not always fair. But you, more than others, know you can help make a difference.

So whether you're leading a rally cry, starting a new club, or just welcoming the new girl in school before the mean kids get a chance, you've got a strong sense of what's right and wrong and are armed with the smarts to fight for justice. So roll up your sleeves, Cinderella. You might not always feel like people notice your efforts, but deep down everyone knows you're the real belle of the ball.

...Já hann Janus er algjör engill!!!

Monday, December 12, 2005

Which "Friend" Are You?

Which "Friend" Are You?

Mon! You're the normal one, honey, in the best way possible. You're caring, you're responsible, you look to the future—what a gem. Wait a second, did you just start editing for grammar mistakes in the middle of reading your own compliments? Ok, so you like things, well, the way you like them. But even when you're smiling through clenched teeth, waiting for everyone else to get with the program, deep down, you're really still smiling. You're just waiting for that impatient moment to pass. When it comes right down to it, you are thoughtful, meticulous, and good at what you do. As for romance, you can be a little picky and want things to be just-so. We wouldn't expect anything less. And like the original Monica, if you can avoid rushing into things, you'll find the right match and all the happiness your sweet, finicky, heart deserves.

Gunnar frændi heimsmethafi!!


Gunnar Egilsson bílasmiður og félagar eru komnir á suðurpólinn á nýju heimsmeti. Þetta kemur fram á vefnum suðurland.net en þar er að finna efni frá stuðningsmönnum Gunnars. Gunnar lagði af stað um miðjan dag á föstudag upp frá Patriot Hills á Suðurskautslandinu með það að markmiði að komast á suðurpólinn á aðeins 60 klukkustundum og setja þannig nýtt heimsmet. Ekki tókst alveg að fara áfangann á þeim tíma heldur tók ferðin 69 klukkustundir. En heimsmet var það engu að síður. Fór hann leiðina á sérútbúinni jeppabifreið, sex hjóla Ford Econoline, sem hann útbjó sérstaklega til fararinnar. Gunnar er í för með fimm öðrum pólförum, sem þekkja vel til Suðurskautslandsins og hafa flestir gengið á pólinn áður.

.....fjölskyldan getur allt!!!!

Sunday, December 11, 2005

Hahaha markaðssetning?

Fólk biður oft um útskýringu á "markaðssetningu." Jæja hér kemur hún:

1) Þú ert kona og sérð flottann karl í partýi. Þú ferð upp að honum og segir, "Ég er frábær í rúminu." Þetta er bein markaðssetning.

2) Þú ert í partýi með fullt af vinum og sérð flottann karl. Einn af vinum þínum fer upp að honum, bendir á þig og segir, "hún er frábær í rúminu." Þetta er auglýsing.

3) Þú ert í partýi og sérð flottann karl. Þú labbar upp að honum, færð símanúmerið hans, hringir í hann daginn eftir og segir, "Hæ, ég er frábær í rúminu." Þetta er símamarkaðsetning.

4) Þú ert í partýi og sérð flottann karl, þú lagar til fötin þín, labbar upp að honum og réttir honum glasið þitt og segir við hann, "Fyrirgefðu, má ég?" Lagar bindið hans, nuddar brjóstunum létt utan í hann og segir, "Ó á meðan ég man, ég er frábær í rúminu." Þetta eru almannatengsl.

5) Þú ert í partýi og sérð flottann karl. Hann labbar upp að þér og segir,"Ég hef heyrt að þú sért frábær í rúminu." Þetta er þekkt vörumerki.

6) Þú ert í partýi og sérð flottann karl. Hann langar í þig en þú færð hann til að fara heim með vinkonu þinni. Þetta er söluorðspor.

7) Vinkona þín getur ekki fullnægt honum, svo hann hringir í þig. Þetta er tækniaðstoð.

8) Þú ert á leið í partý þegar þú uppgvötar að það gætu verið flottir karlar í öllum þessum húsum sem þú ert að labba framhjá. Svo þú klifrar upp á þakið á einu af þessum húsum, sirka í miðjunni og öskrar úr þér lungun, "Ég er frábær í rúminu." Þetta er ruslpóstur.

9) Þú ert í partýi, vel byggður, massaður karlmaður kemur til þín, káfar á brjóstunum á þér og klípur í rassinn. Þetta er Arnold Schwarzenegger.

10) Þér finnst það gott, en 20 árum seinna ákveður lögfræðingurinn þinn að þetta hafi verið kynferðisleg áreitni og undirbýr lögsókn. Þetta eru Bandaríkin.

Nokkrir punktar!

Ég fór með öll blöð í gáminn í morgun, var búin að eyða morgninum í að taka til og þetta var svona nánast lokapunkturinn í þeirri tiltekt. Ég var í stuttbuxum og bol, smellti svo yfir mig úlpu og fór í klossa. Tæmdi úr pokunum í gáminn og ætlaði svo inn aftur og áttaði mig svo á því, mér sjálfrar til mikillar gremju að ég var lyklalaus....fock! Langt síðan ég læsti mig síðast úti og það er nú meira vesenið. En jæja komst inn að lokum.

Miss world er ungfrú Ísland - frábært einu sinni enn. Allir svo sætir hér :) Hlakka til að heyra hvað Julia segir núna :)

Fór á tónleika klukkan fjögur í dag. Frostrósir héldu tónleika með tilþrifum. Þetta var allt saman mjög skemmtilegt þó nokkur mistök hafi átt sér stað. Ég sat á öðrum bekk og í beinni sjónlínu hafði ég Hrönn - eina af börnunum sem ég fór með út í sumar, hún var að syngja með kórnum sínum þar. Gaman að fylgjast með henni. Fyndnasta var samt rétt áður en tónleikarnir byrjuðu þá var Forseta Íslands og konu hans fylgt í salinn. Það var ekkert smá fyndið því konan sem var í sætinu við hliðina á herra forseta hafði náttúrulega bara pantað miðana sína á netinu og grunaði ekkert hver myndi sitja við hliðina á henni. Hún var að horfa í aðra átt þegar forsetinn kemur, svo lítur hún við og stekkur upp í sætinu sínu, augun opnast eins mikið og hægt er. Hún snýr sér skelfinu lostin að vinkonu sinni við hina hliðina á sér og segir.....oh my god þetta er forsetinn!! En hvað það er æðislegt að forsetinn geti gert þetta - bara skroppið á tónleika með öllum hinum.

Eftir tónleikana fór ég svo í bíó með Öllunni minni. Fórum að sjá The Ice....eitthvað. Ágætis afþreying og nokkur fyndin móment í henni. Á leiðinni í bíó var ég að hlusta á Létt (eins og venjulega). Var að hlusta með öðru eyranu og allt í einu heyrði ég...svo ef þig langar í bíó er númerið 515-6967. Ég reif upp símann og súbb, súbb ég fékk 5 miða í bíó - það verður því vinkonuferð næsta þriðjudag á einhverja mynd.....var ekki alveg að hlusta.

......og svo ekki meir, kíkti aðeins niður í bæ með Öllu, fyndið að fara inn á Ölstofuna þegar það er ekkert fólk þar inni. Ölstofan er ekki eins lítil og hún lítur út fyrir að vera!!

Vá hvað þetta var ekki spennandi færsla.

Friday, December 09, 2005

Eitthvað skemmtilegt!

Skrifaðu nafnið þitt í comment og..

1. Ég segi þér eikkað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér eikkað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
7. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

...og koma svo!

Thursday, December 08, 2005

Lús, Bjöggi, Fjörður, Andlát, Djúpsteikt og fleira.

Það er engin skömm að fá lús, en það er skömm af því að losa sig ekki við hana!!!! Þetta er það sem maður predikar yfir börnunum í dag á þessum síðustu og verstu lúsatímum. Viðbjóðsleg kvikindi sem nær vonlaust sýnist að útrýma því sumum virðist sápa og þrifnaður of erfiður. Oj ég vona að ég fái aldrei lús!

Ég heyrði auglýsingu í útvarpinu í dag. Auðvitað var eitthvað gáfulegt sem á undan fór en það eina sem settist að í hausnum á mér var þetta: Björgvin Halldórsson Þó líði ár og öld aðeins 2990 krónur….Nettó allt í matinn á einum stað. Oj ekki myndi ég vilja éta Björgvin ekki einu sinni þó hann héti Björg-vín!

Í Fréttablaðinu var þessi auglýsing. Þarftu að komast burt úr erlinum og slaka á? Við höfum handa þér og þínum þriggja herbergja parhús 75 fermetra, byggt árið 1980. Baðherbergi þarfnast endurbóta. Verð 2.900.000. Ég var næstum búin að hringja í bankann og biðja um lán svo ég gæti keypt húsið samdægurs en…..? Oj húsið er á Bakkafirði, ég veit ekki einu hvar það er!

Mér til mikillar gremju komst ég af því í dag að neglur og hár hætta að vaxa við andlát, af hverju hélt maður að það héldi áfram að vaxa. Oj ekki myndi ég vilja vera með klær og krullur í kistunni.

Við þyrftum að bjóða Jamie Oliver í mat í íslenskt skólamötuneyti. Ég er alveg sannfærð um það að hann myndi ekki fúlsa við matnum sem borin er fram á þeim veitingastöðum. Best væri að bjóða honum til Möggu í Bláskógabyggð hann myndi flytja hana með sér til Bretlands og láta hana sjá um þessi djúpsteiktu mötuneyti sem þar er að finna. Oj ekki myndi ég vilja vera svona djúpsteiktur nemandi í Bretlandi.

Og í lokin…hjálmar víkinga höfðu engin horn. Það er nú fróðleikur sem engin má fara á mis við……..oj hjálmur með horn, hver vill svoleiðis?

Tuesday, December 06, 2005

I should have stayed home today!!!!

Þegar ég bjó í Ameríku horfði ég flesta daga á þátt í sjónvarpinu sem hét “The magic school bus”. Þátturinn var teiknimynd um krakka á grunnskólaaldri, krakkarnir áttu svo alveg magnaðan kennara sem beitti mjög svo skemmtilegum kennsluaðferðum þegar réttu spurninganna var spurt. Ef einhver spurði hvort það væri líf á Mars reif kennarinn út töfraskólabílinn og allir fóru saman í vettvangsferð á Mars til að leita að lífi. Ég man svo sem ekki mikið úr þessum þáttum nema að ég átti uppáhaldspersónu í þeim. Sá hét Arthur og var svona týpískur hræðslu og leiðindapúki og hann var ekki hrifin af þessum brjálaða kennara sem alltaf var að leggja líf hans og limi í hættu. Þegar svo kennarinn sagði: I think it´s time for a fieldtrip þá hvítnaði Arthur greyið í framan, tennurnar glömruðu, gleraugun duttu af og hann sagði: I KNOW I SHOULD HAVE STAYED HOME TODAY!!!

Hafið þið ekki öll lent í svona dögum eins og aumingja Arthur? Ég átti svona ótrúlega pirrandi og leiðinlegan dag í gær þar sem allt gekk bara á afturfótunum. Byrjaði á því að sofa yfir mig og missa af leikfimitímanum, vaknaði ekki fyrr en klukkan hálf átta. Fór í vinnuna, fann ekki vettlingana né húfuna, og þurfti náttúrulega eins og þið hin að skafa eins og vitleysingur. Kom í vinnuna og bara einhvern allt fór úrskeiðis. Stakk mig á hefti. Týndi uppáhaldsjóladisknum mínum. Fucking ljósritunarvélin bað um það eitt að vera sparkað til Asíu – ég þoli ekki rafmagnstæki sem gera ekki eins maður biður um. Eftir skólann fór ég á skyndibitarúnt – þurfti að fá nokkrar tegundir af skyndibitapakkningum fyrir leikritið mitt svo ég fór að sníkja. Byrjaði á að fara á Mcdonalds, fór svo á Kentucky og endaði á Dominos. Þegar ég kem þar út mæti ég bara myndarlegum gaur sem missti næstum því augun úr kúpunni þegar hann sá þriggja réttaða skyndibitann í bílnum mínum, mig langaði mest að segja honum að þeir væru allir tómir….en whatever!

Eftir þetta fór ég í Hagkaup til að kaupa mér eitthvað ætilegt. Ég var búin að týna nokkra hluti í körfuna og labba hröðum skrefum í átt að brauðdeildinni. Þá er pikkað í öxlina á mér og miðaldra maður horfir á mig með miður fallegan svip og segir frekar hátt…: “þú ert með körfuna mína”. Ég lít skelfingu lostin í körfuna og jú jú ég á ekkert í matnum sem í körfunni er. Fuck……!

Dagurinn batnaði svo til muna þegar heim var komið. Þar beið miði frá póstinum – pakkinn er kominn. Ég rauk í Nóatún sem er hið opinbera pósthús í hverfinu og náði í pakkann frá amazon. Sería 1 og 5 komin til landsins fyrir samtals 4000 krónur og geri aðrir betur.

Svona var það. Leikritin níu voru sýnd áðan og slógu í gegn. Fullt af hlátri. Fullt af stoltum foreldrum og soldið stoltur kennari.

..og það kostar 1700 krónur að senda 19 bréf til landa utan Evrópu!!!

Sunday, December 04, 2005

Vettlingur

Þegar ég kom heim um daginn lá rauður fingravettlingur á stéttinni fyrir framan blokkina. Ég tók vettlinginn upp af jörðinni, hristi af honum mesta snjóinn og setti hann upp á ljósstaurinn. Stakk honum upp á staurinn svo sá sem týndi honum myndi hafa hann fyrir augunum. Í dag þegar ég kom heim var vettlingurinn ennþá á staurnum. Eitthvað hefur verðrið þó leikið hann grátt undanfarið vettlingurinn hangir allur niður nema einn fingur sem vísar beint upp í loftið - og það þarf endilega að vera fingurinn í miðjunni. Svo þegar ég kom heim í dag mætti mér rautt vettlinga fokk-jú merki. Ekki laga það ef þið dettið í heimsókn.

Kitl!!!

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. Verða hamingjusöm
2. Fara til Afríku.
3. Fara til Asíu.
4. Verða gítarsnillingur.
5. Verða rík (sem sagt vinna í lottó).
6. Gefa út bók.
7. Eignast barn.

Sjö hlutir sem ég get:
1. Vakið út í það óendanlega.
2. Horft á sömu Friendsþættina over and over!
3. Við rétta manneskju - þá get ég talað út í eitt.
4. Bakað brauð.
5. Skáldað sögur um allt og ekkert!
6. Gengið heilu og hálfu dagana um landið mitt og lifað á hreina loftinu.
7. Hlegið og brosað.

Sjö hlutir sem ég get ekki:
1. Talað frönsku.
2. Fyrirgefið baktal og hégóma.
3. Liðið vel í reykingarstækju.
4. Borðað rækjur og annan skelfisk.
5. Gengið í hvítum fötum.
6. Sofið í hlutum á ferð t.d. bíl, rútu, flugvél.
7. Saumað.

Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
1. Heiðarleiki.
2. Jákvæðni.
3. Hlýleiki.
4. Tilfinninganæmni.
5. Augu og bros.
6. Húmor.
7. Metnaður.

Sjö frægir karlmenn sem heilla mig: (ég man ekki nöfn)
1. Leikarinn sem leikur prinsinn í Cinderella á móti Brandy (asískur/svertingi mmmmm).
2. Leikarinn sem leikur Luka í Bráðavaktinni ER.
3. Leikarinn sem leikur Ryan í O.C.
4. Leikarinn sem leikur Joey í Friends.
5. Hugh Grant í About a boy!
6. Will Smith....grrrrrrrrrrrrrrrr!
7. Jude Law í Alfie.....grrrrrrrr!

Sjö orð eða setningar sem ég segi oftast:
1. Okei.
2. Oh my god.
3. Oh men
4. Skiluru.
5. Haldið þið áfram.
6. Sussssss!!
7. Anyways!!

Sjö manneskjur sem ég ætla að kitla:
1. Guggan mín.
2. Ingveldur.
3. Alla.
4. Gurrý.
5. Helena.
6. Frænkuar mínar: Eygló, Gróa, Hanna Fríða og Anna Margrét.
7. Soffía.

Saturday, December 03, 2005

Tíu hlutir sem bara konur skilja!!!

Tíu hlutir sem bara konur skilja!!!


10. Andlitsdrætti katta.
9. Þörfina á að eiga eins skó í mörgum litum.
8. Að baunaspírur séu ekki illgresi.
7. Feit föt.
6. Að fara í bíltúr án þess að þurfa að setja persónulegt hraðamet.
5. Muninn á
beige, off-white, and eggshell.
4. Að klippa á sér toppinn svo hann vaxi!!!
3. Augnhárakrullara.
2. Að allar baðvigtar í heiminum vikti ekki rétt.
1. Aðrar konur!

Friday, December 02, 2005

Föstudagskvöldið heima!

Eins og þið kannski rákuð augun í varð mamma fimmtug á miðvikudaginn. Hún harðneitaði að hafa veislu sem mér fannst mjög bagalegt því mér finnst svo gaman í veislum :) Þar sem ég er stjórnmálaþurs eins og Gróa frænka ákvað ég í samvinnu við karl föður minn og systkini að sjóða saman svona ekta ameríska suprize veislu! Ég var alveg búin að ákveða hvernig yrði staðið að málum, hvar fólkið myndi leggja bílunum sem mömmu grunaði ekkert og þar fram eftir götunum. En hvað gerist??? Pabbi guggnar á þessu og segir mömmu bara allt....pffffffffffff ég sem hlakkaði svo til að bregða mömmunni.

Rökin hans pabba voru þessi "ég á engin leyndarmál fyrir besta vini mínum!". Þau eru heppinn að vera bestu vinir - en ég er samt svekkt yfir óvæntu veislunni minni. En það verður samt veisla, morgunkaffi í fyrramálið og ég er búin að panta að vera eldhúsmellan!

Í dag er 2. desember. Ekki merkileg dagsetning, aðeins 22 dagar til jóla. Aðeins 18 dagar í jólafrí. Aðeins 8 dagar í stórtónleikana. Aðeins 4 dagar þangað til leikritin mín, 9 stykki, verða frumsýnd, úfff úfff stress, stress!

Það sem er merkilegast við þennan dag að akkúrat fyrir ári síðan upplifði ég versta dag sem ég hef nokkurn tíma þurft að láta líða. Jú, jú með 40 stiga hita, geggjaða eyrnarbólgu, og svoooo stórt fótspor á pumpunni.....tilhugsunin ein kallar fram alls kyns tilfinningar og það ekki góðar. Hef engan vegin fundið það í hjarta mér að fyrirgefa þennan dag og mun sennilega aldrei gera það. Þessi leikur heldur aftur af mér enn í dag því ég er svo hrædd um að verða aftur barin svona niður. Já, já....ári síðar, ennþá bitur, ennþá reið, hvernig má það vera? ...........hér á eftir var ég búin að skrifa langa romsu en ákvað að stroka hana út því hún hefði litið svona út...bíbb, bíbb, bíbb, bíbb, bíbb, bíbb, bíbb!!!!!!!!!!!!!!!! látið hugan reika!!!!!

Það hefur nú gríðarlega mikið breyst á þessu ári. Fyrir það fyrsta bý ég ekki lengur í Keflavík, ég á núna mína eigin íbúð (alla vega með bankanum), ný vinna, nýjir vinir, ný börn og það stærsta og það sem mestu máli skiptir, að vera reynslunni ríkari! Hver veit nema einhvern daginn Janus litli leyfi sér að opna sig á ný? Hver veit?

Eníhú...þarf að vakna um klukkan sex því veislan byrjar með látum klukkan átta - fara að hátta!

Sjáumst!