Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, December 18, 2005

Ef ég myndi skrifa bók…

…myndi ég skrifa bók um framhaldsdrauminn minn síðustu mánuði og ár ef því er að skipta. Alveg magnað að fara að sofa og detta jafnharðan inn í sama drauminn aftur og aftur og aftur. Jæja í bókinni minni yrði hin grunlausa sæta stúlka sem getur ekki af þessari undarlegu stöðu sinni gert. Formálinn í bókinni myndi vera einhvern vegin svona:

Ég geng á skýi. Ég horfi á jörðina. Ég horfi á fólkið á jörðinni og velti fyrir mér hvers vegna ég er hérna uppi meðan þið eruð þarna niðri. Hérna uppi er svo fallegt. Skýin eru svo mjúk. Það flýgur flugvél fyrir ofan mig. Hjúkk þá er alla vega fólk fyrir ofan mig. Ég er þá alla vega ekki dauð og í himnaríki. Nei ég er bara hérna á þessu skýi. Mér leiðist ekkert á skýinu. Hérna uppi sé ég allt. Ég get fylgst með skemmtilegum hlutum og lokað svo augunum þegar eitthvað slæmt gerist. Ég kem hingað upp á hverri nóttu. Ég veit ekki af hverju. Ég hef reynt að hoppa niður af skýinu. En ég lendi samt alltaf á því aftur. Fyrstu dagana sat ég því bara á þessu skýi eins og klessa og vissi ekki hvaða möguleika þessi staða bauð mér. Það var því skemmtileg nótt þegar ég áttaði mig á raunverulegu stöðunni sem ég var í.

Fyrsti kafli
Fyrsta nóttin eftir uppgötvunina:

Myndir þú halda áfram að lesa????

0 comments:

Post a Comment

<< Home