Nokkrir hlutir sem eru þess virði að tuða yfir.
Kvenfólk er miklu minna í fjölmiðlum heldur en karlfólk. Af hverju? Jú, hver nennir að horfa á kvennastéttirnar í sjónvarpinu. Skeinitæknar og lúsabanar? Kannski ættum við að sýna fiskikonur og hjúkrunarkarla, skúringakarl, eða saumakarl, eða bara húsfluga, kvenkyns húsfluga. Í mörgum störfum er búið að skilgreina starfið bara með nafninu, skiljið þið? Kennari, bóndi, bílstjóri, kokkur…allt eru þetta hlutlaus nöfn en samt held ég að mörg okkar hugsi í karlkyni um þrjú þeirra. Það er bara kennarinn sem er í mínum huga kvenkyns…! Æ ég veit það ekki, bull, bull, bull.
Ég fór í bíó í gærkvöldi að sjá vel útþynnta ameríska útgáfu af snilldarmyndinni Love actually! Þessi útgáfa heitir The family Stone. Í henni er allt sem þarf – hommar, margir kynþættir, táknmál, sjúkdómar, væmni og happy ending. Það skemmtilegasta við bíóið var að hlusta á kelluna sem sat við hliðina á Guggu, greyið talaði við myndina.. Úfff ég vona að hún sé ekki svona týpískur Létt hlustandi. Það mest óþolandi við þessa bíóferð voru gelgjurnar sem þurftu að hlægja eins og smástelpur yfir endinum, okei endirinn var ógeðslega væmin og eins amerískur og hægt væri ….ég hélt að gelgjur ættu að vera farnar að sofa á þessum tíma. Mér finnst það ansi hart þegar að stærsti áhrifavaldurinn á því hvaða sýningartíma maður velur á bíómynd er hvort gelgjurnar séu farnar að sofa! Ég ætla að vona að ég hafi ekki verið svona óþolandi gelgja.
Ég fékk jólakort í póstinum áðan. Ég skoðaði umslagið að utan, já ég var nokkuð viss um hvaðan kortið kæmi því ég þekkti skriftina utan á. Svo kíkti ég póststimpilinn og sá mér til smá gremju að kortið var póstlagt í Reykjavík!! Og þar með fór kenningin mín. Ég skoðaði því umslagið betur og það var ekki um villst í umslaginu var pottþétt kort með mynd í, sem leiddi mig aftur að upprunalegu hugmyndinni. En þessi póststimpill gaf annað í ljós. Ég gaf því eftir og opnaði jólapakkann (kortið) löngu áður en jólin koma, ég vona að pabbi frétti þetta ekki. Til að kóróna svo þennan ósigur á sjálfri mér þá vissi ég alveg hver sendi kortið, þekkti alveg skriftina á því…..ég segi því bara: Skammastu þín Gurrý og framvegis skaltu senda kortin þín frá Keflavík………grrrrrrrrrrr! Brúðkaupsmyndin fer vel í hillunni minni.
Mamma sefur hjá stærðfræðikennaranum mínum, ég er ekki með brjóst, ég er fjórtán ára og hef aldrei verið með strák og ég er nýbúin að komast af því að ég er prinsessan af Genúvíu….haldið þið virkilega að svona auglýsing hvetji gelgjur til þess að kaupa þessa bók. Hahaha kannski gelgjurnar sem voru í bíóinu í gær!!! Þær geta þá setið heima og gigglað yfir þessu í stað þess að pirra heilan bíósal af kvenfólki (og undirokuðum karlmönnum).
…og þá er best að fara að STEIKJA JÓLAKLEINURNAR!!!!!
Ég fór í bíó í gærkvöldi að sjá vel útþynnta ameríska útgáfu af snilldarmyndinni Love actually! Þessi útgáfa heitir The family Stone. Í henni er allt sem þarf – hommar, margir kynþættir, táknmál, sjúkdómar, væmni og happy ending. Það skemmtilegasta við bíóið var að hlusta á kelluna sem sat við hliðina á Guggu, greyið talaði við myndina.. Úfff ég vona að hún sé ekki svona týpískur Létt hlustandi. Það mest óþolandi við þessa bíóferð voru gelgjurnar sem þurftu að hlægja eins og smástelpur yfir endinum, okei endirinn var ógeðslega væmin og eins amerískur og hægt væri ….ég hélt að gelgjur ættu að vera farnar að sofa á þessum tíma. Mér finnst það ansi hart þegar að stærsti áhrifavaldurinn á því hvaða sýningartíma maður velur á bíómynd er hvort gelgjurnar séu farnar að sofa! Ég ætla að vona að ég hafi ekki verið svona óþolandi gelgja.
Ég fékk jólakort í póstinum áðan. Ég skoðaði umslagið að utan, já ég var nokkuð viss um hvaðan kortið kæmi því ég þekkti skriftina utan á. Svo kíkti ég póststimpilinn og sá mér til smá gremju að kortið var póstlagt í Reykjavík!! Og þar með fór kenningin mín. Ég skoðaði því umslagið betur og það var ekki um villst í umslaginu var pottþétt kort með mynd í, sem leiddi mig aftur að upprunalegu hugmyndinni. En þessi póststimpill gaf annað í ljós. Ég gaf því eftir og opnaði jólapakkann (kortið) löngu áður en jólin koma, ég vona að pabbi frétti þetta ekki. Til að kóróna svo þennan ósigur á sjálfri mér þá vissi ég alveg hver sendi kortið, þekkti alveg skriftina á því…..ég segi því bara: Skammastu þín Gurrý og framvegis skaltu senda kortin þín frá Keflavík………grrrrrrrrrrr! Brúðkaupsmyndin fer vel í hillunni minni.
Mamma sefur hjá stærðfræðikennaranum mínum, ég er ekki með brjóst, ég er fjórtán ára og hef aldrei verið með strák og ég er nýbúin að komast af því að ég er prinsessan af Genúvíu….haldið þið virkilega að svona auglýsing hvetji gelgjur til þess að kaupa þessa bók. Hahaha kannski gelgjurnar sem voru í bíóinu í gær!!! Þær geta þá setið heima og gigglað yfir þessu í stað þess að pirra heilan bíósal af kvenfólki (og undirokuðum karlmönnum).
…og þá er best að fara að STEIKJA JÓLAKLEINURNAR!!!!!
4 comments:
At 12:15 AM, Gugga said…
Múhahahaha...........steikja jólakleinur....
At 9:39 PM, Soffía said…
....já best að svara spurningu þinni... folinn er farinn... hefði nú frekar líkt honum við hund í bandi...
At 12:11 AM, Sveinsína said…
Talandi um störf og starfaheiti og þá jafnvel launin í leiðinni.
Hjúkrunarfræðingar voru einu sinni hjúkrunarkonur. Svo fóru strákar að læra þessa iðn og þá urðu þetta -fræðingar, það er flottara. Kennari = var eitt sinn karl en er nú kona og launin og virðinin fyrir starfinu eftir því. Ljósmæður eru og verða konur. Engir ljósfeður til, þeir fóru allir í læknanám = jafn langt en 3sinnu hærri laun(lágmark). Svo er það nú með læknastéttina. Ég hef heyrt því fleygt að karllæknar vilji ekki konur inn í stéttina því þá fari launin að lækka.
Eitt sinn heyrðí ég mann segja að það eigi ekki að vera að kynkenna starfheiti. Flugfreyja er alltaf flugfreyja, sama hvort hún er með eða án tippis!
At 12:14 AM, Tilvera okkar.... said…
Góðir punktar Fríða og Alla....alveg hreint efni sem hægt er að velta fyrir sér. Gaman að þessu. Leitt með folann Soffía, ég vona, hans vegna, að hann átti sig aldrei á því hvað hann missti!!!
Post a Comment
<< Home