I should have stayed home today!!!!
Þegar ég bjó í Ameríku horfði ég flesta daga á þátt í sjónvarpinu sem hét “The magic school bus”. Þátturinn var teiknimynd um krakka á grunnskólaaldri, krakkarnir áttu svo alveg magnaðan kennara sem beitti mjög svo skemmtilegum kennsluaðferðum þegar réttu spurninganna var spurt. Ef einhver spurði hvort það væri líf á Mars reif kennarinn út töfraskólabílinn og allir fóru saman í vettvangsferð á Mars til að leita að lífi. Ég man svo sem ekki mikið úr þessum þáttum nema að ég átti uppáhaldspersónu í þeim. Sá hét Arthur og var svona týpískur hræðslu og leiðindapúki og hann var ekki hrifin af þessum brjálaða kennara sem alltaf var að leggja líf hans og limi í hættu. Þegar svo kennarinn sagði: I think it´s time for a fieldtrip þá hvítnaði Arthur greyið í framan, tennurnar glömruðu, gleraugun duttu af og hann sagði: I KNOW I SHOULD HAVE STAYED HOME TODAY!!!
Hafið þið ekki öll lent í svona dögum eins og aumingja Arthur? Ég átti svona ótrúlega pirrandi og leiðinlegan dag í gær þar sem allt gekk bara á afturfótunum. Byrjaði á því að sofa yfir mig og missa af leikfimitímanum, vaknaði ekki fyrr en klukkan hálf átta. Fór í vinnuna, fann ekki vettlingana né húfuna, og þurfti náttúrulega eins og þið hin að skafa eins og vitleysingur. Kom í vinnuna og bara einhvern allt fór úrskeiðis. Stakk mig á hefti. Týndi uppáhaldsjóladisknum mínum. Fucking ljósritunarvélin bað um það eitt að vera sparkað til Asíu – ég þoli ekki rafmagnstæki sem gera ekki eins maður biður um. Eftir skólann fór ég á skyndibitarúnt – þurfti að fá nokkrar tegundir af skyndibitapakkningum fyrir leikritið mitt svo ég fór að sníkja. Byrjaði á að fara á Mcdonalds, fór svo á Kentucky og endaði á Dominos. Þegar ég kem þar út mæti ég bara myndarlegum gaur sem missti næstum því augun úr kúpunni þegar hann sá þriggja réttaða skyndibitann í bílnum mínum, mig langaði mest að segja honum að þeir væru allir tómir….en whatever!
Eftir þetta fór ég í Hagkaup til að kaupa mér eitthvað ætilegt. Ég var búin að týna nokkra hluti í körfuna og labba hröðum skrefum í átt að brauðdeildinni. Þá er pikkað í öxlina á mér og miðaldra maður horfir á mig með miður fallegan svip og segir frekar hátt…: “þú ert með körfuna mína”. Ég lít skelfingu lostin í körfuna og jú jú ég á ekkert í matnum sem í körfunni er. Fuck……!
Dagurinn batnaði svo til muna þegar heim var komið. Þar beið miði frá póstinum – pakkinn er kominn. Ég rauk í Nóatún sem er hið opinbera pósthús í hverfinu og náði í pakkann frá amazon. Sería 1 og 5 komin til landsins fyrir samtals 4000 krónur og geri aðrir betur.
Svona var það. Leikritin níu voru sýnd áðan og slógu í gegn. Fullt af hlátri. Fullt af stoltum foreldrum og soldið stoltur kennari.
..og það kostar 1700 krónur að senda 19 bréf til landa utan Evrópu!!!
Hafið þið ekki öll lent í svona dögum eins og aumingja Arthur? Ég átti svona ótrúlega pirrandi og leiðinlegan dag í gær þar sem allt gekk bara á afturfótunum. Byrjaði á því að sofa yfir mig og missa af leikfimitímanum, vaknaði ekki fyrr en klukkan hálf átta. Fór í vinnuna, fann ekki vettlingana né húfuna, og þurfti náttúrulega eins og þið hin að skafa eins og vitleysingur. Kom í vinnuna og bara einhvern allt fór úrskeiðis. Stakk mig á hefti. Týndi uppáhaldsjóladisknum mínum. Fucking ljósritunarvélin bað um það eitt að vera sparkað til Asíu – ég þoli ekki rafmagnstæki sem gera ekki eins maður biður um. Eftir skólann fór ég á skyndibitarúnt – þurfti að fá nokkrar tegundir af skyndibitapakkningum fyrir leikritið mitt svo ég fór að sníkja. Byrjaði á að fara á Mcdonalds, fór svo á Kentucky og endaði á Dominos. Þegar ég kem þar út mæti ég bara myndarlegum gaur sem missti næstum því augun úr kúpunni þegar hann sá þriggja réttaða skyndibitann í bílnum mínum, mig langaði mest að segja honum að þeir væru allir tómir….en whatever!
Eftir þetta fór ég í Hagkaup til að kaupa mér eitthvað ætilegt. Ég var búin að týna nokkra hluti í körfuna og labba hröðum skrefum í átt að brauðdeildinni. Þá er pikkað í öxlina á mér og miðaldra maður horfir á mig með miður fallegan svip og segir frekar hátt…: “þú ert með körfuna mína”. Ég lít skelfingu lostin í körfuna og jú jú ég á ekkert í matnum sem í körfunni er. Fuck……!
Dagurinn batnaði svo til muna þegar heim var komið. Þar beið miði frá póstinum – pakkinn er kominn. Ég rauk í Nóatún sem er hið opinbera pósthús í hverfinu og náði í pakkann frá amazon. Sería 1 og 5 komin til landsins fyrir samtals 4000 krónur og geri aðrir betur.
Svona var það. Leikritin níu voru sýnd áðan og slógu í gegn. Fullt af hlátri. Fullt af stoltum foreldrum og soldið stoltur kennari.
..og það kostar 1700 krónur að senda 19 bréf til landa utan Evrópu!!!
1 comments:
At 8:06 PM, Gugga said…
Já stundum er bara betra að vera heima.
Post a Comment
<< Home