Nýjar fréttir.
Ég vaknaði í nótt með þvílíkan verk í augunum. Gat ekki opnað þau vegna þess að eitthvað jukk límdi þau saman. Þvoði augun vel í morgun og þá kom í ljós algjör vibbi. Augun voru eldrauð og fullt af bjakki í þeim. Þetta gerðist allt á einni nóttu, ég fór svo í vinnuna. Enda orðin hundleið á veikindum og veikindadögum þetta skólaárið.
Ég gafst svo upp um hádegið og fór til læknis. Er með sýkingu í augunum og tognuð í öxlinni. Held að lækninum hafi nú fundið þetta hálffyndið :) Fékk einhverja dropa og er ennþá að jafna mig eftir að hafa sett þá í augun því sviðinn af þeim var ólýsanlegur.
En nóg um það. Sigrún og Ágúst eru búin að fá nýjustu frænku mína í hendurnar í langt í burtu landinu Kína.....sat og skoðaði myndir áðan og brynnti músum. Frábært þegar hægt er að leiða saman svona gott fólk við gott barn sem saman láta alla sína drauma rætast :) Ég hlakka til að skoða prinsessuna þegar að því kemur :)
Fékk bækurnar sem ég pantaði á Amazon í gær. Ein snilldar bók um tarot - ég gat varla lagt hana frá mér í gær því þar var að finna svo margar nýjar leiðir við notkun tarotspilanna. Bara spennandi skal ég segja ykkur og mun nýtast vel við stundir einhleypu vinkvennanna. Ég get svarið það í gær spurði ég einnar spurningar og dró spil og fékk nána lýsingu á The fool - spilið hefði allt eins getað heitið Sigurður fool! Alveg magnað.
Á eftir að skrifa eitt leikrit - er búin að hafa það af að skrifa 8 leikrit á þremur dögum en er alveg orðin hugmyndalaus þegar kemur að síðasta leikritinu en það á að vera nútíma útgáfa á ævintýrinu um Stígvélaða köttinn og Greifann af Karabas.....! Úffff...alveg döööö. Verð samt að klúðra þessu saman fyrir morgundaginn.
Svona er það 29 nóvember 2005!!!
Ég gafst svo upp um hádegið og fór til læknis. Er með sýkingu í augunum og tognuð í öxlinni. Held að lækninum hafi nú fundið þetta hálffyndið :) Fékk einhverja dropa og er ennþá að jafna mig eftir að hafa sett þá í augun því sviðinn af þeim var ólýsanlegur.
En nóg um það. Sigrún og Ágúst eru búin að fá nýjustu frænku mína í hendurnar í langt í burtu landinu Kína.....sat og skoðaði myndir áðan og brynnti músum. Frábært þegar hægt er að leiða saman svona gott fólk við gott barn sem saman láta alla sína drauma rætast :) Ég hlakka til að skoða prinsessuna þegar að því kemur :)
Fékk bækurnar sem ég pantaði á Amazon í gær. Ein snilldar bók um tarot - ég gat varla lagt hana frá mér í gær því þar var að finna svo margar nýjar leiðir við notkun tarotspilanna. Bara spennandi skal ég segja ykkur og mun nýtast vel við stundir einhleypu vinkvennanna. Ég get svarið það í gær spurði ég einnar spurningar og dró spil og fékk nána lýsingu á The fool - spilið hefði allt eins getað heitið Sigurður fool! Alveg magnað.
Á eftir að skrifa eitt leikrit - er búin að hafa það af að skrifa 8 leikrit á þremur dögum en er alveg orðin hugmyndalaus þegar kemur að síðasta leikritinu en það á að vera nútíma útgáfa á ævintýrinu um Stígvélaða köttinn og Greifann af Karabas.....! Úffff...alveg döööö. Verð samt að klúðra þessu saman fyrir morgundaginn.
Svona er það 29 nóvember 2005!!!
1 comments:
At 3:43 PM, Gugga said…
Þetta er sem sagt búið að vera mjög svo skemmtilegt haust hjá þér Kristjana mín.
Post a Comment
<< Home