Íbúðin mín...!
Íbúðin mín er fullkomin á allan hátt nema að í hana vantar bráðnauðsynlegt tæki sem ég sakna svo ógeðslega mikið. Það er baðkar! Ekki það að ég hefði sennilega aldrei náð að gera það baðkar hreint eftir fyrri leigendur en...vá hvað mig vantar baðkar.
Húðin á mér er þeim einstaka hæfileika gædd að þorna eins og pappaspjald þegar fer að kólna úti, og ég tala nú ekki um þegar Janus fer í líkamsrækt oft í viku líka. Ég held stundum að ég sé að breytast í hreistraða stjörnumerkið mitt....fiskinn.
Alla vega fór ég í Hagkaup og keypti svona Johnsson baby oil eins og sést í auglýsingunni. Ég fór í sturtu, setti handklæðið svo á gólfið og stóð á því án þess að þurrka mig alveg. Síðan spurði ég þessari olíu á mig og stóð innan skamms eins og olíuborin kjúklingur inni á baðherbergi. Þar stóð ég og beið eftir að ég þornaði. Eftir nokkrar mínútur þegar ég var búin að nota tannþráð, greiða á mér hárið, raða í skápinn var ég ennþá glansandi í olíu......! Ég ákvað þá bara að skella mér í bol og brók og fara eitthvað að stússast. Ég byrjaði náttúrulega á því að fljúga næstum á höfuðið á leiðinni inn í svefnherbergi. Þar klæddi ég mig í inniskó svo það myndi ekki gerast aftur o.s.frv. Tveim tímum síðar eftir hafa setið fyrir framan imbann, vafinn í teppi því ég vildi ekki klína út rándýra sófann gafst ég upp og fór og nuddaði af mér með þurru handklæði.
Niðurstaðan - gott ef húðin er ekki aðeins rakari eftir aðfarirnar, en oh my god ekki fyrir mig að standa í svona messi. Þetta virkar alla vega ekki eins flott og fínt og í auglýsingunni!!!!
Húðin á mér er þeim einstaka hæfileika gædd að þorna eins og pappaspjald þegar fer að kólna úti, og ég tala nú ekki um þegar Janus fer í líkamsrækt oft í viku líka. Ég held stundum að ég sé að breytast í hreistraða stjörnumerkið mitt....fiskinn.
Alla vega fór ég í Hagkaup og keypti svona Johnsson baby oil eins og sést í auglýsingunni. Ég fór í sturtu, setti handklæðið svo á gólfið og stóð á því án þess að þurrka mig alveg. Síðan spurði ég þessari olíu á mig og stóð innan skamms eins og olíuborin kjúklingur inni á baðherbergi. Þar stóð ég og beið eftir að ég þornaði. Eftir nokkrar mínútur þegar ég var búin að nota tannþráð, greiða á mér hárið, raða í skápinn var ég ennþá glansandi í olíu......! Ég ákvað þá bara að skella mér í bol og brók og fara eitthvað að stússast. Ég byrjaði náttúrulega á því að fljúga næstum á höfuðið á leiðinni inn í svefnherbergi. Þar klæddi ég mig í inniskó svo það myndi ekki gerast aftur o.s.frv. Tveim tímum síðar eftir hafa setið fyrir framan imbann, vafinn í teppi því ég vildi ekki klína út rándýra sófann gafst ég upp og fór og nuddaði af mér með þurru handklæði.
Niðurstaðan - gott ef húðin er ekki aðeins rakari eftir aðfarirnar, en oh my god ekki fyrir mig að standa í svona messi. Þetta virkar alla vega ekki eins flott og fínt og í auglýsingunni!!!!
2 comments:
At 6:54 PM, Gugga said…
Mwuuhahahaha.........hrikalega fyndinn póstur og hrikalega fyndið komment :)
At 11:03 AM, veldurvandræðum said…
Sko! Maður á að bera á sig olíuna þegar maður er ennþá blautur eftir sturtuna..eins og þú gerðir.. en svo á maður að þurka sér létt á eftir, ekki þorna sjálfur. Þannig nuddast olían inn í húðina og þú verður ekki eins og olíuborinn kjúklingur. Það er líka gott að nota olívuolíu.
Post a Comment
<< Home