Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, November 13, 2005

Sjúkdómur!

Það herjar stórhættulegur sjúkdómur á marga bloggara landsins - sjúkdómurinn hefur ekki fengið fræðiheiti en tillögur eru uppi um nafnið nenniekkiaðbloggaímargasyndróm - stórhættulegur dómur sem hefur lagt margan bloggarann af velli. En...þar sem ég smitaðist seint læt ég ekki bugast og mun halda áfram að blogga óhindrað og áhyggjulaust.

Vinnan gengur vel, leikfimin gengur vel, vinir ganga vel, nýjir vinir ganga vel, lífið gengur vel og íbúðin, já íbúðin var að fá enn eina andlitslyfinguna. Gafst upp á að bíða eftir allt of uppteknu skólafólki og píndi bara annan vin í að koma og skipta um ljós fyrir mig. Brúnu hræðilega ófríðu ljósin eru farin í Sorpu, meira að segja karlinn við nytjagáminn bendi mér snyrtilega á að best væri að henda svona ógeði. Eldhúsborðið fór í gömlum Bens í gám og gæti birst í eldhúsi einhvers Góða hirðis aðdáenda á næstu dögum. Núna er komin þessa líka massíva Halogen lýsing í íbúðina - ótrúlegt hvað lýsing hefur mikið að segja.

Eldhúsinnréttingin bíður betri tíma, alla vega til jóla- jólagjöfin í ár verður því nýsprautuð innrétting :) Þá held ég að bændur fari nú að verða sáttir. Svo ef þú finnur þörf hjá þér til þess að gefa mér jólagjöf þá er það vel þegið :)

Svona gengur þetta.....ég dýrka þennan árstíma, myrkrið, skammdegið, kertaljós í massavís - er að verða búin að brenna 100 sprittkertum það sem af er þessum mánuði :)

...........ég læt ekki undan, ég mun blogga meðan dagurinn endist.

0 comments:

Post a Comment

<< Home