Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, November 03, 2005

Júlía!

Júlía vinkona mín sendi mér póst um daginn og tjáði mér það að hún myndi bráðlega koma í heimsókn. Ástæðan er þessi:

Hún rak augun í grein um daginn þar sem verið var að tala um að Íslendingar væru heiðarlegustu íbúar jarðarinnar. Það var talað við nokkra sem búnir voru að búa á okkar yndislega landi og allir dásömuðu þeir þetta sker hér úti á ballarhafi.

Nokkrum dögum seinna rak hún augun í aðra grein þar sem stóð að Íslendingar væru í öðru sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Rétt á eftir Dönum. Aftur var talað við nokkra sem búnir voru að búa í þessum tveimur löndum þ.e. Íslandi og Danmörku og aftur var skerið okkar dásamað - allt svo geggjað hér.

Í fyrrakvöld fór Júlía svo í bíó í heimaborginni sinni. Nú! á einum tímapunkti í bíómyndinni segir einhver: what do you want me to do, go to Reykjavík? og einhver annar svarar: Reykjavík? where the fuck is that? og þá gat Júlía ekki setið á sér, hún var búin að fá of margar vísbendingar á of fáum dögum svo hún stóð upp í bíóinu og sagði hátt yfir salinn.....IT´S IN ICELAND, I HAVE A FRIEND OVER THERE!

Allt er þegar þrennt er! Svo Júlía fór heim og byrjaði að safna fyrir Íslandsferðinni og vonar að sparigrísinn verði orðin fullur næsta sumar svo hún geti komið. Júlía býr samt í Ríó í Braselíu og því þarf sparigrísinn sennilega að vera af stærri gerðinni!!!! Áfram Ísland!

1 comments:

Post a Comment

<< Home