Skiptir útlitið máli?
Ég fór í Bónus í gær mest vegna þess að kötturinn var búin að borða fisk í tvo daga. Ekki að kisi hafi kvartað en...kattamatur er samt hentugri fyrir hárvöxt og betri fyrir götóttar buddur.
Ég arkaði þarna um Bónus og týndi alls kyns þarfa/óþarfa í körfuna hjá mér. Að lokum var bara eitt eftir á listanum. Það var túnfiskur í niðursuðudós. Ég vil bara eina tegund af túnfisk Ora í vatni og ekkert annað! Hef reynt aðrar tegundir en þær eru bara ekki eins góðar. En það var meira en að segja það, nokkrar “vondar” tegundir af túnfisk en hvergi var Ora-fiskinn minn að sjá. Að lokum áttaði ég mig á því að það er búið að skipta um umbúðir á túnfiskinum mínum. Hann er komin í öðruvísi niðursuðudós!!!! Hann hefur verið dottinn úr tísku.
Á leiðinni að kassanum í Bónus kom ég svo auga á nýtt nammi. Gerði þau mistök að fara svöng í Bónus. En alla vega, þarna sá ég heilan stand af nýju nammi!! En þegar betur var að gáð, var þetta ekki nýtt nammi aðeins gamli góði Opal í nýjum fötum. Meira að segja með svona leiðbeiningum um þessi röndótti væri í raun gamli rauði!!!
Ég spyr því skiptir útlitið máli? Er það ástæðan fyrir því að framleiðendur eru að skipta um umbúðir á gömlu góðu vörunum? Detta umbúðir úr tísku? Eða erum við svona dofin að við höldum að við séum að kaupa eitthvað nýtt þegar umbúðirnar eru á annan hátt? Skyldi fólk kaupa meira Ópal af því að fötin eru ný?
Enginn vill sjálfsagt viðurkenna að útlit maka skipti máli í valinu stóra og endalausa. Myndi maður frekar falla fyrir einhverjum sem væri í nýjum fötum, frekar en þeim sem arfleiddu fötin af afa? Eða hvað?
Alla vega brunaði ég heim með Ora-túnfiskinn minn í nýju dósinni sannfærð um að ég væri ekki að kaupa neitt verri eða betri fisk þrátt fyrir ný föt.
Fór á flugvöllinn í gærkvöldi og viti menn upp úr krafsinu hafði ég enn eina snilldar-seríuna af Friends. Jei! Ég er því að fara heim og gróðursetja mig í sófann. Verið þið velkomin J
Góða stundir.
Ég arkaði þarna um Bónus og týndi alls kyns þarfa/óþarfa í körfuna hjá mér. Að lokum var bara eitt eftir á listanum. Það var túnfiskur í niðursuðudós. Ég vil bara eina tegund af túnfisk Ora í vatni og ekkert annað! Hef reynt aðrar tegundir en þær eru bara ekki eins góðar. En það var meira en að segja það, nokkrar “vondar” tegundir af túnfisk en hvergi var Ora-fiskinn minn að sjá. Að lokum áttaði ég mig á því að það er búið að skipta um umbúðir á túnfiskinum mínum. Hann er komin í öðruvísi niðursuðudós!!!! Hann hefur verið dottinn úr tísku.
Á leiðinni að kassanum í Bónus kom ég svo auga á nýtt nammi. Gerði þau mistök að fara svöng í Bónus. En alla vega, þarna sá ég heilan stand af nýju nammi!! En þegar betur var að gáð, var þetta ekki nýtt nammi aðeins gamli góði Opal í nýjum fötum. Meira að segja með svona leiðbeiningum um þessi röndótti væri í raun gamli rauði!!!
Ég spyr því skiptir útlitið máli? Er það ástæðan fyrir því að framleiðendur eru að skipta um umbúðir á gömlu góðu vörunum? Detta umbúðir úr tísku? Eða erum við svona dofin að við höldum að við séum að kaupa eitthvað nýtt þegar umbúðirnar eru á annan hátt? Skyldi fólk kaupa meira Ópal af því að fötin eru ný?
Enginn vill sjálfsagt viðurkenna að útlit maka skipti máli í valinu stóra og endalausa. Myndi maður frekar falla fyrir einhverjum sem væri í nýjum fötum, frekar en þeim sem arfleiddu fötin af afa? Eða hvað?
Alla vega brunaði ég heim með Ora-túnfiskinn minn í nýju dósinni sannfærð um að ég væri ekki að kaupa neitt verri eða betri fisk þrátt fyrir ný föt.
Fór á flugvöllinn í gærkvöldi og viti menn upp úr krafsinu hafði ég enn eina snilldar-seríuna af Friends. Jei! Ég er því að fara heim og gróðursetja mig í sófann. Verið þið velkomin J
Góða stundir.
3 comments:
At 11:11 AM, Gugga said…
Vá bara nýtt umhverfi fyrir kommentin.....þetta er voðalega mjótt, varla nema pláss fyrir eitt orð í hverri línu. En auðvitað skiptir útlitið máli. Til að byrja með allaveganna. Fyrir forvitnis sakir myndi ég kaupa nýja Opalinn út af umbúðunum en ef innihaldið er vont kaupi ég það ekki aftur. Er það ekki líka svoleiðis með karlmenn? Hvaða seríu varstu að fá? Þú ert búin að gera mig að Friends-sjúklingi í framhaldi af flensulegunni :)
At 2:42 PM, Tilvera okkar.... said…
This comment has been removed by a blog administrator.
At 2:42 PM, Tilvera okkar.... said…
..þetta ku hafa verið sería 10 :) bara skemmtilegt!
Post a Comment
<< Home