Undankomuleið frá giftingu!!
Sá þetta á bloggrúnti mínum um daginn? finnst þetta alveg brilliant og hvet ykkur til að sýna þessu áhuga...finnum lausnina, jei, jei, jei!
Ég ætla að leggja fyrir ykkur smá gátu og ætlast til að þið náið að leysa hana án mikillar hjálpar. Svarið við gátunni er á þann hátt að það poppar allt í einu og fyrirvaralaust upp í hausnum á ykkur. Gátan er svona:
Kóngur einn í litlu smáríki var talinn vera frekar ófríður og almennt leiðinlegur maður en mjög klókur og brögðóttur. Kóngsi var langt kominn á fimmtugsaldurinn og hafði hann aldrei verið kvæntur og átti því engan erfingja. Hann ákvað einn daginn að efna til fegurðarsamkeppni og lofaði óvæntum verðlaunum. Verðlaunin voru því öllum óljós nema kóngsa.
Nokkrar fagrar stúlkur úr smáríkinu tóku þátt í keppninni og var sú fegusta valin úr þeirra hópi. Þegar komið var að verðlaunahátíðinni gekk kóngurinn á svið og tilkynnti að verðlaunin væru þau að nýkrýnda fegurðardrottningin yrði kvænast honum og verða drottning í ríkinu. Stúlkan varð fremur ósátt og greinilegt var að hún vildi ekki kvænast kónginum. Þetta sáu flestir íbúar smáríkisins sem höfðu safnast saman til að fylgjast með keppninni. Kóngurinn sá þetta líka og til að skapa ekki mikla óánægju meðal þegna hans sagði hann upphátt svo allir heyrðu að hann myndi gefa henni möguleika á að komast undan því að giftast honum. Það eina sem stúlkan þyrfti að gera væri að draga upp úr poka, einn stein af tveimur, annar svartur en hinn hvítur. Ef stúlkan veldi hvíta steininn þá myndi hún losna undan giftingunni en ef hún veldi svartan stein þá yrði hún að giftast honum. Stúlkan samþykkti þetta og kvað möguleika á að losna undan giftingunni nokkuð góða. Ekki vildi hún skapa óánægju hjá kónginum eða öðrum í ríkinu. Ákveðið var að steinavalið færi fram næsta dag í hallargarðinum en þar væru einmitt mikið af hvítum og svörtum steinum.
Daginn eftir voru margir mættir í hallargarðinn til þess að sjá þegar stúlkanveldi stein úr pokanum. Kóngurinn og stúlkan komu sér fyrir í miðjum garðinum en aðrir röðuðu sér þar í kring en pössuðu sig þó á að gefa þeim svigrúm.
Þegar kóngurinn beygði sig niður til þess að sækja tvo steina, sem áttu að vera hvítur og annar svartur, tók hann tvo svarta steina en engan hvítan stein. Eins og áður hefur komið fram þá er kóngurinn klókur og brögóttur. Með þessu ætlaði hann að tryggja það að hún giftist honum.
Stúlkan sá þetta og var frekar undrandi og vissi hún strax að kóngurinn væri að beita brögðum. Stúlkan var ekki síður klókari en kóngurinn og sá hún leið út úr þessari klemmu þannig að hún þurfi ekki að kvænast kónginum, jafnvel þó hún velji stein.
Þá er það spurningin? Hvernig losnar stúlkan undan giftingunni??
Stúlkan verður að draga stein úr pokanum.
Svarið kemur síðar. Ef þið hins vegar hafið spurningar látið þær koma fram í kommenti. Ef þið hafið svarið þá megið þið senda það í tölvupósti til mín á janapals@hotmail.com og ég mun svara til baka um það hvort þið hafið haft rétt fyrir ykkur?????
Ég ætla að leggja fyrir ykkur smá gátu og ætlast til að þið náið að leysa hana án mikillar hjálpar. Svarið við gátunni er á þann hátt að það poppar allt í einu og fyrirvaralaust upp í hausnum á ykkur. Gátan er svona:
Kóngur einn í litlu smáríki var talinn vera frekar ófríður og almennt leiðinlegur maður en mjög klókur og brögðóttur. Kóngsi var langt kominn á fimmtugsaldurinn og hafði hann aldrei verið kvæntur og átti því engan erfingja. Hann ákvað einn daginn að efna til fegurðarsamkeppni og lofaði óvæntum verðlaunum. Verðlaunin voru því öllum óljós nema kóngsa.
Nokkrar fagrar stúlkur úr smáríkinu tóku þátt í keppninni og var sú fegusta valin úr þeirra hópi. Þegar komið var að verðlaunahátíðinni gekk kóngurinn á svið og tilkynnti að verðlaunin væru þau að nýkrýnda fegurðardrottningin yrði kvænast honum og verða drottning í ríkinu. Stúlkan varð fremur ósátt og greinilegt var að hún vildi ekki kvænast kónginum. Þetta sáu flestir íbúar smáríkisins sem höfðu safnast saman til að fylgjast með keppninni. Kóngurinn sá þetta líka og til að skapa ekki mikla óánægju meðal þegna hans sagði hann upphátt svo allir heyrðu að hann myndi gefa henni möguleika á að komast undan því að giftast honum. Það eina sem stúlkan þyrfti að gera væri að draga upp úr poka, einn stein af tveimur, annar svartur en hinn hvítur. Ef stúlkan veldi hvíta steininn þá myndi hún losna undan giftingunni en ef hún veldi svartan stein þá yrði hún að giftast honum. Stúlkan samþykkti þetta og kvað möguleika á að losna undan giftingunni nokkuð góða. Ekki vildi hún skapa óánægju hjá kónginum eða öðrum í ríkinu. Ákveðið var að steinavalið færi fram næsta dag í hallargarðinum en þar væru einmitt mikið af hvítum og svörtum steinum.
Daginn eftir voru margir mættir í hallargarðinn til þess að sjá þegar stúlkanveldi stein úr pokanum. Kóngurinn og stúlkan komu sér fyrir í miðjum garðinum en aðrir röðuðu sér þar í kring en pössuðu sig þó á að gefa þeim svigrúm.
Þegar kóngurinn beygði sig niður til þess að sækja tvo steina, sem áttu að vera hvítur og annar svartur, tók hann tvo svarta steina en engan hvítan stein. Eins og áður hefur komið fram þá er kóngurinn klókur og brögóttur. Með þessu ætlaði hann að tryggja það að hún giftist honum.
Stúlkan sá þetta og var frekar undrandi og vissi hún strax að kóngurinn væri að beita brögðum. Stúlkan var ekki síður klókari en kóngurinn og sá hún leið út úr þessari klemmu þannig að hún þurfi ekki að kvænast kónginum, jafnvel þó hún velji stein.
Þá er það spurningin? Hvernig losnar stúlkan undan giftingunni??
Stúlkan verður að draga stein úr pokanum.
Svarið kemur síðar. Ef þið hins vegar hafið spurningar látið þær koma fram í kommenti. Ef þið hafið svarið þá megið þið senda það í tölvupósti til mín á janapals@hotmail.com og ég mun svara til baka um það hvort þið hafið haft rétt fyrir ykkur?????
1 comments:
At 6:43 PM, veldurvandræðum said…
Hún hefur tekið einn hvítan stein upp og falið hann í lófanum á þeirri hendi sem hún stakk í pokann og þannig litið út fyrir að hún hafi dregið hvítan.
Post a Comment
<< Home