Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, October 11, 2005

Stjörnuspá!!

Stjörnuspáin þvældist fyrir mér í Birtu meðan ég klippti tímaritið í sundur til að fá liti á forsíðuna á bókinni minni. Svona var spáin orðrétt:

Líf þitt á eftir að taka stórkostlegum breytingum í þessum mánuði og þú átt eftir að verða fyrir uppljómun sem varpar nýju ljósi á þýðingarmiklum hluta í lífi þínu og kemur öllu á réttan kjöl. Vertu móttækilegur og taktu þeim gjöfum sem himnarnir senda þér.

Hvað gerir maður þegar maður les svona línur. Ekki leggst maður og bíður eftir að samlokubrauð detti úr loftinu í hendurnar á manni. Hvað þýða svona spár? hver er það sem semur þær? og hversu margir lifa eftir svona spám?

Spárnar vísa náttúrulega flestar í ástina eða peninga, enda annars hefði enginn áhuga að á að lesa svona bull. Sá sem situr og semur svona spár er sennilega sjálfur einhleypur nú eða alveg vonlaus rómantíkus, hvort heldur fær hann/hún smá aura til að skrifa þessar línur.

En hverjir fara eftir svona spám. Ég á einn ónefndan kunningja sem fer reglulega til miðils og ef ekki fer að bóla á atvikum sem miðillinn nefnir innan nokkra vikna fer hann aftur til miðils því þá veit kunninginn ekki hvaða ákvarðarnir hann á að taka. Sem sagt ef miðilinn segir, ég sé að þú ert að fara til London, þá pantar hann flug til London þ.e. kunninginn ekki miðillinn. Er þá ekki á vissan hægt að segja að miðillinn stjórni lífi þessa kunningja. Úff ég ætti kannski að verða miðill og segja fólki, hei ég sé að þú styrkir kennara um alla lottó-peningana þínn…blink, blink. Ég fór reyndar til miðils síðasta vetur og hreifst mikið af orðum hans, þá aðallega því hvað hún gat sagt mér um fortíðina og hvernig ég ætti að snúa mér í samskiptum við undarlegt fólk sem herjaði á mig þeim tímapunkti og áður. Svo er alltaf gaman að taka í tarot, það er þó ekki tekið upp nema í mjög þröngum hópi þar sem allir hafa það markmið að hlægja. En hverjir fara eftir svona stjörnuspám? Gera kannski bara allir eins og ég og standa úti og hlaði og bíða eftir að samlokubrauð detti af himnum ofan, það væri nú magnað að fá svoleiðis hleif í hausinn! Ég ætti kannski frekar að biðja um vodkaflösku, það þyrfti ekki að spyrja að leikslokum ef ég fengi svoleiðis í hausinn.

Anyways….skemmtileg stjörnuspá sem tók óratíma að röfla um.

Lóvjúall…eða þannig sko.

0 comments:

Post a Comment

<< Home