Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, September 28, 2005

Björgunarleiðangur?

Það hefur eitthvað hræðilegt gerst. Ég hef lengi haft áhyggjur af þessu en núna bara verð ég að láta til skarar skríða. Ég er búin að hringja í Neyðarlínuna 112 og þar er verið að undirbúa víðtæka leit. Þeir kalla verkefnið......leitin að týndu bloggurunum. Svona er lýsingin sem ég sendi:

Númer 1: Guggan mín - síðast heyrðist frá henni föstudaginn 5 ágúst. Þá setti hún inn stutta færslu byggða á merkilegu prófi. Guggan er undurfögur ljóshærð vera sem býr á uppfyllingu, þó ekki í New Orleans. Hennar pistla er sárt saknað en þó huggun harmi gegn að hún býr nálægt.

Númer 2: Kuldaboli - horfin með hornum og hala. Ekkert hefur spurst til hans síðan 29 ágúst og hans er sárt saknað, enda alltaf góð skemmtun að lesa pistlana sem boli sendi frá sér. Boli er rauðbirkin og hentar einstaklega vel til undaneldis sökum góðra gena og skarps hugar.

Númer 3: Halla - ekkert hefur heyrst frá þeim mikla bloggara síðan um afmælisdaginn hennar n.t. 31 júlí. Halla hefur sent frá sér litlar tilkynningar alls staðar um landið og er það von 112-manna að þeir geti fundið út hennar verustað frá öllum þessum vísbendingum. Þó er ansi langt síðan bloggið hefur bjargað og þeir eru ekki vongóðir fyrir vikið.

Númer 4: Gerður, og nú vandast málið. Síðast heyrðist frá henni á Ítalíu 1. júní síðastliðin. Ekkert hefur spurst til hennar síðan.

Númer 5: Gummi Torfi - týndur í Tampa veldi meðal Kúbverja og vindla í Ybor City. Haft hefur verið samband við þarlend yfirvöld og hafa þeir lofað fullri samvinnu. Tvíræð skilaboð komu frá kappanum ekki alls fyrir löngu. Þar virtist kappinn ætla að ausa úr skálum visku sinnar en það eina sem kom frá honum ..í fréttum er þetta helst. Fbi telur að þar hafi mannræningar klipp á símalínu Gumma svo honum eru nú allar bjargir bannaðar.

Ef þið kæru lesendur hafið einhverjar upplýsingar um þessa mikilvægu hlekki í mínu lífi þá vinsamlegast sendið tilkynningu um það á rétt yfirvöld.....!

Þetta er há-al-var-legt-mál.

0 comments:

Post a Comment

<< Home