Innrás fílanna!
Get ekki munað hvort fuglinn fíll er skrifað með ý eða ekki og mun því skrifa fíll með einföldu í því mér finnst það líta betur út þannig :)
Eitthvað dularfullt gerðist í dag. Fílarnir villtust! Á leiðinni á milli Selfoss og Hveragerðis voru að minnsta kosti tíu dauðir fílar. Þar fyrir utan voru þeir sem hlupu um ófleygir og biðu þess eins að vera undir hjólum bílanna. Hver er orsökin fyrir þessari áttavillu fílanna? Eru þeir kannski byrjaðir að reyna að smita okkur af fuglaflensunni?
Ég fann til með fílunum, langaði að stoppa og stinga þeim í aftursætið og keyra með þá að sjó svo þeir gætu flogið á vit ævintýranna. En ég var á pabba bíl, vildi ekki fá lýsisgubb í aftursætið á pabba bíl. Ég spólaði því bara á fílaheilunum og vonaði að þeir væru nú þegar steindauðir svo þeir myndu ekki finna til. Fór að hugsa um skiptið þegar kennarinn minn hringdi í mömmu til að láta hana vita af því að ég mætti alltaf orðið of seint í skólann. Mamma náttúrulega ekki sátt því alltaf sendi hún mig snemma af stað í skólann. Af hverju var Jana litla þá svona sein í skólann? Jú, hún var að bjarga áðnamöðkunum sem óvart villtust út á götuna í rigningartíðinni. Hver annar átti að hugsa um hagsmuni þessara vesalinga.
Svona var maður nú vitlaus - í dag horfði ég á barn gefa hundi áðnamaðk og ég spólaði á fílnum!
Mánudagur framundan, nóg að gera þó ekki væri fyrir ómálaða veggi.
Eitthvað dularfullt gerðist í dag. Fílarnir villtust! Á leiðinni á milli Selfoss og Hveragerðis voru að minnsta kosti tíu dauðir fílar. Þar fyrir utan voru þeir sem hlupu um ófleygir og biðu þess eins að vera undir hjólum bílanna. Hver er orsökin fyrir þessari áttavillu fílanna? Eru þeir kannski byrjaðir að reyna að smita okkur af fuglaflensunni?
Ég fann til með fílunum, langaði að stoppa og stinga þeim í aftursætið og keyra með þá að sjó svo þeir gætu flogið á vit ævintýranna. En ég var á pabba bíl, vildi ekki fá lýsisgubb í aftursætið á pabba bíl. Ég spólaði því bara á fílaheilunum og vonaði að þeir væru nú þegar steindauðir svo þeir myndu ekki finna til. Fór að hugsa um skiptið þegar kennarinn minn hringdi í mömmu til að láta hana vita af því að ég mætti alltaf orðið of seint í skólann. Mamma náttúrulega ekki sátt því alltaf sendi hún mig snemma af stað í skólann. Af hverju var Jana litla þá svona sein í skólann? Jú, hún var að bjarga áðnamöðkunum sem óvart villtust út á götuna í rigningartíðinni. Hver annar átti að hugsa um hagsmuni þessara vesalinga.
Svona var maður nú vitlaus - í dag horfði ég á barn gefa hundi áðnamaðk og ég spólaði á fílnum!
Mánudagur framundan, nóg að gera þó ekki væri fyrir ómálaða veggi.
2 comments:
At 11:26 AM, veldurvandræðum said…
þetta hafa verið fílsungar, þeir geta ekki flogið eins og fullorðnir og eru svolítið vitlausir.
At 11:51 AM, Helena said…
heheh agalegt fílavandamál. Hvernig er það annars, á ekki að mæta á fimmtudaginn??? Eins gott fyrir þig því ég hlakka ýkt til að heyra um búðirnar þínar þó svo að ég sé búin að heyra fullt :)
Sí ja á fim :)
Helena
Post a Comment
<< Home