Skúra-skóli
Á lóðina var skellt nokkrum gömlum skúrum, á milli þeirra eru smíðaðir gangar, upp úr gömlum skúrum. Á veggina er klínt málningu. Á gólfið er límdur dúkkur. Á veggina eru festir snagar. Í veggina er dregið rafmagn. Yfir skúrunum kúrir þráðlaust net. Í stofurnar eru settir veggir. Í götin er troðið kítti. Á þökin eru settar fleiri bárujárnsplötur. Rykið er skúrað í burtu. Í skúrana koma borð. Í skúrana koma stólar. Í skúrana koma kennarar. Skúrarnir fyllast af röddum. Raddirnar fleygja fram hugmyndum. Gerum svona, gerum svona. Innan skamms fyllist skólinn af börnum. Með börnunum kemur hlátur. Með hlátrinum gleðst sálin. Með gleði og hlátri verður til skóli. Skóli með sál.
Það er hola sem Janus stendur á núna. Já, það er eins og Janus sé að kenna í fyrsta sinn, hvernig á eiginlega að kenna þegar ekki eru ákveðnir stærðfræðitímar, íslenskutímar, náttúrufræði, samfélagsfræði...já kenndu þetta allt í þema. Jamm ég er að læra upp á nýtt og svei mér þá að manni finnist ekki eins og manni sé ögrað....hvers vegna? Hef alveg búið til þúsund nýjar heila-stöðva-svæða-skipulags-þemu í hausnum á mér. Úffffffffffff! Spurningin stóra er sú, skyldi ég nú getað losað mig við alla vangallana sem mér finnst vera á kennslunni í hefðbundna kerfinu? Ekkert betra eða verra, bara öðruvísi.
Meiri fréttir? Ég er aðeins 10 mínútur að hjóla heim til mín úr vinnunni - fór í hjólatúr í dag og mældi það. Er reyndar tæplega 20 mínútur að hjóla í vinnuna því þessar brekkur í Grafarholtinu eru svolítið vígalegar - sérstaklega þegar vantar loft í dekkin á hjólinu...það er engin bensínstöð á þessari leið. Er búin að velja málningu á íbúðina, ætla að hafa svona svona ljósgráa eins og íbúðin í Keflavík var, baðið (þar sem ekki eru flísar) á að vera blátt í stíl við nýju klósettsetuna mína sem er bara töff....! Svo verða önnur rými hvít - alla sem sagt ekki að hafa stofuna GULA og svefnherbergið RAUTT.
Er alveg orðin fulle-fimm á fartölvunni og fordómarnir minnka með hverjum degi. Mið bráðvantar möppurnar mínar í kennsluna, maður þarf alveg að vera í berjamó í hausnum á sér allan liðlangan daginn..... :)
Svoleiðis er nú það.....heyrumst.
Það er hola sem Janus stendur á núna. Já, það er eins og Janus sé að kenna í fyrsta sinn, hvernig á eiginlega að kenna þegar ekki eru ákveðnir stærðfræðitímar, íslenskutímar, náttúrufræði, samfélagsfræði...já kenndu þetta allt í þema. Jamm ég er að læra upp á nýtt og svei mér þá að manni finnist ekki eins og manni sé ögrað....hvers vegna? Hef alveg búið til þúsund nýjar heila-stöðva-svæða-skipulags-þemu í hausnum á mér. Úffffffffffff! Spurningin stóra er sú, skyldi ég nú getað losað mig við alla vangallana sem mér finnst vera á kennslunni í hefðbundna kerfinu? Ekkert betra eða verra, bara öðruvísi.
Meiri fréttir? Ég er aðeins 10 mínútur að hjóla heim til mín úr vinnunni - fór í hjólatúr í dag og mældi það. Er reyndar tæplega 20 mínútur að hjóla í vinnuna því þessar brekkur í Grafarholtinu eru svolítið vígalegar - sérstaklega þegar vantar loft í dekkin á hjólinu...það er engin bensínstöð á þessari leið. Er búin að velja málningu á íbúðina, ætla að hafa svona svona ljósgráa eins og íbúðin í Keflavík var, baðið (þar sem ekki eru flísar) á að vera blátt í stíl við nýju klósettsetuna mína sem er bara töff....! Svo verða önnur rými hvít - alla sem sagt ekki að hafa stofuna GULA og svefnherbergið RAUTT.
Er alveg orðin fulle-fimm á fartölvunni og fordómarnir minnka með hverjum degi. Mið bráðvantar möppurnar mínar í kennsluna, maður þarf alveg að vera í berjamó í hausnum á sér allan liðlangan daginn..... :)
Svoleiðis er nú það.....heyrumst.
0 comments:
Post a Comment
<< Home