Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, April 28, 2005

Áttu HSK galla!

"...Hæ, áttu svona gulan glansandi HSK - galla" voru fyrstu orð frænku minnar í gær. Ojjjj, fæ gæsahroll yfir hugsuninni. Þessi undurfallegi guli og blái galli sem ég klæddist hverja einustu helgi á keppnisárunum. HSK skíttu á ská! Gallinn er reyndar tröllum gefin, hef látið hann fjúka við fyrsta tækifæri sem gafst, meira að segja þó ég hafi átt tvo. En eftir nokkrar hringingar fannst HSK-galli á öðrum íþróttaheimili og málinu er því reddað. Hún mun því glansa eins og sólin.

...Og þá koma skemmtilegu fréttirnar. Hafnarfjall. Hafnarfjall er þjóðþekkt fjall við suðurströnd Borgarfjarðar. Fjallið dregur nafn sitt af bænum Höfn sem liggur vestur af fjallinu. Vegalengd 6 - 7 km. Hækkun 750 m. Brottför klukkan 16:00 frá Borgarnesi föstudaginn 29. apríl 2005. Gaman og spennandi. Áhugasamir velkomnir með. Svo er hrútagrillveisla og skemmtilegheit á Hvanneyri. Hvar er Hvanneyri?

...Var þreytt í morgun. Hreyfði bílinn minn í fyrsta sinn í rúmlega viku, þó fyrir utan ferð á þvottaplanið í gær. Það var líka rigning. Prinsessur hjóla ekki í rigningu. Nú er sól. Kannski ég gangi bara heim svo ég verði að hjóla á morgun.

...Lítur bara vel út með húsnæði næsta vetur. Gaman þegar hlutirnar koma svona upp í hendurnar á manni án þess að maður þurfi mikið að hafa fyrir því, þetta kemur í ljós. Það besta ef þetta gengur eftir er að ég erð fljótari að hjóla í vinnuna næsta vetur heldur en að keyra.

Helgin í seilingu og það er að koma mai!!!

Go Hafnarfjall.

Tuesday, April 26, 2005

Það er...

Þið 150 fólk sem lásuð bloggið mitt í gær! Væri ekki gaman að láta mig heyra í ykkur?

...Hún rennur eftir götunni, Hafnargötunni. Hún er fislétt og fönguleg, krefjandi og ertandi. Hún leitar að hentugu fórnarlambi. Hún sér opinn glugga, eldhúsglugga, hún breytir um stefnu og smýgur inn um hann. Hún rennir sér eftir gluggakistunni og hendir sér fram af. Hún er með augun vel opin, hún skríður yfir fjalirnar og gætir þess engin þeirra sé ósnert. Hún tekur vinstri beygju. Við blasir stór stofa og þarna situr grunlaust fórnarlambið. Hún læðist hljóðalaust eftir gólfinu þar til hún kemur að fótum fórnarlambsins. Hún skríður upp eftir fótleggnum, hún klifrar upp eftir bakinu, hún rótast aðeins í hárinu, hún bíður eftir tækifærinu. Þegar það gefst sveiflast hún á einu hári og kemst í heilu lagi inn í nefið.

...Fórnarlambið kippist til og lítur í kringum sig. Veit ekki hvað er að gerast. Veit ekki hvernig það á að bregðast við. Það finnur blóðþrýstinginn hækka og hvernig hjartað berst. Það svitnar, munnurinn fyllist af munnvatni...mmmmmm. Fórnarlambið streitist á móti, það lætur ekki undan, nei, jú, nei, jú, nei.....en, en, en,....það stenst ekki freistinguna, það brotnar saman. Það stekkur af stað, það kaupir, það svindlar, það syndgar, það treður, það klessir, það sukkar, það fitnar. Fórnarlambið fær samviskubit, því líður illa, það fer að út að hlaupa, það fer á skauta, það svitnar, það svitnar, það skilar, það er aumt.

...Það er búið að opna Kentucky Fried í Keflavík og fuckings lyktin er að fara með mig.

Monday, April 25, 2005

Blakiblak

Veit ekki hvar ég á að byrja. Svo mikið að segja að kannski er best að segja bara ekki neitt. Hefur einhver áhuga hvort sem er?

Akureyris var tekið með spaðaásnum um helgina. Hún Guðrún skundaði á Öldungamót í blaki og stóð sig svona ljómandi vel. Vann hvert stigið á fætur öðru, klúðraði nokkrum, henti sér á blá og marin hnén, svamlaði í sundlauginni og söng frá sér alla rödd. Á mótinu spilaði Guðrún sex leiki ásamt sínu liði, vann ekki nema einn leik og að auki eina hrinu. Þrjá leiki spiluðum voru bara fimm í liðinu, vegna meiðsla og ein af þessum fimm hölt – þannig að við spiluðum eiginlega bara fjórar og hálf. En öll markmið sem lagt var upp með náðust þ.e. að vinna einn leik og að hafa gaman að þessu öllu. Seinna markmiðið hefði verið hægt að margfalda nokkrum sinnum – slík var gleðin.

Á fimmtudagskvöldinu fór ég með sambýlisliðinu – sem var ekki liðið hennar Guðrúnar – á Greifann, mmmmm pitsa með banönum og bjór og Stroh. Á föstudagskvöldið fór Guðrún með liðinu sínu á Hjalteyri þar sem grillaður lax var veiddur úr sjónum, aðeins of mikið hvítvín og algerlega óþarft og tilgangslaust rauðvín. Langt síðan ég hef hlegið svona mikið. Eftir matinn fór Guðrún í Sjallann og hitti sambýlisliðið og dansaði rassinn úr buxunum á 80´s diskóteki – bara gaman. Á laugardagskvöldið var svo lokahóf með 699 öðrum í íþróttahöllinni á Akureyri. Geðveikur matur úr Bautanum, neongræn glös, hárspennur, hálsmen og ísmolar, einhver hljómsveit, mikið dansað, fjöldasöngur, líter af vatni, sárir fætur, söngur, gaman, gaman og gaman. Endaði það kvöld á ekta vangadansi við um það 65 ára karl frá Siglufirði. Hann var æði – hélt mér og sveiflaði eins og kartöflusekk og taldi taktinn fyrir mig um leið svo ég myndi ekki stíga á tærnar á honum.

Heimferðin einkenndist svo af harðsperrum, undarlegri líðan sem helst minnti á þynnku dauðans (án þess að áfengi hafi verið innbyrt), dotti og sinubrunum. Akkúrat ár í næsta mót sem haldið verður í Snæfellsbæ. Þá mun Guðrún aftur dusta rykið af blakskónum sínum og slá í gegn – algerlega ófært að missa af þessu – þarf bara að vona að sama liðið gefist – alveg til í að keyra til Keflavíkur á nokkrar blakæfingar. Já, það er gott að vera 30 ára!!!

Helstu punktar sem mest var hlegið af:
- Helena er skííííthrædd við köngulær.
- Leikurinn sem vannst var á móti eina trukkaliðina á mótinu.
- Þegar samherji minn náði að bjarga boltanum með því að sparka honum yfir netið og einhver gella hinum megin greip boltann og fagnaði......! Um það bil 5 ár síðan reglunum var breytt þannig að það mætti sparka – BARA FYNDIÐ.
- Þegar ég henti mér á fasta uppgjöf, fleygurinn minn fór beint í hausinn á samherja og small snyrtilega í gólfinu hinum megin – BARA FYNDIÐ.
- Sagan af manninum sem spilaði upp á félaga sinn sem hafði bjargað bolta með því að fleygja sér á eftir honum. Hann alla vega spilaði upp á hann á sama tíma og hann stóð á hendinni á honum þar sem hann lá á gólfinu.
- Sagan af konunni sem allir á Siglufirði halda að búi með konu.
- Litli 5 ára guttinn sem hélt að frændi sinn væri að spila með öðru liði.....því það var maður í því liði sem var líka með gat á hausnum þ.e. hann var að fá skalla.
- Fullt af nýjum vinum og vinum, allt frá lessum til gamalmenna.
- ...og síðast en ekki síst óheyrðar HROTUR í íbúðinni við sundlaugina.

ps. Kisu minni vantar far frá Selfossi ef einhver er á ferðinni þarna á milli.

Tuesday, April 19, 2005

Þriðjudagur til þrautar!

...hann var strembinn þessi.

Er formlega orðin starfsmaður Reykjavíkurborgar þ.e. frá og með 1.ágúst, því ég fór og krotaði undir samning í dag. Á að mæta til vinnu 8. ágúst, sem þýðir 7 vikna sumarfrí - þar af 4 í Ameríku. Sem sagt soldið strembið sumar með flutningum, nýrri vinnu og nýjum tækifærum.

Kisa fór í vorfrí á Selfoss áðan því Janus er að fara til Akureyris á morgun og kemur ekki heim fyrr en á sunnudag. Kisa mun því fá mikið af harðfisk hjá pabba Palla næstu fjóra daga. Ég get svarið það að pabbi getur látið hana gera kúnstir fyrir harðfisk, þar fyrir utan má engin snerta hana.

Ég var að fá nýjan, gamlan síma því hinn garmurinn bara dó ef einhver hringdi - mjög hvimleitt sérstaklega þegar mikilvæg símtöl bárust. Ég fékk því nýjan síma sem ég er að læra á. Er alveg drulluþreytt því ég var svo hrædd um að síminn myndi ekki vekja mig í morgun að ég var vakandi á öðru auganu í nótt - ferlegt að setja símann svona á íslensku, maður bara skilur ekkert!!!

Fróðleikur: það eru einungis sjö kennsluvikur eftir (gleði, gleði) samt pínu ógleði. Það verður erfitt að horfa á eftir þessum yndislegu börnum sem maður þekkir orðið svo vel. Er ekki enn búin að segja þeim að þau fái nýjan kennara á næsta ári - aðallega því ég veit af fyrri reynslu að kennarinn getur farið að baula :( Tilfinngarklessa. Gæti aldrei, aldrei, aldrei verið foreldri sem fengi að sjá barnið sitt aðra hvora helgi. Fæ illt í hjartað að hugsa til þess að fá ekki að knúsast í þessum börnum sem ég á ekkert á hverjum degi.....erfiðasta hlutskipti kennarans.

Ályktun: Vorið er komið. Skýring: fluguflikki á stærð við meðalstóra þyrlu ógnaði kennslu (aðallega kennaranum) í stofu 1 eftir hádegi í dag.

Eins og ég sagði þá er að ég að fara á Akureyri á morgun, er að fara á fyrsta blakmótið. Hef þá keppt í frjálsum, sundi, hlaupum, handbolta, körfubolta, badminton, fimleikum, bólfimi og upplestri....eða var það ekki svona? og núna bætist við blakið. Já, þetta verður bara skemmtilegt!

Við heyrumst því ekki fyrr en eftir helgi....!
Miðvikudagur til mmmmmmm......músar! (eða eitthvað annað gáfulegt sem byrjar á m)

Sunday, April 17, 2005

Reminder!!

Um þrjúleytið í dag fór síminn minn að pípa, svona reminder píp. Ég tók símann og kíkti og þá stendur á honum "muna afmæli :)". Mér þótti þetta mjög undarlegt sérstaklega út af því að ég hef ekki notað þetta reminder dót nema til að minna mig á tíma hjá hnykkjaranum.

Alla vega muna afmæli...okei. Í dag er 17. apríl, þá á Soffía afmæli, skil ekki hvers vegna ég var að láta símann minna mig á það - kann alveg þann afmælisdag utan af eins og marga mikilvæga. Alla vega sendi ég Soffíu sms og óskaði henni til hamingju. Fannst þetta samt svo skrítið! "muna afmæli :)", af hverju þurfti ég að muna þennan sérstaka dag. Ég var því með þetta í huganum, renndi yfir vinahópinn og reyndi að finna annað afmælisbarn á þessum degi, en sú eina sem ég mundi eftir var Gugga en hún á nú ekki afmæli fyrr en eftir 10 daga. En....!

Á miðri brautinni rann þetta svo upp fyrir mér! Þarna var hin ómeðvitaða ástfangna Jana að láta minna sig á afmælisdag "kærastans" meira að segja með sólarhringsfyrirvara. Hún hefur sko ekki ætlað að klikka á smáatriðunum. Vonandi það síðasta sem kemur til með að minna mig á leikarann góða, klikkaði á að eyða þessu með öllu hinu.

Aldrei, aldrei skal ég gera mig að svona fífli aftur!!!!

Skólinn

Af hverju heitir skólinn Ingunnarskóli?
Hugmyndina að nafinu á prófessor Þórhallur Vilmundarson sem einnig fann nöfn á göturnar í hverfinu, en nöfnin eru flest kirkjusöguleg. Um Ingunni þá er skólinn er nefndur eftir er fjallað um í Jóns sögu helga. Ingunnarskóli er ekki einkarekin eins og margir vilja halda, starfar undir stjórn Reykjavíkurborgar eins og aðrir skólar á höfuðborgarsvæðinu. Sæmundarsel sem ég mun starfa í er ekki sérdeild eins og margir halda. Einungis skólahverfið (götur) ráða hverjir fara í Sæmundarsel og hverjir fara í Ingunnarskóla. Til stóð að byggja stóran grunnskóla, Sæmundarskóla, niður við Hafravatn. Svo þegar Grafarholtið fór að byggjast kom í ljós að aldurssamsetning þeirra sem þangað fluttu var allt öðruvísi en í Grafarvoginum, þ.e. fólkið var eldra og ekki með ung börn. Fyrir vikið var ekki þörf á tveimur stórum grunnskólum í hverfinu og hefur Sæmundarsel því verið undir stjórn Ingunnarskóla hingað til. Í Sæmundarseli eru nemendur í 1. til 5. bekk.

Sæmundarsel er staðsett niður við Hafravatn og er mikil áhersla lögð á útikennslu. Við skólann er skógur þar sem búið er að setja upp aðstöðu til útikennslu. Að auki hefur skólinn tekið hlíðarnar fyrir ofan vatnið í fóstur og mun á næstu árum því rísa upp flottur skógur þarna í kring. Í Hafravatni er svo hægt að veiða síli og aðrar litlar vatnsverur. Sæmundarsel er ekki komið í endanlegt húsnæði. Hafist verður handa við byggingu þess næsta haust, þegar framkvæmdum við Ingunnarskóla lýkur. Núna er skólinn í bráðabrigðahúsnæði þ.e. litlum sumarbústöðum (skúrum), sem eru þrátt fyrir ytra útlit mjög skemmtilegir að innan. Í Sæmundarseli er samkennsla á milli árganga og mun ég verða kennari í 1. og 2. bekk. Nú fer í gang húsnæðisleit í næsta nágrenni þ.e. Grafarvog, Grafarholti (dream on) og Árbænum.

Allt saman mjög spennandi!!!

.....og til hamingju með afmælið Soffía!!

Friday, April 15, 2005

Vinna!

Vildi bara deila því með ykkur að ég er búin að fá vinnu næsta vetur í Sæmundarseli, sem er útibú frá Ingunnarskóla. Staðsettur við Hafravatn í Grafarholtinu!!!

Góða helgi.

Wednesday, April 13, 2005

Miðvikudagur til mikils!!

Úff þetta var nú meiri dagurinn!

Fyrst var náttúrulega vinna, vinna, vinna. Brunaði strax eftir vinnu í bæinn til læknis, er með nýtt bak fyrir vikið. Svo fór ég á þvottaplan því ég var hætt að sjá út. Fór þaðan í Bónus því ég átti engan mat, þaðan fór ég í smá rúnt að skoða kannski verðandi íbúð fyrir næsta vetur....! Spennandi. Svo fór ég í viðtal hjá skólastjóra í Reykjvaík fyrir hugsanlegt starf næsta vetur....! Spennandi, já þetta var mjög svo spennandi. Öðruvísi stefna sem byggir mikið á hugmyndaríkum kennurum....passar vel. Svo fór ég í spaghettí hjá systur minni og hló mikið að litla frænda þar sem hann reyndi að sjúga upp í sig spaghettí...! Yndislegt barn. Svo fór ég að námskeið/spjallfund fyrir sumarið. Núna er klukkan ellefu og dagurinn að enda komin. Úff!

Reykskynjarinn minn pípir því honum vantar nýtt batterí - nenni ekki að hlusta á hann aðra nótt - hendi frekar batterínu og vona að það kvikni ekki í.

Ég framdi næstum því "sjálfsmorð" í gær, ekki fallegt að gantast svona með það alvarlega hluti en staðreynd samt. Ég var að vaska upp, var að setja disk í þvottagrindina en lagði við það hendinni beint ofan á hníf sem stakkst inn í hendina á mér. Blæddi helling. En ef hnífurinn hefði nú stungist 2 sentimetrum ofar hefði ég stungið honum beint á "púlsinn". Hefði verið erfitt að reyna útskýra það ef til hefði komið. Aulagangur. Mér náttúrulega dauðbrá og komst þessi tilraun í annað sæti hjá "næstum" dauður tilraununum mínum. Þriðja sætið vermir nú skiptið þegar helv...brjóstsykurinn stóð í mér og ég ein upp í sveit, það var scary. Efsta sætið heldur samt sínu og mun sennilega alltaf gera þegar ég drukknaði næstum í Hvítá! Fæ ennþá gæsahúð þegar ég sé svona frussandi jökulá.

Var að finna bloggsíðu hjá Möggu Unni og Fannari í landi Þjóðverja. Gaman, gaman að geta fyglst með þeim :)

Góðar stundir og crossed fingers!

Monday, April 11, 2005

Hjólhestur!

Ég gramsaði í geymslunni minni í dag og fann þar undir einni bókahillu, spýtnarusli og nokkrum kílóum af ryki hjólið mitt. Elsku hjólhestinn minn sem ég keypti fyrir fermingarpeningana mína. Var næstum því búin að gleyma að greyið væri þarna, það hefur ekki verið snert síðan það flutti til Keflavíkur. Hefur því aldrei fengið að hjóla á Keflvískri jörð....hahahaha!

Alla vega, ég labbaði með hestinn út í hjólabúð og pantaði undir hann ný dekk, smurningu, bremsuprófun og ljósastillingu þ.e. að þurrka rykið af endurskininu. Nú skal vaknað aðeins fyrr á morgnana og hjólað í vinnið á sínum fjallahjólhest - enga leti :)

Ég missti af spinning tíma núna áðan! Nú spyrjið þið ykkur "Hvers vegna missti Janus af spinning?" Jú, jú Janus missti af spinning því hann svaf yfir sig, vaknaði klukkan 19:50 þegar 20 mínútur voru liðnar af tímanum....! Þvílíkur slóði. Sem betur fer er blak á eftir.

Komst af því við litlar undirtektir míns sjálfs að ferðin á Snæfellsjökul með Soffíu ber upp á sama dag og á ferðin með blakliðinu til Akureyrar. Þvílík blakveisla, frá fimmtudegi til sunnudags :) Spennandi! Ég fer því bara seinna með Soffíu og co. fjöllin fara víst ekkert :)

Ég kemst alltaf inn á myndasíðuna mína, eru fleiri en Guggus sem ekki komast inn á hana? Á ég að skipta um myndasíðu?

Sunday, April 10, 2005

Saga konu.

Hér er saga konu!

Þegar ég var 16, vonaðist ég til að einhvern daginn myndi ég eignast kærasta.

Þegar ég var orðin 18 eignaðist ég kærasta, en það var engin ástríða. Svo ég ákvað að finna mér ástríðufullan náunga með tilfinningu fyrir lífinu og tilverunni.

Á háskólaárunum var ég með ástríðufullum strák, en hann var of tilfinningasamur. Allt var neyðarástand í hans augum. Hann grét og hótaði að drepa sig. Ég fann fljótlega að mig vantaði mann sem væri traustur og jarðbundinn.

Loks, þegar ég var orðin 25 hitti ég mjög jarðbundinn mann, en hann var leiðinlegur. Hann var algjörlega útreiknanlegur og varð aldrei spenntur yfir einu eða neinu. Lífið varð svo leiðinlegt að ég ákvað að reyna að finna mér mann sem að væri spennandi.

Þegar ég var 27 fann ég mjög spennandi gaur, en ég gat engan veginn haldið í við hann. Hann rauk úr einu í annað og gat aldrei verið lengi á sama stað eða verið lengi með sömu áhugamálin. Hann framkvæmdi allt sem honum datt í hug, hvort sem það var hættulegt eða fífldjarft og daðraði við allt sem hreyfðist. Hann var skemmtilegur en áttavilltur. Þannig að ég ákvað að reyna að finna mann með metnað.

Þegar ég var orðin 31 fann ég loksins gáfaðan mann með metnað. Hann var með fæturna á jörðinni og við giftum okkur. Hann var svo metnaðarfullur að hann skildi við mig, hirti allt sem ég átti og stakk af með bestu vinkonu minni.

Núna er ég 43 og er að leita að kalli með stórt typpi.

Góður!

Saturday, April 09, 2005

Áfram Keflavík!

Skyldi það hafa verið algjör tilviljun að á sömu sekúndu og flautað var til leiksloka í körfuboltaleiknum á milli Snæfell og Keflavík þar sem Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar skyldu Eiður Smári og félagar ná að jafna og þannig bjarga sér frá þeirri hneisu að tapa á heimavelli. Skyldi sigurinn hafa legið í loftinu fyrir báða sem áttu hlut að máli. Skiptir kannski ekki öllu máli því bæði Keflavík og Eiður áttu góðan dag. Og haldið þið bara ekki að Liverpool hafi tapað (tíhí).

Það er mikið búið að ræða þetta "hatur" á Keflavík undanfarna daga. Sumt fólk virðist gersamlega hata Keflavík því þeir eru búnir að vinna svo oft...! Ég ætla svo sem ekkert að þykjast vera einhver sakleysingi því ég hef dottið í þessa gryfju sjálf þ.e. ég var ekkert smá hoppandi glöð þegar ég heyrði það að MR hafi dottið út úr Gettu betur - þeir eru búnir að vinna svo oft.... Fleiri dæmi? Allir "blótuðu" Írlandi þegar þeir unnu júróvísíon enn einu sinni. Ég man að í handboltanum í gamla daga þá "hötuðum" við allar Fram því þær unnu alltaf. Í Kastljósinu í gær var svo verið að tala um ríka karlinn sem er búinn að selja hlut sinn í Tal og má þess vegna kaupa í Símanum. Einn viðmælanda lagðist meira að segja svo langt að segja "er hann ekki búinn að græða nóg". Við erum náttúrulega öll meingölluð og eina skýringin á þessu er afbrýðissemi. Við "hötum" eitthvað fólk sem við höfum aldrei átt samskipti við af því að það hefur eitthvað sem við höfum ekki. Rétt?

Ég er búin að sortera og henda og flokka og raða og henda síðan í gærkvöldi. Eyddi kvöldinu á kafi í pappír og horfði á Friends. Árangurinn er líka glæsilegur. Í gær var 31 mappa full af blöðum og dóti. Núna eru þær 21 og þær eru ekki einu sinni fullar, bara skipulagðar. Sér mappa sem heitir stærðfræði fyrir fimm ára, önnur sem heitir létt stærðfræði fyrir 1. bekk, þyngri stærðfræði fyrir 1. bekk og svo stærðfræði fyrir 2. bekk. Alveg ótrúlegur munur að sjá þetta. Svo fann ég náttúrulega helling af dóti sem ég var búin að gleyma að ég ætti til og henti fullt af bókum sem engin tilgangur er að eiga lengur.

Víetnamarnir úr risinu voru að flytja út, því þau treystu sér ekki til að vera með litla barnið í þessu húsnæði. Það nefnilega leka allir gluggar og vindurinn næðir í gegnum allt og svo eru pöddur hjá göfflunum!!! WHAT! Ég kom nú hreinlega úr Bláfjöllum og spurði "hvaða litla barn?" hafði ekki tekið eftir því að konugreyið væri ólétt. Það er víst von á Pólverja í staðinn, það ábyggilega ekkert verra!

En svona er það víst....Það verður ábyggilega mikið fjör á djamminu í Keflavíkinni í kvöld, svo mikið um að vera og við bættist enn einn Íslandsmeistaratitill.

Friday, April 08, 2005

Nokkur orð um fátt!

Vonbrigði í fjölskyldunni, eitthvað sem átti að verða varð ekki. Ekkert við
því að gera nema gefa skít í það, var kannski ekki þess virði eftir allt.
Koma tíma koma ráð.

Jamm, jamm annað viðtal framundan - svolítil spenna. Hvað meira! Er að fara
að keppa í blaki á Akureyri eftir nokkrar helgar. Fullt af fólki á
þrítugsaldrinum og ég líka þrítug :) Fer svo kannski á Snæfellsjökul á
sumardaginn fyrsta. Hljómar spennandi, mjög spennandi. Helgin á að fara í
að flokka, skoða, henda og skipuleggja alveg ótrúlega miiiikið magn af
námsefni sem safnast hefur í möppur undanfarin ár. Þótt gott sé má maður
ekki drekkja sér í pappírnum. Áhugasamir og hjálpsamir velkomnir -
vinsamlegast hafi með sér ruslapoka og bjór :) Helsta vandamálið er
náttúrulega það að ég nenni alls, alls ekki að fara í gegnum þetta, en
nenni ekki að flytja með mér u.þ.b. 50 möppur. Svo er alltaf að bætast við
bunkann því Janus er alltaf að búa til meira og vantar samt alltaf efni.
Þessi blessuðu börn eru kannski bara dulbúnar hakkavélar :)
Var að hlaða inn um það bil 20 myndum í mars 2005 möppuna...skoða, skoða,
skoða.

Thursday, April 07, 2005

Obbóslega fallegt!!!

I wrote your name on a piece of paper,
but by accident I threw it away
I wrote your name on my hand,
But it washed away.
I wrote your name in the sand,
But the waves whispered it away.
I wrote your name in my heart,
And forever it will stay.

Wednesday, April 06, 2005

Poppy og Dingan!

...heitir bókin sem ég fékk í afmælisgjöf frá Ingu. Mjög skemmtileg og auðlesin saga. Hún er um stelpu sem á ímyndaða vini sem hún týnir, þeir týnast og bróðir hennar finnur þá látna. Ósýnilegu vinirnir eru svo jarðaðir og allir í bænum mæta í jarðarför. Síðustu línur sögunnar segja meira en ég get reynt að klúðra hér niður. Þessar línur segja ekkert um sögulok svo ég skemmi ekki fyrir ykkur ánægjuna af því að lesa þessa bók.

...og mannkynið heldur að við séum algjörir rugludallar, en það fólk getur bara reynt að tala við rassgatið á sjálfu sér, sama er mér. Enda eru þetta allt saman hálfvitar sem vita ekkert hvernig það er að trúa á eitthvað sem maður sér varla með berum augum eða hvernig það er að leita að einhverju sem er alveg ótrúlega erfitt að finna.

Byrjuð í spinning aftur, þetta var orðið óþarflega langt páskafrí. Það var svo þurrt og þungt loft í salnum í dag að Janus fékk astmaeinkenni....ég get svarið það að það eru nokkur ár síðan ég fékk síðast astma og þá við allt aðrar aðstæður sem eiga ekkert skylt við heilsurækt. Ég fæ alltaf smá hræðslueinkenni þegar svona andarteppa magnast upp, það er eins og einhver haldið utan um mig og kreisti svo það er ekkert pláss til þess að fylla lungun, þarf að pína loftið niður...Mun heimta opinn/opna glugga í næsta tíma.

Hvað varð um vorið? Hvað varð um hitann? Hvað varð um eitthvað fleira sem mig vantar í tilveruna akkúrat á þessu augnabliki en geri mér ekki alveg grein fyrir hvað er, sé það ekki með berum augum og finnst frekar að finna það?

Monday, April 04, 2005

..og aftur komin mánudagur!

Það er alltaf svo gott þegar hann er búinn.
Jæja, jæja hvað skal segja. Ég fór með eina umsókn í póst í dag og fór með aðra umsókn í póst fyrir helgi. Það kom í ljós að um skólann sem mig langaði mest að reyna mig í sóttu 70 kennarar um 12 stöður. Sem hefði kannski ekkert verið svo hættulegt nema það að þessar 12 stöður voru allar á unglingastigi....! Það er því næsta vonlaust að sérmenntun í kennslu yngstu barnanna fljóti mér langt. Ég sendi því umsókn í tvo aðra skóla á höfuðborgarsvæðinu, annan nýjan og hinn gamlan og gróin. Svo sendi ég náttúrulega umsókn á æskustöðvarnar en veit ekki hvað ég myndi gera ef það rættist úr því!!

Svo er nú það. Fæ vonandi að vita eitthvað fyrir næstu mánaðarmót svo ég geti farið að leita mér að húsnæði með staðsetningu skólans í fyrirrúmi.

Ég er búin að steingleyma að leyfa ykkur að fylgjast með áramótaheitinu þ.e. að lesa bækur heitinu. Þetta bara gengur ljómandi og er allt að komast upp í vana. Ég var búin að segja ykkur frá Heimsins, heimskasta pabba! Þar á eftir las ég Góðir Íslendingar (eftir mann með skrýtið nafn sem byrjar á H - alveg stolið úr mér hvað hann heitir). Svo kom Radíó Selfoss sem var ekki skemtileg bók. Svo las ég Lygasögu eftir Lindu Vilhjálmsdóttir, því næst kom bókin Ferðbúin eftir einhvern (ég man aldrei nöfn), í gær kláraði ég svo bókina Ambáttin, eftir höfund frá Singapore. Mjög áhrifamikil saga, soldið hæg, en skemmtileg þó hún sé um sorglegt málefni. Á eftir ætla ég að svo að byrja á sögunni sem Inga gaf mér í afmælisgjöf, myndi segja ykkur hvað hún heitir en það er svo óralangt inn í svefnherbergi :) Segi ykkur frá henni seinna. Að auki er ég svo búin að lesa Pési grallaraspói og Mangi vinur hans og Albert, báðar eftir Ole Lund Kirkjugarð eins og börnin mín segja. Ég datt svo niður í ljóðabækurnar mínar, eins og þið hafið kannski tekið eftir. Mér finnst þetta ágætis afrek, ekki mikið samanborið við Soffíu :) en mjög mikið samanborið við mín fyrri ár.

Ég er búin að hlaða inn nokkrum myndum á síðuna mína - mappan mars 2005. Mun á næstu dögum setja fleiri inn. Netið er eitthvað að stríða mér núna svo þetta gengur frekar hægt. Það bíða sko bara flottar myndir af flottu fólki :) Verið spennt, verið mjög spennt!

Svefninn kallar!

..og aftur komin mánudagur!

Saturday, April 02, 2005

Sumir dagar..!

..geta verið alveg hræðilega einmannalegir. Ég veit ekki alveg hvað gerðist í dag, nema að allt í einu var komin nótt og ég er ein hér í Keflavík.

..kom heim úr vinnunni um þrjúleytið og sá ekkert hentugra að gera við tímann en að leggja mig - maður má leggja sig á föstudögum. Anyways! þá svaf ég alveg til klukkan hálf sjö, fór þá og eldaði mat, horfði á fréttirnar og reyndi að finna aprílgöbbinn (aumingja Fischer). Svo horfði ég bíómynd, svo horfði ég á aðra bíómynd, og ég horfði á eina í viðbót. Þegar sú mynd kláraðist var klukkan orðin hálf tvö!! Og þá rann upp fyrir mér að ég hafði ekki sagt eitt einasta orð síðan klukkan þrjú í dag...!
Já, sumir dagar eru bara einmannalegir.

Ef þú, vinur átt örlitla ást.
Er ástarstundin að renna upp núna
og enginn mun elska í þinn stað.
Að elska á morgun er alltof seint
og ónýt hver löngun sem fékk ekki að rætast.
Svo sláðu því ást þinni ekki á frest,
heldur elskaðu nú! Það er best.