Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, April 09, 2005

Áfram Keflavík!

Skyldi það hafa verið algjör tilviljun að á sömu sekúndu og flautað var til leiksloka í körfuboltaleiknum á milli Snæfell og Keflavík þar sem Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar skyldu Eiður Smári og félagar ná að jafna og þannig bjarga sér frá þeirri hneisu að tapa á heimavelli. Skyldi sigurinn hafa legið í loftinu fyrir báða sem áttu hlut að máli. Skiptir kannski ekki öllu máli því bæði Keflavík og Eiður áttu góðan dag. Og haldið þið bara ekki að Liverpool hafi tapað (tíhí).

Það er mikið búið að ræða þetta "hatur" á Keflavík undanfarna daga. Sumt fólk virðist gersamlega hata Keflavík því þeir eru búnir að vinna svo oft...! Ég ætla svo sem ekkert að þykjast vera einhver sakleysingi því ég hef dottið í þessa gryfju sjálf þ.e. ég var ekkert smá hoppandi glöð þegar ég heyrði það að MR hafi dottið út úr Gettu betur - þeir eru búnir að vinna svo oft.... Fleiri dæmi? Allir "blótuðu" Írlandi þegar þeir unnu júróvísíon enn einu sinni. Ég man að í handboltanum í gamla daga þá "hötuðum" við allar Fram því þær unnu alltaf. Í Kastljósinu í gær var svo verið að tala um ríka karlinn sem er búinn að selja hlut sinn í Tal og má þess vegna kaupa í Símanum. Einn viðmælanda lagðist meira að segja svo langt að segja "er hann ekki búinn að græða nóg". Við erum náttúrulega öll meingölluð og eina skýringin á þessu er afbrýðissemi. Við "hötum" eitthvað fólk sem við höfum aldrei átt samskipti við af því að það hefur eitthvað sem við höfum ekki. Rétt?

Ég er búin að sortera og henda og flokka og raða og henda síðan í gærkvöldi. Eyddi kvöldinu á kafi í pappír og horfði á Friends. Árangurinn er líka glæsilegur. Í gær var 31 mappa full af blöðum og dóti. Núna eru þær 21 og þær eru ekki einu sinni fullar, bara skipulagðar. Sér mappa sem heitir stærðfræði fyrir fimm ára, önnur sem heitir létt stærðfræði fyrir 1. bekk, þyngri stærðfræði fyrir 1. bekk og svo stærðfræði fyrir 2. bekk. Alveg ótrúlegur munur að sjá þetta. Svo fann ég náttúrulega helling af dóti sem ég var búin að gleyma að ég ætti til og henti fullt af bókum sem engin tilgangur er að eiga lengur.

Víetnamarnir úr risinu voru að flytja út, því þau treystu sér ekki til að vera með litla barnið í þessu húsnæði. Það nefnilega leka allir gluggar og vindurinn næðir í gegnum allt og svo eru pöddur hjá göfflunum!!! WHAT! Ég kom nú hreinlega úr Bláfjöllum og spurði "hvaða litla barn?" hafði ekki tekið eftir því að konugreyið væri ólétt. Það er víst von á Pólverja í staðinn, það ábyggilega ekkert verra!

En svona er það víst....Það verður ábyggilega mikið fjör á djamminu í Keflavíkinni í kvöld, svo mikið um að vera og við bættist enn einn Íslandsmeistaratitill.

1 comments:

  • At 2:59 PM, Blogger Gugga said…

    Ég get ekki opnað myndasíðuna þína :(........bu hu hu!!!

     

Post a Comment

<< Home