Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, March 27, 2005

...og svo óvenjulegur dagur!

Í dag var Janus algjört sófadýr, ég meina það, ég horfði svo lengi á sjónvarpið að mér er illt í augunum með bullandi hausverk og allt. Það væri réttast að fara út núna og hlaupa svolítið, þá myndi ég sofna vel. Bara mesta furða hvað fjallið skyldi lítil eymsli eftir sig. Var sannfærð um það þegar ég fór að sofa í gærnótt að ég myndi vakna eins og Gosi spýtustrákur! En viti menn, smá aum í öðru hnéinu en annars í fínasta formi. Hefði alveg verið til í annað fjall í dag. Greinilegt að spinning er góður grunnur fyrir fjallgöngur, enda sömu vöðvahópar lagðir undir.

Hættulegt að leggjast svona yfir imbann, hefði getað skellt mér á ball áðan en rassinn var hreinlega límdur við sófann og ég fékk hann alls ekki af stað. En það kemur dansiball eftir þetta dansiball og þar fyrir utan togar á móti sól ekki neitt fast í mann eða konu.

Það koma tímabil þar sem ég vakna dauðþreytt því ég hef svo mikið að gera í einhverjum draumum alla nóttina. Síðustu þrír draumar hafa verið mjög krefjandi skal ég segja ykkur. Í þeim fyrsta var ég að synda í sjónum fyrir utan Ástralíu með Guggunni minni.....Guggan var í rólegheitum en ég synti eins og brjálæðingur því ég var svo hrædd við hákarlana! Sama hversu hratt ég synti þá hreyfðist ég ekki neitt, heldur buslaði bara þarna við hliðina á Guggu. Undarlegur draumur. Önnur nótt og annar draumur, þá var ég í bílnum mínum, var að verða bensínlaus, og leitaði og leitaði að bensínstöð, þannig gekk draumurinn heila nótt, alltaf logaði bensínljós, ég var að fara eitthvað en varð fyrst að kaupa bensín á bíllinn, en fann hvergi bensínstöð....! Þriðji draumurinn síðastliðna nótt sló ekki út undarlegheitin í hinum tveimur. Þá var ég að passa hús, það var búið að brýna mikið fyrir mér hvað ég þyrfti helst að passa...þú verður að passa kertin, þú verður að passa pottana, þú verður að passa þetta og hitt o.s.frv. Einhverja hluta vegna fór ég út úr húsinu til að ná í eitthvað og náði við það að læsa mig úti. Draumurinn snérist því um það að ég hékk á öllum gluggum að horfa á hlutina sem ég átti að passa en komst hvergi inn í húsið....!

Undarlegt finnst ykkur ekki? Samnefnarinn í öllum draumunum: þú ert að hjakka í sama farinu. Í öllum draumunum er ég að reyna að komast eitthvað en sit föst í öllum þeim aðstæðum sem ég finn mig í. Undarlegt finnst ykkur ekki? Þvílíka þvæla sem draumar geta spunnið upp. Ég þyrfti að finna mér svona draumaráðningarbók.

Anyways....Janus þarf heldur ekki að fara til útlanda til að vera bitin af einhverjum undarlegum kvikindum. Núna er hann bara á Selfossi og er að verða eins og sigti....! Hver þarfnast útlanda?

0 comments:

Post a Comment

<< Home