Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, March 13, 2005

Það er svo undarlegt...!

Mér er það alveg óskiljanlegt hversu látt sumt fólk leyfir sér að leggjast. Já, bara algerlega óskiljanlegt. Hvernig skyldi vera hægt að líta í spegil án þess að sjá þá heimskulegu sýn sem á móti blasir. Vá, þetta er einhver undarleg firring. Þá er ég ekki að tala í einhverri svartsýni (við erum öll glötuð) heldur bara hvernig hægt er að lifa sátt við sjálfan sig, án þess að horfast í augu við sjálfs síns galla og reyna svo að bæta þá frekar að spóla endalaust í sama farinu. Mikið vildi ég óska að ég væri gallalaus - en oh my god! þá væri ég öðruvísi en allir aðrir - þá er betra að horfast í augu við þá. Ég lifi því bara með mínum göllum og vona að þeir taki ekki stjórnina af mér.

Anyways....undarlegt fólk.

Ég trúi varla að það sé aftur að koma mánudagur. Var að semja árshátíðarleikrit fyrir börnin mín - bara fyndið (þar tók sjálsmínsfyndnigallinn yfirhöndina). Ég veit ég sagðist ekki ætla að leggja í svona leikritsvinnu strax aftur, en þetta var svo gaman eftir á. Ég bjó til leikrit úr sögunni um Mjallhvít, tók smá bút úr sögunni og setti hann í fjóra mismunandi búninga. Fyrsti búningurinn er sá upprunanlegi, annar er söngútgáfa, þriðji er fýlu/reiðiútgáfa og síðasti er nútímalegur. Já, já maður er á kafi í einhverjum leikritum.

Er búin að fá gistingu á flottasta gistiheimili í Njarðvík þegar búslóðin flytur til Reykjavíkur! eða fer hún kannski á Selfoss?

...Er bloggið mitt að stækka eða er hausinn á mér að springa úr míns eigin sjálfsumgleði?

0 comments:

Post a Comment

<< Home