Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, February 23, 2005

Fressaveiðar!!

Eins og stundum vill gerast þá gleymdi ég mjög mikilvægum hlut sem átti að gerast á mánudaginn. Það er ég gleymdi að gefa kisunni minni pilluna. Fyrir vikið þurfti ég að fara á fressaveiðar í nótt. Ég vaknaði um fimmleytið við þvílíka breimið, þetta hljómaði eins og spilltur krakki. Ég byrjaði á því að öskra út um gluggann...svona "hvissssss og farðu heim" en alltaf hélt þetta helv..breim áfram. Það endaði því með því að ég fór út í náttfötunum og klossum klukkan korter yfir fimm í morgun. Tók fullar hendur af grjóti til að grýta í þessi kvikindi. Það voru hvorki fleiri né færri en þrír fressar sem sátu um Sigguna mína. Þetta hefði verið hópnauðgun ef ég hefði ekki gripið í taumana. Sigga litla hefði ekki getað gengið í viku.

Svona var sem sagt þessi nótt. Ég hefði viljað sjá sjálfa mig í silkináttfötunum, á klossum, úfin, úldin með koddafar að hlaupa á eftir fressköttum með standpínu :)

1 comments:

  • At 9:11 PM, Blogger Halla said…

    Greyið Sigga litla, vá spáðu í því hvað það hefði verið erfitt að segja til um faðernið. Þær geta víst átt fleiri en einn barnsföður við sama gotið...

     

Post a Comment

<< Home