Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, February 12, 2005

Hugleiðing!

Ég er búin að heyja drengilega baráttu í dag. En nú er það orðið ljóst. Ég er búin að krækja mér í flensuna. Vaknaði í morgun með geðveikan hausverk og sárindi í hálsinum. Núna er hálsinn alveg stífur þ.e. allir eitlar sem liggja utan á hálsinum eru grjótharðir það er eins og ég sé með ýktan hálsríg. Ég barðist samt á móti þessu í allan dag því í kvöld var óvissuganga í skólanum með svona amazing race ívafi. Ég vildi alls ekki missa af þeirri skemmtun og dreif mig því af stað. Þurfti samt að fara snemma heim og núna fer þetta ekkert á milli mála. Lykilorðið er því - leggstu í rúmið - með bullandi hita en samt skjálfandi af kulda. Þarf að koma mér austur á morgun og í þorrablót á sunnudaginn. Andskotinn....ég var búin að semja um að sleppa við þessa flensurasíu. Þessi vinnudagur var því soldið erfiður og alveg ógurlega lengi að líða. Framundan er foreldradagur sem alltaf setur vissa pressu á mann. Samt gekk síðasti foreldradagur mjög vel og því ekkert til að kvíða fyrir. Samt veldur þessi dagur alltaf magapínu - á eftir kemur svo ótrúlegur léttir sem "fátt" getur skemmt.

Í dag var 11. febrúar, 8 mánuðir síðan ég hitti Sigga.

Fann þessa lesningu á góðum stað: Hvernig hægt er að sleppa erfiðum tilfinningum. Oft á dag verðum við fyrir tilfinningalegum upplifunum. Margar tilfinningar eru þægilegar og notalegar, jafnvel fyrirferðalitlar. En aðrar sárar, erfiðar, þrúgandi og jafnvel þaulsetnar. Engin tilfinning er ónauðsynleg og mikilvægt er að afneita aldrei tilfinningum. En þegar slæmar tilfinningar setjast að valda þær truflun á lífinu, depurð, minna þreki, úrræðaleysi, áhugaskorti og jafnvel stjórnleysi. Ekkert af þessu er nauðsynlegt. Skoðum lítið dæmi um ást. Hvað gerist þegar ástin er fótum troðin? Tilfinningaleg upplifun á sér stað og neikvæðar hugsanir magna upp tilfinninguna sem leiða til breytinga á líkamsstarfsseminni. Það er svo merkilegt að í raun er þetta allt á þínu valdi. Hvort þú magnar tilfinninguna upp eða minnkar hana. Góð leið til höndla tilfinningu eins og ástar-sorg er að setja alla einbeitningua í hana og upplifa tilfinninguna eins og hún er. Spurðu þig í huganum, hvaða gagn er að því fyrir mig að halda í þessa tilfinningu og hvað myndi gerast ef ég sleppti tilfinningunni. Spurðu þig í huganum, langar mig að halda í þessa tilfinningu eða sleppa henni. Getur það verið að það sé gott að halda í hana? Varla. Gefðu henni leyfi til að verða minni, minni og minni. Slepptu henni alveg að lokum. Núna. Þannig er hægt að sleppa öllum tilfinningum í gegn í stað þess að halda í þær og jafnvel láta þær setjast að, mundu að þetta er alfarið í þínum höndum. Gefðu þér leyfi til að sleppa. Þú átt betra skilið.

Já, það væri frábært ef þetta væri svona einfalt. Ég ætti kannski að biðja Sigga um að halda námskeið í þessu þ.e. hvernig hægt er að ýta á off án þess að taka það nærri sér. Spurning hvort einhverjir þarna úti séu svona tilfinningakaldar og falskar verur og myndu taka slíkt námskeið fegins hendi.
Asni, asni, asni...sumir eru bara asnar. Einhvers staður eru líka til kvennmenn sem leika sér að tilfinningum karlmanna. Ef þið þekkið einhverja látið mig vita.

Það er ábyggilega flensan sem setur allar mínar tilfinnigar í rembihnút á þessum tímapunkti. Hvað er til ráða?

Góðar stundir.

2 comments:

  • At 9:55 PM, Blogger Soffía said…

    Dreifa huganum með einhverju... en annars: Knús og kossar frá mér sem hjálpa vonandi til að kveða niður flensu og gamla drauga :)

     
  • At 12:45 AM, Blogger Tilvera okkar.... said…

    Takk Soffía. Þetta er bara flensan :)

     

Post a Comment

<< Home