Það sem fer upp.....!
kemur alveg pottþétt niður aftur. Á eftir flóði kemur fjara, á eftir degi kemur nótt, á eftir janúar kemur febrúar og eftir vetri kemur vor....VOR. Það er ljótt að vekja svona vorhug í manni til þess eins að sjokkið við meiri snjó verði meira.
Mig dreymdi alveg ótrúlega skemmtilegan draum í nótt, mig dreymdi að ég gæti stoppað tímann. Reyndar var draumurinn sundurslitinn og óraunverulegur og það eina sem ég man almennilega úr honum er það að ég gat stoppað tímann. Ég vaknaði því með þessa hugsun í höfðinu í morgun. Það fyrsta sem ég vildi gera þá var náttúrulega að stoppa tímann svo ég gæti sofið aðeins lengur, kannski í svona tvo tíma :)
Þegar krakkarnir voru síðan farnir heim í dag og ég sat í djúpum bókabunka fór ég að þróa þetta ennþá meira...draumar eru svo skemmtilegir. Ef ég gæti stoppað tímann myndi ég byrja á því að fara í bankann og laga stöðuna á reikningum mínum, ekkert mikið bara svo ég geti keypt mér íbúð, farið í heimsreisu og samt verið skuldlaus. Síðan myndi ég fara og ræna einu hornbaðkari, ég myndi fara og teikna yfirvaraskegg eða nasty athugasemdir á ennið á þeim sem eiga það skilið. Svo myndi ég fara í einhverja líkamsræktarstöð og skoða karlaklefann :) Svo myndi ég kaupa í matinn í Nóatúni (það er nefnilega svo dýrt) og láta það gott heita þann daginn. Næsta dag myndi ég svo sofa aðeins lengur og fara svo í baðkar í nýja hornbaðkarinu og fara í vinnuna svona upp úr hádegi en samt klukkan átta.
En öllu gamni sleppt - nú fara í hönd mánuðir nískunnar. Nú ætla ég að spara og spara - því hvort sem Noregur, Danmörk eða Reykjavík verður fyrir valinu næsta haust er nauðsynlegt að hafa nóga peninga, meiri, meiri, pening!! Þá er ég ekki að meina að ég ætli að lifa eins og munkur fram á vor :) Meira svona að kvarta ekki yfir peningaleysi og pirrandi bankastjórum í dag og kaupa mér svo bíl á morgun. Þið hættið að lesa þetta blogg ef þið finnið svoleiðis mótsagnir í því og hana nú!!
Maður hefur jú alltaf eitthvað til að stefna að og bíður eftir. Heimkomu Guggu er búið að bíða lengi. Næst er það sumarbústaðahelgin. Svo á ég nú afmæli þarna einhvern tímann. Svo eru það páskarnir og gönguferðir sem á að fara á þeim tíma. Svo eru það flutningar sem lokið skal 1. júní. Utanlandsferð 24 júní og svo....guð má vita hvað!
Var að fá senda fullt af mjög skemmtilegum tenglum um Ísland, ég smellti þeim hérna inn til hægri. Fínt ef þið eruð að fá túrista í heimsókn :)
Góðar stundir.
Mig dreymdi alveg ótrúlega skemmtilegan draum í nótt, mig dreymdi að ég gæti stoppað tímann. Reyndar var draumurinn sundurslitinn og óraunverulegur og það eina sem ég man almennilega úr honum er það að ég gat stoppað tímann. Ég vaknaði því með þessa hugsun í höfðinu í morgun. Það fyrsta sem ég vildi gera þá var náttúrulega að stoppa tímann svo ég gæti sofið aðeins lengur, kannski í svona tvo tíma :)
Þegar krakkarnir voru síðan farnir heim í dag og ég sat í djúpum bókabunka fór ég að þróa þetta ennþá meira...draumar eru svo skemmtilegir. Ef ég gæti stoppað tímann myndi ég byrja á því að fara í bankann og laga stöðuna á reikningum mínum, ekkert mikið bara svo ég geti keypt mér íbúð, farið í heimsreisu og samt verið skuldlaus. Síðan myndi ég fara og ræna einu hornbaðkari, ég myndi fara og teikna yfirvaraskegg eða nasty athugasemdir á ennið á þeim sem eiga það skilið. Svo myndi ég fara í einhverja líkamsræktarstöð og skoða karlaklefann :) Svo myndi ég kaupa í matinn í Nóatúni (það er nefnilega svo dýrt) og láta það gott heita þann daginn. Næsta dag myndi ég svo sofa aðeins lengur og fara svo í baðkar í nýja hornbaðkarinu og fara í vinnuna svona upp úr hádegi en samt klukkan átta.
En öllu gamni sleppt - nú fara í hönd mánuðir nískunnar. Nú ætla ég að spara og spara - því hvort sem Noregur, Danmörk eða Reykjavík verður fyrir valinu næsta haust er nauðsynlegt að hafa nóga peninga, meiri, meiri, pening!! Þá er ég ekki að meina að ég ætli að lifa eins og munkur fram á vor :) Meira svona að kvarta ekki yfir peningaleysi og pirrandi bankastjórum í dag og kaupa mér svo bíl á morgun. Þið hættið að lesa þetta blogg ef þið finnið svoleiðis mótsagnir í því og hana nú!!
Maður hefur jú alltaf eitthvað til að stefna að og bíður eftir. Heimkomu Guggu er búið að bíða lengi. Næst er það sumarbústaðahelgin. Svo á ég nú afmæli þarna einhvern tímann. Svo eru það páskarnir og gönguferðir sem á að fara á þeim tíma. Svo eru það flutningar sem lokið skal 1. júní. Utanlandsferð 24 júní og svo....guð má vita hvað!
Var að fá senda fullt af mjög skemmtilegum tenglum um Ísland, ég smellti þeim hérna inn til hægri. Fínt ef þið eruð að fá túrista í heimsókn :)
Góðar stundir.
2 comments:
At 12:05 AM, hanna lisa said…
Skemmtilegir þessir blessuðu draumar. Þetta hefur verið sannkallaður DRAUMUR hjá þér með að stoppa tímann. Hvað segiru, ertu að flytja 1. júní?
At 12:08 AM, Tilvera okkar.... said…
...já það er stefnan. Fer þó svolítið eftir því hvert skal flytja!!! :)
Post a Comment
<< Home