Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, January 29, 2005

Öskrað í vindinn!!

Ég var að koma yfir heiðina áðan í brjáluðum stormi og bullandi rigningu. Uppi á miðri heiði með þurrkurnar á fullu og báðar hendur á stýri að berjast við vindinn þá fékk ég allt í einu þessa hugmynd að stoppa, fara út, standa á móti storminum og öskra í vindinn!!! Segja honum að hætta þessum helv.. látum og athuga hvort það myndi ekki verða stilla með það sama. Ég hægði á mér og ætlaði út í kant, en ákvað að það væri ekkert góð hugmynd að stoppa þarna í svona veðri og bullandi umferð. Ég opnaði því bara gluggana sem snéru í vindinn og lét storminn berjast í bílnum...þetta var svona amatöra-útrás! Hefði samt verið svolítið töff að láta verða af þessu. Kannski er vindurinn bara að blása svona og berjast til að fá sína eigin útrás, ég ætla ekki að stöðva hann í því. Fyndið hvað manni finnst maður vera öruggur í svona blikkdós í gúmmísokkum í svona veðri - þar sem maður hefur litla sem enga stjórn á aðstæðum!

Ég fór í partý í gærkvöldi með samstarfsfólkinu úr skólanum. Það væri nú ekki leiðinlegt að halda til í Keflavík ef maður gæti gengið að svona mannfögnuðum reglulega. En það er nú víst ekki þannig. Til að byrja með var setið yfir Idol og sumir fögnuðu þegar úrslit lágu fyrir...nefnum engin nöfn...aðrir voru ekki alveg sammála en fögnuðu samt með þeim sem ekki skal nefndur. Síðan voru gluggar þvegnir í rassaköstum, dansað við tölvuna og sungið í Singstar. Ég lét meira að segja plata mig í syngja í kappi við meistarann sjálfan. Ósagt skal um árangur, en út úr þessu varð hin mesta skemmtun. Eftir marga tíma af söng og gleði og dansi og djammi var haldið niður í bæ í stórum hóp. Flestir fóru inn á helsta skemmtistað bæjarins og mældu gólfið. Ég stoppaði stutt, var orðin þreytt í tánum og labbaði því bara heim. Það stoppaði geðveikur bíll fyrir mér, með fallegum bílstjóra sem bauðst til að skutla mér heim akkúrat þegar ég var fyrir utan húsið mitt. Damm....þá hefði verið gott að búa í Njarðvík. Gengur bara betur næst...!

Aðeins bar á þynnku í morgun en ég renndi samt snemma (um hádegi) í bæinn til að hjálpa Öllu að flytja. Alla var soldið seinni en ég hélt og því fórum við Boli í smá Kringluferð á meðan. Lentum í hringuðu lokadags útsölunnar og áður en við vissum vorum við báðar komnar með sekk í hönd. Þar var á ferðinni eðal-sölumennska, við eiginlega keyptum án þess að vita af því. Við hjálpuðum Öllu svo með búslóðina inn og ég renndi hingað á Selfoss í hrossakjöt...mmmmm namm namm. Fyrirhuguð Guggu-stund kafnaði í letikasti undir teppi og sjónvarpsglápi um níuleytið í kvöld...ég knúsast bara í Guggunni á morgun :)

Ég fékk mjög svo spennandi póst frá þeim aðilum sem sérhæfa sig í að finna nám erlendis handa áhugasömum kandídötum. Það er hreinlega eitthvað að gerast í þessum málum og allt í einu hef ég marga námsmöguleika til að skoða og velja úr. Kannski það verði bara úr að maður stingi af frá landi ísa í haust og læri meira í öðrum löndum? Mest spennandi möguleikinn er í Noregi, já, já heija Norge. Fínt að slá þrjár flugur í einu höggi þ.e. að læra í skólanum, læra á skíði og um leið læra að verða nískur!! Cool! Ákvarðanir, ákvarðanir, alltof margar ákvarðanir, getið þið ekki bara ákveðið þetta fyrir mig?

Over and out...!

1 comments:

  • At 10:54 PM, Blogger hanna lisa said…

    Takk fyrir síðast, þetta var bara svaka fjör :-)
    Dæmigert að vera boðið far þegar maður er kominn heim!

     

Post a Comment

<< Home