Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, January 19, 2005

Ég þarf að segja svo mikið!!

Ég er alltaf að reyna að stytta færslurnar mínar en ég hef bara svo mikið að segja. Kannski ég sleppi bara að gera bil á mili orðanna, þátakaþauminnapláss!! Anyways.

Það nýjasta sem umturnar allri eldamennsku hjá mér er sítróna, ef maður kreistir smá sítrónusafa yfir matinn þá fær maður algerlega nýjan rétt. Datt reyndar í það þegar ég bjó á Flórída að nota lime í allan mat - það voru svo hæg handtökin því það var limetré í garðinum - svo einhvern veginn gleymdi ég þessu bara þangað til núna - súrt er gott, dregur fram það sæta.

Ég hristi af mér tölvuleiðann í dag og kláraði allt sem ég átti að vera búin að gera. Er sem sagt búin að fylla út og senda umsóknina fyrir sumarið, búin að gera námsáætlun fyrir lestrarnámskeiðin sem byrja í næstu viku og stílabókar-sagan er öll að fæðast í tölvunni. Nú þarf ég ekki að fara í tölvið nema til að blogga næstu vikur :) jei!

Ég fór líka í klippingu í dag, er næstum því með stutt hár....alla vega langt síðan ég hef verið með svona stutt hár, ég þarf alveg að fara um það bil tíu ár aftur í tímann til að finna þessa sídd. Ástæðan er reyndar sú að ég hef ekki farið í klippingu síðan í september....það er því eiginlega verkfallinu að kenna að ég þurfti að láta klippa svona mikið af hárinu!!

Ég er byrjuð í blakinu aftur, er með brunasár og báðum hnjám og æðaslit á framhandleggjunum and I love it!! Það er alveg frábærlega skemmtilegt í blaki, maður fleygir sér og kýlir og hrópar og hlær!!! Það er líka eitthvað mót framundan og hlustið nú vel því ég ætla að njóta þess að segja þetta. Hann Janus er ekki nógu gamall til að taka þátt, (replay) hann Janus er ekki nógu gamall til að taka þátt! Það er nú ekki oft sem maður getur sagt þetta ha - aldurstakmarkið á þetta mót er nefnilega 30 ár....ég verð bara svona gogo pía á hliðarlínunni, kem með vatn og andlegan stuðning, eða verð sérlegur gólfþurrkari :)

Spinning, ég bara verð að ræða þetta aftur! Ég var beint á móti speglinum í dag á hjólhest sem var að liðast í sundur. Alla vega tónlist í botni og allir áttu að hjóla á fullu. Ég náttúrulega setti í overdriveið, í miðju lagi leit ég síðan upp og sá sjálfa mig í speglinum - rauð eins og epli og fnæsandi eins og loðfíll. Á þessu augnabliki flýgur hugsunin um það að ef hjólið myndi nú eitthvað klikka í gegnum hugann. Myndi ég ekki fara á 720 kílómetra hraða beint í spegilinn og í gegnum vegginn. DV-myndi segja: Eini rauði loðfíllinn sem vitað er um braust út úr sundlaug Reykjanesbæjar í kvöld á spinning hjóli. Það sást síðast til hans í Hvalfirðinum þar sem hann var enn að reyna að stoppa sig!!! Loðfíllinn er ekki talinn vera hættulegur mönnum. Þetta bjargaði alveg þessum tíma. Spinning=ekki mín uppáhaldsíþrótt :)

Kláraði að lesa Heimsins heimskasta pabba í gærkvöldi. Mjög sérstök bók þar á ferð, um mann sem búið er að sauma fyrir endaþarminn á svo allt hans "dót" fer poka. Hugsanir hans eru svo litaðar af kynlífi, þunglyndi, geðveiki og bulli. Samt ágætis afþreying sem hægt er að hafa mjög gaman af á köflum. Bókin á náttborðinu núna heitir Radío Selfoss - fjallar um tvo stráka sem búa í Hagahverfinu á Selfossi.
Já, ég skal, ég skal standa við þetta áramótaheit!!

...og þá er það komið. Á morgun mun ég segja ykkur meira af afrekum loðfílsins!

1 comments:

  • At 2:38 PM, Blogger Gugga said…

    Hahahahaha!!! Se tig fyrir mer a Reykjanesbrautinni a spinninghjoli.......bwahahahahaha!!!

     

Post a Comment

<< Home