Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, January 16, 2005

Hádújúlækæsland...!

Skemmtilegur þáttur og gott framhald af því sem var á undan í dagskránni.

Eitt af mörgu góðu sem miðillinn talaði um þegar ég var hjá henni voru sögurnar niður í skúffu. Hún sagði meira segja "sögurnar þarna í náttborðinu" (alveg magnað). Ég skrifa mikið af sögum sem eru smekklega faldar í stílabók í náttborðinu, þá er ég ekki að meina dagbókina mína né heldur þessar bloggsíður sem ég hef verið að drita á. Heldur bara sögur. Þær eiga þó flestar eitthvað sameiginlegt með þeim atburðum sem upp á hafa komið í mínu daglega lífi, alveg tíu ár aftur í tímann.

Í þessum stílabókum er til dæmis að finna sögur um stelpuna í sveitinni, stelpuna í háskólanum, stelpuna í Ameríku, stelpuna sem var alltaf að hlaupa, ástarbréf til ýmissa aðila allt frá sauðkind til ökutækja, hin fullkomnu rifrildi, hinar fullkomnu afsökunarbeiðnir, drauma, áhyggjur og svo mætti lengi telja.

Nú! Miðillinn hvatti mig til að sýna þetta. Ég er búin að vera að fletta í gegnum þessar bækur mínar í kvöld og fann ekki eina einustu sögu sem ég vil deila með ykkur svona beint. Sögurnar eru allar skrifaðar í fyrstu persónu og allir aðilar í þeim eru nefndir með réttu nafni, sem sagt mjög persónulegar. Því fer ég ekki að smella þeim hér á, þó margar þessara sagna séu fyndnar og skemmtilegar. Ég tek þær frekar með mér í næstu partý með viðkomandi hóp.

Í staðinn hef ég ákveðið að byrja bara á grunni. Ég er því búin að breyta gamla blogginu mínu í sögubók - kalla það söguslóðir - þar ætla ég sem sagt að skrifa "sögur". Nýja bloggið mun áfram vera vettvangur þess sem á daga mína drífur í daglega lífinu :) (dagbók).Ykkur er svo í sjálfvald sett hvort þið viljið lesa hina síðuna, hún er mest fyrir mig. Veit ekki hvort þið hafið endilega gaman af því sem ég ætla mér að skrifa þar á...en þið tékkið á því.

Svona er nú það, nú eru einungis 11 dagar þangað til Gugga kemur heim. Það eru nokkrir klukkutímar þangað til Gurrý spinningfélagi og Keflavíkurtútta verður 28 ára, ekki gleyma Möggu Unni úti í Grikklandi sem líka verður 28 ára á morgun. Það eru bara 135 dagar þangað til ég ætla að vera flutt frá Keflavík, 158 dagar þangað til ég fer til Ameríku og nú eru aðeins nokkrar mínútur þangað til ég fer í rúmið til að halda áfram með að lesa Heimsins heimskasta pabba.

Gaman að því!

4 comments:

  • At 3:20 PM, Blogger hanna lisa said…

    Get alveg trúað að þetta séu skemmtilegar sögur hjá þér, væri gaman að fá að heyra eitthvað af þeim.

     
  • At 5:25 PM, Blogger Gugga said…

    Hei kerla!!

    Sjáumst í næstu viku :)

     
  • At 7:45 PM, Blogger Not available said…

    Miðlar eru alltaf skemmtilegir. En ertu búin að lesa eitthvað eftir Carl Hiaasen? Sem fyrrum Flórdælingur ættirðu að hafa gaman af honum, hann skrifar Flórdalsreyfara með góðum skammti af gálgahúmor. Eitthvað fæst niðri í Eymundssyni og Máli og Menningu.

     
  • At 8:51 PM, Blogger Tilvera okkar.... said…

    Þessi miðill var alveg brilll!! Hef ekki lesið neitt um hann en mun gera það eins og fljótt og auðið er. Takk fyrir ábendinguna.

     

Post a Comment

<< Home