Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Friday, January 07, 2005

Dætur Kína

Já, ég er búin að lesa eina bók, kannski þetta verði árið sem ég stend við áramótaheitið. Dætur Kína er mjög sérstök bók sem vekur heldur betur til umhugsunar. Ég hafði kannski alveg gert mér grein fyrir því að konur í Kína væru ekki álitnar eins mikilvægar og karlar. Sú trú er búin að vera til staðar hjá mér síðan ég sá þáttinn um allar munaðarlausu stelpurnar á hælunum í Kína. Þessi bók styrkir aðeins þá skoðun að konur í Kína þurfa að reyna meira en fólk (ekki bara konur) annars staðar í heiminum. Lýsingarnar í bókinni eru hræðilegar og vekja upp margar spuringar, svona svipuð tilfinning og þegar ég las bókina um Eyðimerkurblómið. Spurningin hvers vegna? Hvers vegna gera karlar í þessum löndum svona og hvers vegna rísa konurnar ekki upp á móti svona meðferð. Skildi einhvers staðar vera til menningarheimur þar sem karlmenn eru misnotaðir á þennan hátt? Svar óskast? Anyways - ég er alla vega ánægð að hafa fæðst á Íslandinu.

Ég las reyndar þrjár aðrar bækur í vikunni, barnabækur. En þær voru svo fljótlesnar. Þetta voru bækurnar um Fróða og alla hina gríslingana, Fúsa froskagleypi og Ottó nashyrning. Ætla að lesa þær í nestistímum á þessari önn og þurfti aðeins að rifja upp innihald þeirra. Fúsi froskagleypir er náttúrulega alveg mögnuð saga, ég man þegar ég las hana sem krakki þá fannst mér Fúsi svo hræðilegur. Nú sé ég samt að Fúsi greyið var bara lagður í einelti. Greyið Fúsi, litlu krakkarnir fóru ekkert smá illa með hann, hann var flengdur aftur og aftur fyrir prakkarastrik litlu krakkana og var meira að segja skotið úr fallbyssu :) Ég er að lesa hana fyrir krakkana mína núna og sé það alveg að þau sjá Fúsa ekki sem neitt fórnarlamb (uppifa hann eins ég gerði þegar ég var krakki), þau kippast öll til þegar Fúsa ber á góma í sögunni.

Ég var að búa til gogg með krökkunum í vinnunni í dag, minnir að við höfum nú kallað þetta spá í gamla daga. Alla vega þau skrifaðu þau sjálf orðin inn í spánna og þurftu svo náttúrulega öll að fá að spá fyrir kennaranum og kennarinn þurfti að spá fyrir þeim. Þetta voru kennslustundir mikilla hláturskviða og brosa. Það var nefnilega alla ótrúlega fyndið þegar kennarinn sagði að ég væri sápukúla eða banani. Svo ég tali nú ekki um hversu fyndið það var þegar kennarinn var bílstjóri eða poppstjarna. Þetta var mjög skemmtilegt.

Ég ætla að vera í Keflavík um helgina, það þýðir víst ekki að flýja alltaf á Selfoss þegar helgin kemur, þá verð ég að flýja þangað í allan vetur. Markmið helgarinnar er að lesa aftur bókina um Tilfinningagreind, langt síðan ég hef lesið hana og þarf að rifja aðeins upp það sem í henni stendur. Eftir helgi verð ég því vonandi alveg ógurlega greind á tilfinningar :) Ég tók svo líka yfirferðarbunkann með mér heim, það á nú eftir að taka nokkuð marga tíma að komast í gegnum hann allan. En....góðar hugmyndir vel þegnar væri alveg til að hendast í góða gönguferð í blíðunni sem á að vera um helgina :)

1 comments:

  • At 6:28 PM, Blogger veldurvandræðum said…

    Labbaðu bara til Reykjavíkur og kíktu í kaffi til mín :)
    eigðu annars góða helgi í höfuðborg Suðurnesjanna og ég lofa heimsóknarhelgi fljótlega.

     

Post a Comment

<< Home