What the...!
Ég fór á einkabankann áðan til að borga reikninga mína og þá kemur þetta upp:
"Þú hefur verið sendur á þessa vefsíðu vegna þess að vafrinn í tölvu þinni er gamall og styður ekki 128 bita dulkóðun".
Finnst þetta bera nott um fáránleika bankanna, af hverju allt í einu núna eftir margra ára notkun af einkabankanum er tölvan mín ekki nógu fín til að bankinn geti hirt af mér peninga í gegnum hana. Það er ekki eins og eitthvað sé að tölvunni minni og hefur hún þurft að reyna ýmislegt. Að búa í raka og kulda á Barónstígnum, búa í snjósleðakerru í nokkrar vikur, að hossast upp í sveit og búa í kulda og kulda. Að hossast til Keflavíkur og enn á ný lenda í kaldasta herberginu í íbúðinni. Samt hefur hún aldrei klikkað, aldrei fengið vírus í sig og móttekið flest það sem pirraður eigandi hefur pikkað í hana. Nú svo er það einhver banki sem segir tölvugreyinu að hún sé úrelt - kannski bankinn sé að fara að selja tölvur á einhverju tilboðsverði og sé að plægja akurinn fyrir verðandi kaupendur.
Ég mun alla vega hringa í bankann á morgun og lýsa vanþóknun á meðferð tölvunnar og heimta skaðabætur - ef ekki þá mun ég mótmæla með því að borga ekki reikningana mína!!! Gott plan, já alveg glimrandi.
Ég datt beint á nefið í áramótaheitið mitt og les nú eins og maniac um dætur Kína - úfff svolítið tilfinninga-leik-lestur í þeirri bók. Ég er ánægð af hafa ekki fæðst í Kína.
....Þannig fór um sjóferð þá!
"Þú hefur verið sendur á þessa vefsíðu vegna þess að vafrinn í tölvu þinni er gamall og styður ekki 128 bita dulkóðun".
Finnst þetta bera nott um fáránleika bankanna, af hverju allt í einu núna eftir margra ára notkun af einkabankanum er tölvan mín ekki nógu fín til að bankinn geti hirt af mér peninga í gegnum hana. Það er ekki eins og eitthvað sé að tölvunni minni og hefur hún þurft að reyna ýmislegt. Að búa í raka og kulda á Barónstígnum, búa í snjósleðakerru í nokkrar vikur, að hossast upp í sveit og búa í kulda og kulda. Að hossast til Keflavíkur og enn á ný lenda í kaldasta herberginu í íbúðinni. Samt hefur hún aldrei klikkað, aldrei fengið vírus í sig og móttekið flest það sem pirraður eigandi hefur pikkað í hana. Nú svo er það einhver banki sem segir tölvugreyinu að hún sé úrelt - kannski bankinn sé að fara að selja tölvur á einhverju tilboðsverði og sé að plægja akurinn fyrir verðandi kaupendur.
Ég mun alla vega hringa í bankann á morgun og lýsa vanþóknun á meðferð tölvunnar og heimta skaðabætur - ef ekki þá mun ég mótmæla með því að borga ekki reikningana mína!!! Gott plan, já alveg glimrandi.
Ég datt beint á nefið í áramótaheitið mitt og les nú eins og maniac um dætur Kína - úfff svolítið tilfinninga-leik-lestur í þeirri bók. Ég er ánægð af hafa ekki fæðst í Kína.
....Þannig fór um sjóferð þá!
3 comments:
At 9:07 PM, veldurvandræðum said…
Bankinn er örugglega á samning hjá tölvufyrirtæki...þeir hafa séð hvað þú ert rík og eru bara að reyna að græða á þér.
At 4:04 PM, Soffía said…
Já, er einmitt búin að lesa þá bók (kemur kannski ekki á óvart...hehe..)! Hrósaði happi yfir að koma frá litla Íslandi! :)
At 2:07 AM, Sigurður Viktor Úlfarsson said…
Gleðilegt ár!
Lenti einu sinni í þessu...
Prófaðu að...
fara í vafrann þinn, upp í Help valmyndina og athugaðu hvort það stendur "Cipher Strengh: 128 bit" í næst efstu línunni. Ef svo er þá er þetta bara "bad day" í bankatölvunni og ætti að lagast aftur þegar rennur af henni.
Sé ekki 128 bit þarna heldur eitthvað minna (t.d. 64 bit) getur þú farið í Tools og Windows Update. Það ber þig inn á www.microsoft.com þar sem þú getur dánlódað nýrri útgáfu af Explorer. Byrjaðu á því snemma kvölds því það mun taka nokkra klukkutíma að koma þeim fíl í gegnum litlu mjóu símasnúruna.
Vonandi hjálpar þetta því ég dreg stórlega í efa að gjaldkerinn í bankanum muni vita neitt um málið.
Post a Comment
<< Home