Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Monday, January 03, 2005

Comment-kerfið!

Með nýja blogginu fylgir nýtt comment-kerfi svolítið flóknara en það sem áður var en samt ekkert svo flókið. Til þess að geta commentað þarf sem sagt að skrá sig inn, til þess að hægt sé að skrá sig inn verður þú að eiga blogg á blogspot. Þar skrifar þú sem sagt lykilorðið þitt og leyniorð, eins og þú sért að skrá þig inn á þitt blogg og þá getur þú commentað eins og ekkert sé. Þetta nýja kerfi hefur bæði sýna kosti og galla.

Gallarnir eru þeir að þeir sem ekki eiga blogg á blogspot geta ekki commentað. Hægt er að leysa það vandamál á mjög einfaldan hátt eins og Nornin gerði hún bjó sér bara til blogg á blogspot, veit ekki hvort hún mun nota það enda skiptir það kannski ekki öllu máli :) Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Kostirnir eru svo stærri og frábærari. Vegna þess að viðkomandi verður að skrá sig inn er ekki hægt að skrá neinar athugasemdir nema undir nafni, þegar viðkomandi commentar vísar hann inn á sitt blogg í leiðinni. Að mínu áliti mjög, mjög sniðugt og kemur í veg fyrir að fólk geti skrifað eitthvað undir dulnefni. Fólk leyfir sér nefnilega ýmislegt þegar það getur gert það undir dulnefni.

Annars gott - ég er komin aftur í Keflavíkina í faðm þessarar flennistóru fjölskyldu :) eða þannig. Ég ákvað að reyna að lappa upp á svefninn hjá mér og fór og keypti mér nýja sæng og tvo nýja kodda í dag og sængurföt og lak. Er orðin hundleið á því að vakna eins og grýlukerti. Ég las líka einhvers staðar að ef rúmið er ekki heillandi sefur maður illa - núna er rúmið mitt alveg einstaklega heillandi.

Ég bætti svo úr svekkelsinu yfir of stóru fötunum mínum og fór og keypti mér ný föt sem passa í Smáralindu í dag. Þræddi svo nokkrar skóbúðir og fann ekki eitt einasta par sem mig langaði í, það eru bara ljótir skór í búðunum núna. Heyrði reyndar mjög fyndið símtal hjá dömu sem var að tala við þjónustufulltrúann sinn í bankanum í símanum inni í einni skóbúðinni. Símtalið var á þessa leið - "þú bara verður að hækka yfirdráttinn hjá mér því ég verð að kaupa þessa skó". Okei það er þriðji janúar og þú hefur ekki efni á fimm þúsund króna skóm - væri ekki ráð að spara!!! það var heldur ekki eins og daman hefði alveg getað gengið á skónum sem hún var í nokkrar vikur ef ekki mánuði í viðbót. Ef ég þyrfti að láta hækka yfirdráttinn hjá mér væri það pottþétt til að geta keypt eitthvað merkilegra en skópar!! En þörfin var svo mikil að bankakonan hækkaði yfirdráttinn og stelpan gekk út með nýju skóna sína :) Er þetta kannski svona? Mynduð þið láta hækka yfirdráttinn ykkar rétt eftir mánaðarmót til að geta keypt skó?

Anyways er að ganga frá jólagjöfunum og þvo þvott og kveð því að sinni....þetta fer alveg að koma :)

1 comments:

  • At 12:06 AM, Blogger hanna lisa said…

    Sjáumst í vinnunni í fyrramálið, spurning hve snemma maður sofni í kvöld.

     

Post a Comment

<< Home