Kryddsíldin...?
....kemur ekki fyrr en á næsta ári því tölvan úr Hrísholtinu var send í viðgerð þennan næst síðasta dag ársins. Ég gat þess vegna ekki haldið áfram að skrifa meistaraverkið sem ég var byrjuð á í gær. Eitthvað á að reyna að minnka vírusstreymið í garminum. Þá býður maður sér bara í heimsókn og pikkar á næstu tölvu sem býðst.
Ég fékk furðulegt símtal áðan. Já, hlustið þið vel.... mér var boðið til Bandaríkjanna í fjórar vikur næsta sumar!! Flugfarið greitt, fæði, uppihald o.s.frv. Eina sem ég þarf að gera að taka með mér fjögur börn og vera svona hálfgerð "mamma" þeirra þessar fjórar vikur. Veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta boð, en er alveg tilbúin að skoða það. Þetta hljómar nú ekkert rosalega leiðinlega, eða hvað finnst ykkur?
Ég lét verða að því að hringja í kórstjórann í Borgarkórnum í gær. Skemmtilegur karl sem varð bara æstur og ánægður yfir því að fá slíkan snilling (mig) í kórinn. Hann ætlaði alveg að tapa sér yfir því að ég syngi alt-rödd, það er alltaf slegist um okkur alt-ana, við erum nefnilega svo ómissandi. Fyrsta æfingin er 11 jan....spennandi.
Ég hringdi líka í Gugguna mína áðan - hún er í tuttuga stiga hita í Aþenu. Núna eru svona sirka 36 dagar þar til hún kemur heim, sem eru sirka 900 klukkustundir, sem eru sirka 54038 mínútur og haldið ykkur fast sirka 3,242,290 sekúndur. Skemmtilegur fróðleikur :) Hún sendir ykkur annars knús og kossa og biður að heilsa. Ég lét hana lofa mér að skrifa á bloggið sitt fyrir áramót, sem sagt á morgun svo þið fáið update á hennar málum.
Áramótin framundan og nokkur partý í boði, ég og Sandra erum að kanna möguleikana. Ég hef þó ákveðið eftir reynslu annars dags jóla að drekka mjög lítið ef þá eitthvað. Þar sem 4 bjórar virtust vera alltof mikið hlýtur 1 bjór að innihalda hæfilegt áfengismagn. Hænuhausinn ég! Aldrei dýrt að skemmta sér, held ég hætti bara þessu bjórsulli og drekki vatn.
Já, nýja árið kemur og ég óska að þessi tóma-tilfinning inn í mér sprengist burt með flugeldunum. Þyrfti að stinga flugeld í rassinn á Sigurði Viktor og kveikja í, besti leikari þessa árs og þó víða væri leitað. Láta soldið af mínum sársauka yfir í hann!!! Hvað finnst ykkur....frasinn "farðu í rassgat" færi vel á þeim flugeld :). Það ætti að selja svoleiðis á flugeldasölum fyrir særða, reiða fyrrverandi ómeðvitaða leiksoppa!!!! Nei, nei! Bara að fíflast en skemmtileg hugsun samt. Það væri sennilega einfaldara ef mér væri svona illa við hann....en! Svona er það víst bara og ekkert sem ég get gert til að breyta því. Vonum bara að Siggi sé sáttur með þau afrek sem hann vann á árinu.
Sáuð þið manninn í fréttunum sem var búin að kaupa flugelda fyrir á aðra miljón!! Kallar sjálfan sig sprengjufíkil og er stoltur af því. Honum hefði nú verið nær að kaupa fyrir fimm þúsund kall og senda mismuninn til Tælands eða a.m.k. í þann heimshluta. Það liggur við að mér líði betur við að horfa á reykingarmann reykja peningana sína heldur en að horfa á fólk sprengja þá. Það tekur svo stuttan tíma að sprengja heila miljón. Kannski þetta segi mér bara að ég sé nískupúki sem tími ekki að eyða í sprengjur heldur horfi á það sem aðrir sprengja.
Anyways - vona að áramótin ykkar verði skemmtileg og að nýja árið verði betra en það gamla. Ég er alla vega búin að leggja inn pöntun fyrir því.
Happy bombing og happy days!!!!
Ég fékk furðulegt símtal áðan. Já, hlustið þið vel.... mér var boðið til Bandaríkjanna í fjórar vikur næsta sumar!! Flugfarið greitt, fæði, uppihald o.s.frv. Eina sem ég þarf að gera að taka með mér fjögur börn og vera svona hálfgerð "mamma" þeirra þessar fjórar vikur. Veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta boð, en er alveg tilbúin að skoða það. Þetta hljómar nú ekkert rosalega leiðinlega, eða hvað finnst ykkur?
Ég lét verða að því að hringja í kórstjórann í Borgarkórnum í gær. Skemmtilegur karl sem varð bara æstur og ánægður yfir því að fá slíkan snilling (mig) í kórinn. Hann ætlaði alveg að tapa sér yfir því að ég syngi alt-rödd, það er alltaf slegist um okkur alt-ana, við erum nefnilega svo ómissandi. Fyrsta æfingin er 11 jan....spennandi.
Ég hringdi líka í Gugguna mína áðan - hún er í tuttuga stiga hita í Aþenu. Núna eru svona sirka 36 dagar þar til hún kemur heim, sem eru sirka 900 klukkustundir, sem eru sirka 54038 mínútur og haldið ykkur fast sirka 3,242,290 sekúndur. Skemmtilegur fróðleikur :) Hún sendir ykkur annars knús og kossa og biður að heilsa. Ég lét hana lofa mér að skrifa á bloggið sitt fyrir áramót, sem sagt á morgun svo þið fáið update á hennar málum.
Áramótin framundan og nokkur partý í boði, ég og Sandra erum að kanna möguleikana. Ég hef þó ákveðið eftir reynslu annars dags jóla að drekka mjög lítið ef þá eitthvað. Þar sem 4 bjórar virtust vera alltof mikið hlýtur 1 bjór að innihalda hæfilegt áfengismagn. Hænuhausinn ég! Aldrei dýrt að skemmta sér, held ég hætti bara þessu bjórsulli og drekki vatn.
Já, nýja árið kemur og ég óska að þessi tóma-tilfinning inn í mér sprengist burt með flugeldunum. Þyrfti að stinga flugeld í rassinn á Sigurði Viktor og kveikja í, besti leikari þessa árs og þó víða væri leitað. Láta soldið af mínum sársauka yfir í hann!!! Hvað finnst ykkur....frasinn "farðu í rassgat" færi vel á þeim flugeld :). Það ætti að selja svoleiðis á flugeldasölum fyrir særða, reiða fyrrverandi ómeðvitaða leiksoppa!!!! Nei, nei! Bara að fíflast en skemmtileg hugsun samt. Það væri sennilega einfaldara ef mér væri svona illa við hann....en! Svona er það víst bara og ekkert sem ég get gert til að breyta því. Vonum bara að Siggi sé sáttur með þau afrek sem hann vann á árinu.
Sáuð þið manninn í fréttunum sem var búin að kaupa flugelda fyrir á aðra miljón!! Kallar sjálfan sig sprengjufíkil og er stoltur af því. Honum hefði nú verið nær að kaupa fyrir fimm þúsund kall og senda mismuninn til Tælands eða a.m.k. í þann heimshluta. Það liggur við að mér líði betur við að horfa á reykingarmann reykja peningana sína heldur en að horfa á fólk sprengja þá. Það tekur svo stuttan tíma að sprengja heila miljón. Kannski þetta segi mér bara að ég sé nískupúki sem tími ekki að eyða í sprengjur heldur horfi á það sem aðrir sprengja.
Anyways - vona að áramótin ykkar verði skemmtileg og að nýja árið verði betra en það gamla. Ég er alla vega búin að leggja inn pöntun fyrir því.
Happy bombing og happy days!!!!
0 comments:
Post a Comment
<< Home