Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, December 29, 2004

Hinn dularfulli Sveitalubbi!!

Það var 13 ágúst árið 2003 sem Sveitalubbi hóf skrif. Síðan liðu um það bil sextán mánuðir. Þá ákvað hann að taka sér smá-blogg-pásu. Einn daginn þegar hann ætlaði svo inn á síðuna sína var hún horfin. Sveitalubbinn sendi póst á blogger og bað um skýringar og svarið var eitthvað á þessa leið: þú fórst inn á þitt svæði, á þínu lykilorði og eyddir blogginu þínu. Lubbinn veit náttúrulega að hann eyddi ekki blogginu sínu og sendi því aðra beiðni á blogger og bað um að láta leita að skránni sinni. Síðan liðu um það bil 15 dagar og þá ákvað Lubbinn að búa sér bara til annað blogg. Var svolítið svekktur yfir því að missa dagbókina sína síðustu mánuði, samt svolítið minna svekktur yfir því að missa þær færslur og skilaboð sem hann hafði skrifað síðustu mánuði.

Lubbi var því bara nokkuð sáttur yfir nýja blogginu. Og hvað haldið þið...! Einhver tölvugúru hjá blogger fann skránna og náði að koma Sveitalubbanum aftur á sinn stað. Með skilaboðunum hans fylgdi svo leiðbeiningar um það að breyta lykilorðinu svo að sá sem eyddi því fyrst myndi ekki gera það aftur. Ég held að tölvugúrúið haldi það að Lubbi sjálfur hafi eytt því og fengið svo einhverja bakþanka og viljað fá það aftur!! Skiptir svo sem ekki máli því Lubbinn er komin aftur á sinn stað. Þá kemur upp þessi spurning. Nú á Lubbi tvö blogg! Núna er hann að skrifa á það nýja, en finnst hann soldið vera að svíkja það gamla!!! What to do? Ekki er hægt að sjóða það saman í eitt?

Lærdómur af þessu: þó maður skrifi bloggið sitt eins og dagbók verður maður samt að skrifa í gömlu góðu náttborðsdagbókina því netið er ekki pottþétt. Ég var ansi löt við að skrifa í hana þessa mánuði.

Að auki og lærið þetta öll!!! Takið afrit af template-inu og vistið það inn í word eða eitthvað svo þið eigið þá alla vega staðgengil.

Anyways!!! Lífið að falla aftur í sinn fyrri farveg og dagarnir líða og sífellt styttist í nýja árið!! Árangur jólanna er óvenjulítill, ekki hefur verið sett saman nema eitt 1500 bita púsl, langt síðan árangur hefur verið svo slakur. Þó er gítarsiggið orðið hættulega þykkt, þyrfti að fá svona sigg-snyrtingu. Það kom mér mikið á óvart að ég kann 15 lög án þess að horfa á grip....það er bara gítarsnilli í fæðingu :)

Að sinni kveður skrifar-inn!!

1 comments:

  • At 12:17 PM, Blogger Soffía said…

    Ég tek mig til reglulega og vista gamlar færslur á harða diskinn í tölvunni (sem html-skjöl). Ég á einmitt allar færslurnar síðan ég var með blogg á hi-svæðinu, ótrúlega gaman að skoða þetta :)

     

Post a Comment

<< Home