Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, April 15, 2008

Það er að koma sumar.

Það er mynd af mér í Mogganum í dag. Veit ekki á hvaða blaðsíðu svo þið verðið bara að leita. Við getum haft svona keppni sem heitir Hvar er Jana, en ekki Hvar er Valli?

Á morgun fer ég á skauta.

Það eru tveir dagar þangað til ég fer í klippingu.

Það eru þrír dagar þangað til ég fer i litun og plokkun.

Það eru 4 dagar í frænkupartý.

Það eru bara 6 dagar þangað til ég fer til Svíþjóðar.

Það eru bara 31 dagur þangað til ég fer á Hvannadalshnjúk.

Það eru nokkrar vikur þangað til ég kemst í eyjuna.

Það eru aðeins fleiri vikur þangað til ég kemst á Hornstrandir.

Í dag sótti ég um framhaldsnám í Kennaraháskólanum. Það er einn og hálfur mánðuður þangað til ég fæ svar um hvort ég kemst í það.

Dag eftir dag.

Saturday, April 12, 2008

Breyttar aðstæður

Sælir félagar!
Eins og mörg ykkar vita hef ég mikið verið að hugleiða stöðu mína sem kennari. Margir atburðir og aðstæður hafa ýtt undir þær hugsanir að kannski sé ekki það besta fyrir mig að vinna þetta starf á þeim stað sem ég er núna. Þar að auki eru kjörin ekki þannig að maður hoppi hæð sína í loft upp.

Ég hef því verið að velta fyrir mér að söðla um og skipta um vettvang. Fara að læra blindrafræði og starfa hjá ríki en ekki sveitafélagi. Það fer víst betur í buddu, en örugglega ekki í áhuga. Hurðinni var því skellt.

Ekki alls fyrir löngu ákvað ég að láta áhugann ráða og halda áfram á sama vinnustað næsta vetur. Ég skal segja ykkur það að það var ekki auðveld ákvörðun og upp hafa komið aðstæður síðan ég ákvað þetta sem virkilega hafa reynt á þessa ákvörðun. Stundum finnst mér hreinlega að félaginn þarna uppi sé að hlægja af mér...svona hvað varstu að spá?

En svo taka málin aftur aðra stefnu. Á fimmtudaginn hittum ég og samkennari minn mann sem er að ýta okkur út í að gefa út námsefni sem við höfum verið að búa til. Framundan er því fundur á Námsgagnastofnun þar sem kostir verða ræddir. Ekki leiðinlegt að geta kannski séð námsefni eftir sjálfan sig í bókahillum bókabúðanna á komandi árum. Í gær fórum ég og samkennari minn og tókum við Þróunnarstyrk sem skólinn okkar fékk vegna verkefnis sem við höfum verið að vinna. Styrk sem við getum notað til áframhaldandi þróunnar og skipulags. Alveg ótrúlega spennandi.

Ég er alveg hrikalega spennt yfir þessu námsgagnadæmi og allt í einu hefur gluggi opnast þó hurðin sé ennþá vel læst er aldrei að vita nema einhvern dag geti ég gengið út um hana og fengið draumastarfið upp í hendurnar....Alveg ótrúlega spennandi.

Monday, April 07, 2008

Krónur

Íslenskur veruleiki. Það sem Geir ráðherra kallar lágkúru. Hvernig vogar almenningur sér að setja út á þetta einkaþotubras hjá þessum herrum. Hann talar um nokkur hundruð þúsund eins og klink. Þótt það taki hinn venjulega verkamann nokkra mánuði að vinna fyrir þessu klinki. Ég held að þessi ráðamenn hafi ekki grænan grun hvernig það er að vera venjulegur Íslendingur í dag. Ef þið hættið ekki að mótmæla gerum við ekkert fyrir ykkur! Hvar nákvæmlega liggur lágkúran í þessum aðgerðum! Hjá þeim sem ráða eða hjá þeim sem eru ráðalausir? Er krónan kannski bara glatað fyrirbæri sem þyrfti að endurhugsa. Að minnsta kosti er eitthvað að gerast hjá yngstu kynslóðinni. Hafið þetta í huga þegar þið lesið áfram.

Fyrir fáeinum dögum var ég að kenna stærðfræði. Peningar voru aðalatriði þessarar kennslustundar. Nemendur áttu á þessari stærðfræðiblaðsíðu að teikna 18 krónur í þar til gerða buddu og reyna að nota sem fæsta peninga. Ég bjó náttúrulega til að svona sögu...þið þurfið að fara út í búð fyrir mömmu og kaupa einn lauk. Laukurinn kostar 18 krónur, setjið nú átján krónur í budduna svo þið getið borgað laukinn. Flestir gerðu þetta rétt, teiknuðu einn tíkall, einn fimmkall og þrjár krónur. Ég sá þó út undan mér að ein daman mín var að gera eitthvað annað, hún vandaði sig mikið og rétti svo stolt upp hönd þegar hún var búin. Ég fer til hennar og segi: eru þetta átján krónur? Já svarar hún stolt. Ég horfi á budduna hennar og sé engan vegin átján krónur út úr teikningunni hennar. Ég segi því útskýrðu fyrir mér?

Hún horfir stóreyg á mig og segir svo með svona "ooohhh þú ert svo vitlaus rödd". ÞETTA ER DEBETKORT!