Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, April 12, 2008

Breyttar aðstæður

Sælir félagar!
Eins og mörg ykkar vita hef ég mikið verið að hugleiða stöðu mína sem kennari. Margir atburðir og aðstæður hafa ýtt undir þær hugsanir að kannski sé ekki það besta fyrir mig að vinna þetta starf á þeim stað sem ég er núna. Þar að auki eru kjörin ekki þannig að maður hoppi hæð sína í loft upp.

Ég hef því verið að velta fyrir mér að söðla um og skipta um vettvang. Fara að læra blindrafræði og starfa hjá ríki en ekki sveitafélagi. Það fer víst betur í buddu, en örugglega ekki í áhuga. Hurðinni var því skellt.

Ekki alls fyrir löngu ákvað ég að láta áhugann ráða og halda áfram á sama vinnustað næsta vetur. Ég skal segja ykkur það að það var ekki auðveld ákvörðun og upp hafa komið aðstæður síðan ég ákvað þetta sem virkilega hafa reynt á þessa ákvörðun. Stundum finnst mér hreinlega að félaginn þarna uppi sé að hlægja af mér...svona hvað varstu að spá?

En svo taka málin aftur aðra stefnu. Á fimmtudaginn hittum ég og samkennari minn mann sem er að ýta okkur út í að gefa út námsefni sem við höfum verið að búa til. Framundan er því fundur á Námsgagnastofnun þar sem kostir verða ræddir. Ekki leiðinlegt að geta kannski séð námsefni eftir sjálfan sig í bókahillum bókabúðanna á komandi árum. Í gær fórum ég og samkennari minn og tókum við Þróunnarstyrk sem skólinn okkar fékk vegna verkefnis sem við höfum verið að vinna. Styrk sem við getum notað til áframhaldandi þróunnar og skipulags. Alveg ótrúlega spennandi.

Ég er alveg hrikalega spennt yfir þessu námsgagnadæmi og allt í einu hefur gluggi opnast þó hurðin sé ennþá vel læst er aldrei að vita nema einhvern dag geti ég gengið út um hana og fengið draumastarfið upp í hendurnar....Alveg ótrúlega spennandi.

0 comments:

Post a Comment

<< Home