Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, March 26, 2008

Í enn einni ástarsorginni

Ég skal segja ykkur það að enn ein ástarsorgin hefur knúið dyra. Satt að segja er ég orðin langþreytt á þessu endalausa áreiti og veit ekki hversu oft ég ræð við svona átök í viðbót.

Þetta er náttúrulega mér að kenna. Ég vissi þegar ég leit til hans að hann væri utan seilingar. Svo myndarlegur, svo stæðilegur og það versta af öllu, svo lofaður. Ég lét samt tilleiðast og leyfði honum að umvefja mig með hljóðlátu murri. Þið getið rétt ímyndað hversu yndislegt það var. Algerlega ný reynsla, hann hreinlega sópaði mér af fótunum svo ég sveif ástfanginn á bleiku skýi.

En þetta var stutt gaman. Ég skilaði honum aftur. Hann krafðist of mikils af mér. Átti ég að fara að breyta mínu lífi til að geta þóknast honum og hans stóru kröfum. Maður á ekki að gera sér dælt við aðra lofaða....!

Ég kom út í morgun, með hor í nös. Ég settist inn í gamla fallega rauða bílinn minn. Kannski var ég undir niðri ekkert tilbúin til að skila þeim gamla og kaupa nýjan. Jafnvel þó sá nýji sé mun stæðilegri.

Góðar stundir.

0 comments:

Post a Comment

<< Home