Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, March 01, 2008

Litlir molar

Ég veit ég veit að ég hef ekki verið að standa mig. Ég hef bara haft svo mikið að gera...ég veit líka að það er léleg afsökun fyrir ykkur tryggu lesendur sem kíkið hér inn daglega og ekkert gerist.

Molarnir eru nokkrir. Kannski það helsta að ég er búin að eldast um eitt ár síðan ég skrifaði hér síðast. Skvísan orðin 31 árs og bókstaflega aldrei verið hressari. Ekki var þó mikið gert á þessum merkisdegi.

Ég fór á Nasa til að fagna nýja júróvisíon laginu, það var ekki leiðinlegt, frekar svona sveitt þegar líða tók á og frekar svona mikið sárir fætur daginn eftir.

Foreldradagur í vikunni var það sem helst orsakaði þetta bloggleysi, þeir dagar taka alltaf verulega mikið á. En auðvitað ekkert til að hafa áhyggjur af þegar svona vel gengur.

Merkilegast er þó sú staðreynd að 25.febrúar er hlaupársdagur, vissuð þið það? Vísindamenn voru nefnilega að reikna það út að til að útreikningar gangi upp verði dagurinn sem bætist við að vera 25. febrúar, þá óhjákvæmilega verði 29 dagar í febrúar. en þessi 29 sé ekki hinn raunverulegi hlaupársdagur heldur aðeins afleiðing af þessum breytingum. Ég gleðst við þessar fréttir og get því sagt án þess að ljúga að í ár sé ég rétt rúmlega fimm ára gömul....þarna kom skýringin :)

Góðar stundir!!!

1 comments:

  • At 1:54 AM, Anonymous Anonymous said…

    Inga Dóra er gestur nr 70800;)
    bara svona í tilefni dagsins;)

     

Post a Comment

<< Home