Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, February 17, 2008

Helgin heima

Ég tók frábæra ákvörðun á föstudaginn. Ákvörðunin hljóðaði svona. Þessa helgi ætla ég að vera heima og gera nákvæmlega ekki neitt.

Hér fáið þið að heyra um þessa frábæru helgi mína. Á laugardaginn svaf ég út, ætlaði að vakna klukkan hálf tíu og fara í Laugaskokk en ákvað þegar klukkan hringdi að ég gæti allt eins farið að skokka seinna um daginn. Ég vann svo alveg ótrúlega vel frá 11 til 3, ég veit ég er í vetrarfríi en svona er bara þetta kennarastarf. Ég fór svo í ræktina og fór tækin fjögur 20+20+20+20=80 mínútur, ágætis líkamsrækt. Eftir sturtu rauk ég beint heim og bjó til alveg sjúklega góða pitsu með fetaosti og alles. Svo tók við frábær kvöldstund með hinum ýmsu konum og körlum sem hafa það að atvinnu að stunda "leikingar" aka leikarar.

Fór að sofa eftir dúk og disk, svaf eins og miðaldra steinhella fram eftir morgni, þreif hjá mér og gekk frá þvottinum sem ég nennti ekki að ganga frá í gær...en því segi ég náttúrulega engum frá.

Árangur vetrarfríssins og helgarinnar er þessi, ný aukahefti og kannanir fyrir Einingu 4. Fullt af stærðfræðiefni fyrir áhugastærðfræðisvæðið í skólanum. Allar fimm dvd myndirnar sem ég fékk lánaðar hjá Sigrúnu frænku. Daður á facebook, og spjall á msn.

Alveg fullkomin helgi finnst ykkur ekki :)

0 comments:

Post a Comment

<< Home